Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2018 15:17 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM. vísir/eyþór Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er stál í stál í deilunni og lausn virðist ekki í sjónmáli þrátt fyrir marga sáttafundi hjá ríkissáttasemjara. Þórunn sagði almenning hafa fylgst forviða með þessari kjaradeilu. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni. Slík aðgerð kallar á samvinnu og samstöðu þvert á heildarsamtök launafólks. Almenningur hefur fylgst forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Elsta fagstétt kvenna á Íslandi mætir stífni og skilningsleysi af hálfu samninganefndar ríkisins. Ég ætla að fullyrða hér að þjónusta við sængurkonur og nýfædd börn sé undirstaða velferðar á Íslandi. Við erum að tala um fjöregg þjóðar,“ sagði Þórunn meðal annars í ræðu sinni. Þá bætti hún við að ljósmæður, líkt og margar aðrar háskólamenntaðar kvennastéttir, stæðu frammi fyrir þeim kalda veruleika að menntun þeirra væri kerfisbundið ekki metin til launa. Þórunn sagði jafnframt að krafan um styttri vinnuvika hlyti að verða æ sterkari, ekki síst í ljósi þess að í framtíðinni sé því spáð að skortur verði á störfum, það er að sjálf vinnan verði takmörkuð auðlind. „En hvað þýðir þetta í raun fyrir kjara- og réttindabaráttu launafólks? Í fyrsta lagi hlýtur krafan um styttingu vinnuvikunnar að verða æ sterkari. Tilraunaverkefni BSRB, Reykjavíkurborgar og ríkisins um styttingu vinnuvikunnar lofar góðu. Reynslan sýnir okkur að það er hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það bitni á afköstum og framleiðni. En það er ekki sama hvernig það er gert. Samtök atvinnulífsins hafa lýst forneskjulegu viðhorfi til styttingar vinnuvikunnar. Viðhorfum sem eru úr takti við alla umræðu um þessi mál, bæði hér heima og erlendis. Styttri vinnuvika er lykillinn að því að okkur auðnist að skapa hér vinnumarkað sem er raunverulega fjölskylduvænn. Með breytingunni stuðlum við líka að minna álagi í starfi og drögum úr líkum á því að fólk verði kulnun að bráð og missi heilsuna, sem því miður er alltof algengt. Styttri vinnuvika er hagsmunamál alls samfélagsins – allra hagur!“ sagði Þórunn á baráttufundinum á Ingólfstorgi í dag. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. 1. maí 2018 13:04 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er stál í stál í deilunni og lausn virðist ekki í sjónmáli þrátt fyrir marga sáttafundi hjá ríkissáttasemjara. Þórunn sagði almenning hafa fylgst forviða með þessari kjaradeilu. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni. Slík aðgerð kallar á samvinnu og samstöðu þvert á heildarsamtök launafólks. Almenningur hefur fylgst forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Elsta fagstétt kvenna á Íslandi mætir stífni og skilningsleysi af hálfu samninganefndar ríkisins. Ég ætla að fullyrða hér að þjónusta við sængurkonur og nýfædd börn sé undirstaða velferðar á Íslandi. Við erum að tala um fjöregg þjóðar,“ sagði Þórunn meðal annars í ræðu sinni. Þá bætti hún við að ljósmæður, líkt og margar aðrar háskólamenntaðar kvennastéttir, stæðu frammi fyrir þeim kalda veruleika að menntun þeirra væri kerfisbundið ekki metin til launa. Þórunn sagði jafnframt að krafan um styttri vinnuvika hlyti að verða æ sterkari, ekki síst í ljósi þess að í framtíðinni sé því spáð að skortur verði á störfum, það er að sjálf vinnan verði takmörkuð auðlind. „En hvað þýðir þetta í raun fyrir kjara- og réttindabaráttu launafólks? Í fyrsta lagi hlýtur krafan um styttingu vinnuvikunnar að verða æ sterkari. Tilraunaverkefni BSRB, Reykjavíkurborgar og ríkisins um styttingu vinnuvikunnar lofar góðu. Reynslan sýnir okkur að það er hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það bitni á afköstum og framleiðni. En það er ekki sama hvernig það er gert. Samtök atvinnulífsins hafa lýst forneskjulegu viðhorfi til styttingar vinnuvikunnar. Viðhorfum sem eru úr takti við alla umræðu um þessi mál, bæði hér heima og erlendis. Styttri vinnuvika er lykillinn að því að okkur auðnist að skapa hér vinnumarkað sem er raunverulega fjölskylduvænn. Með breytingunni stuðlum við líka að minna álagi í starfi og drögum úr líkum á því að fólk verði kulnun að bráð og missi heilsuna, sem því miður er alltof algengt. Styttri vinnuvika er hagsmunamál alls samfélagsins – allra hagur!“ sagði Þórunn á baráttufundinum á Ingólfstorgi í dag.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. 1. maí 2018 13:04 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45
Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46
Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. 1. maí 2018 13:04
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent