Breytingar á Stöð 2: „Vonum að neytendur taki þessu vel“ Tinni Sveinsson skrifar 2. maí 2018 14:15 Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Sýn, sem á og rekur fjarskiptafyrirtækið Vodafone, kynnti í gær ný verð og breytingar á sjónvarpspökkum sínum en nú eru fimm mánuðir síðan fyrirtækið tók yfir miðla 365. „Ætlunin er að gefa enn fleirum kost á að gerast áskrifendur að hágæða íslensku og erlendu sjónvarpsefni og íþróttum,“ segir í tilkynningu.Verðin voru of há Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að verðin hafi verið of há. Lægri verð séu svar við ytri samkeppni, gagnrýni neytenda og breyttri hegðun þeirra. Það hafi verið grunnforsenda í kaupunum á miðlum 365 að ná sátt við markaðinn, bjóða ný verð og hvetja fleiri til að njóta „þess frábæra efnis sem við erum með á stöðvunum okkar,“ sagði Björn.Lækkun á línuna Í gær stækkuðu því valdir sjónvarpspakkar Stöðvar 2 og verð á öðrum lækkar frá og með næsta reikningi til viðskiptavina:Stök áskrift að Stöð 2 Sport verður í boði á 9.990 krónur og Sportpakkinn á 11.990 krónur (áður var einungis hægt að fá aðgengi að íþróttaefni Stöðvar 2 í gegnum Sportpakkann á 14.990 krónur).Streymisveitan Stöð 2 Maraþon stækkar og verð lækkar í 1.990 krónur (kostaði 2.990 krónur).Skemmtipakkinn stækkar með miklu magni af ólínulegu efni fyrir alla fjölskylduna án þess að verð breytist.Stök áskrift að Stöð 2 lækkar í 6.990 krónur (kostaði 8.990 krónur).Áskrift að Golfstöðinni lækkar í 3.990 krónur (kostaði 6.990 krónur).Kynningarmynd þar sem má sjá verðbreytingarnar.SýnVona að neytendur taki þessu vel „Það er gleðilegt að geta bæði aukið gæði þjónustunnar og breytt verðum fyrir neytendur. Það er mikill kraftur í fjölmiðlum okkar og starfsfólki þessa dagana og við lítum á þessar breytingar sem staðfestingu á nýju upphafi Stöðvar 2 og allra okkar miðla. Við vonumst til að breytingarnar fjölgi þeim sem fá að njóta okkar frábæra efnis,“ segir Björn. „Með þessum breytingum erum við að sækja fram með Stöð 2 á sviði sjónvarpsþjónustu. Allir eiga að geta fundið þjónustu við sitt hæfi og notið íslensks og erlends gæðaefnis. Við vonum að þessum breytingum verði vel tekið af neytendum og geti þannig stutt sterkari samkeppnishæfni íslenskrar fjölmiðlunar og menningar til hagsbóta fyrir landsmenn alla,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu frá fyrirtækinu.Vísir er eigu Sýnar hf.Laddi er andlit herferðarinnar sem farið er í í tilefni breytinganna.Sýn Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Fjarskipti verða Sýn Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. 22. mars 2018 16:42 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Sjá meira
Sýn, sem á og rekur fjarskiptafyrirtækið Vodafone, kynnti í gær ný verð og breytingar á sjónvarpspökkum sínum en nú eru fimm mánuðir síðan fyrirtækið tók yfir miðla 365. „Ætlunin er að gefa enn fleirum kost á að gerast áskrifendur að hágæða íslensku og erlendu sjónvarpsefni og íþróttum,“ segir í tilkynningu.Verðin voru of há Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla Sýnar, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að verðin hafi verið of há. Lægri verð séu svar við ytri samkeppni, gagnrýni neytenda og breyttri hegðun þeirra. Það hafi verið grunnforsenda í kaupunum á miðlum 365 að ná sátt við markaðinn, bjóða ný verð og hvetja fleiri til að njóta „þess frábæra efnis sem við erum með á stöðvunum okkar,“ sagði Björn.Lækkun á línuna Í gær stækkuðu því valdir sjónvarpspakkar Stöðvar 2 og verð á öðrum lækkar frá og með næsta reikningi til viðskiptavina:Stök áskrift að Stöð 2 Sport verður í boði á 9.990 krónur og Sportpakkinn á 11.990 krónur (áður var einungis hægt að fá aðgengi að íþróttaefni Stöðvar 2 í gegnum Sportpakkann á 14.990 krónur).Streymisveitan Stöð 2 Maraþon stækkar og verð lækkar í 1.990 krónur (kostaði 2.990 krónur).Skemmtipakkinn stækkar með miklu magni af ólínulegu efni fyrir alla fjölskylduna án þess að verð breytist.Stök áskrift að Stöð 2 lækkar í 6.990 krónur (kostaði 8.990 krónur).Áskrift að Golfstöðinni lækkar í 3.990 krónur (kostaði 6.990 krónur).Kynningarmynd þar sem má sjá verðbreytingarnar.SýnVona að neytendur taki þessu vel „Það er gleðilegt að geta bæði aukið gæði þjónustunnar og breytt verðum fyrir neytendur. Það er mikill kraftur í fjölmiðlum okkar og starfsfólki þessa dagana og við lítum á þessar breytingar sem staðfestingu á nýju upphafi Stöðvar 2 og allra okkar miðla. Við vonumst til að breytingarnar fjölgi þeim sem fá að njóta okkar frábæra efnis,“ segir Björn. „Með þessum breytingum erum við að sækja fram með Stöð 2 á sviði sjónvarpsþjónustu. Allir eiga að geta fundið þjónustu við sitt hæfi og notið íslensks og erlends gæðaefnis. Við vonum að þessum breytingum verði vel tekið af neytendum og geti þannig stutt sterkari samkeppnishæfni íslenskrar fjölmiðlunar og menningar til hagsbóta fyrir landsmenn alla,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu frá fyrirtækinu.Vísir er eigu Sýnar hf.Laddi er andlit herferðarinnar sem farið er í í tilefni breytinganna.Sýn
Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Fjarskipti verða Sýn Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. 22. mars 2018 16:42 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Sjá meira
Fjarskipti verða Sýn Aðalástæðan fyrir nafnabreytingunni, úr Fjarskipti hf., er sú að starfsemi félagsins hefur breikkað og því er gamla nafnið ekki nógu lýsandi fyrir sameinað félag. 22. mars 2018 16:42