Lögreglan spyrst fyrir um 600 Bitcoin-tölvur sem fundust í Kína Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2018 13:46 Þetta er athyglisvert hvað svo sem kemur út úr þessu, segir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum um málið. Vísir/GVA Sex hundruð tölvur, sem notaðar voru til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, voru gerðar upptækar í Kína í síðustu viku en alþjóðdeild ríkislögreglustjóra hefur spurt kínversk lögregluyfirvöld um þennan tölvubúnað og hvort um sé að ræða þann sem var stolið hér á landi. Alþjóðdeild ríkislögreglustjóra sendi þessa fyrirspurn að beiðni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur rannsakað þjófnað á 600 tölvum, sem voru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, í desember og janúar síðastliðnum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins setti sig í samband við embættið á Suðurnesjum fyrir helgi eftir að hafa séð frétt um málið á vef ríkisfréttastofunnar í Kína. Þar kom fram að lögreglan í kínversku borginni Tianjin hefði lagt hald á sex hundruð Bitcoin-tölvur þriðjudaginn 24. apríl síðastliðinn.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurLögreglan komst á snoðir um tölvurnar vegna óvenjumikillar rafmagnsnotkunar sem var rakin til tölvanna. Lögreglan lagði einnig hald á átta afkastamiklar viftur sem voru notaðar til að kæla tölvurnar niður. Lögreglan í Tianjin sagði um mesta rafmagnsþjófnað sem embættið hefur haft til rannsóknar á síðastliðnum árum. Kínverska fréttastofan tekur fram að gröftur eftir Bitcoin-rafmynt útheimti mikla rafmagnsorku en talið er að rafmagnsreikningur fyrir sex hundruð slíkar tölvur sé um nokkur hundruð þúsund yuan á mánuði, sem er um nokkrar milljónir íslenskra króna. Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að lítið hafi gerst síðan fyrirspurn var send til Kína. „Þetta er athyglisvert hvað svo sem kemur út úr þessu. Við höfum engin svör fengið, þannig að þetta er allt á sama stað. Þetta eru eflaust ekki fljótustu samskipti í heimi þarna langt austur eftir.“Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, til vinstri.Alls voru níu handteknir vegna rannsóknarinnar á tölvuþjófnaðinum hér á landi. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en að lokum var aðeins einn í haldi, Sindri Þór Stefánsson. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. Sindri er vistaður í fangelsinu Zaandam í Hollandi og bíður þess að vera framseldur til Íslands en hann heldur fram sakleysi sínu í málinu. Búist er við að hann komi til Íslands á föstudag.Fréttin var uppfærð klukkan 14:20 Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45 Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Sex hundruð tölvur, sem notaðar voru til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, voru gerðar upptækar í Kína í síðustu viku en alþjóðdeild ríkislögreglustjóra hefur spurt kínversk lögregluyfirvöld um þennan tölvubúnað og hvort um sé að ræða þann sem var stolið hér á landi. Alþjóðdeild ríkislögreglustjóra sendi þessa fyrirspurn að beiðni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur rannsakað þjófnað á 600 tölvum, sem voru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, í desember og janúar síðastliðnum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins setti sig í samband við embættið á Suðurnesjum fyrir helgi eftir að hafa séð frétt um málið á vef ríkisfréttastofunnar í Kína. Þar kom fram að lögreglan í kínversku borginni Tianjin hefði lagt hald á sex hundruð Bitcoin-tölvur þriðjudaginn 24. apríl síðastliðinn.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurLögreglan komst á snoðir um tölvurnar vegna óvenjumikillar rafmagnsnotkunar sem var rakin til tölvanna. Lögreglan lagði einnig hald á átta afkastamiklar viftur sem voru notaðar til að kæla tölvurnar niður. Lögreglan í Tianjin sagði um mesta rafmagnsþjófnað sem embættið hefur haft til rannsóknar á síðastliðnum árum. Kínverska fréttastofan tekur fram að gröftur eftir Bitcoin-rafmynt útheimti mikla rafmagnsorku en talið er að rafmagnsreikningur fyrir sex hundruð slíkar tölvur sé um nokkur hundruð þúsund yuan á mánuði, sem er um nokkrar milljónir íslenskra króna. Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að lítið hafi gerst síðan fyrirspurn var send til Kína. „Þetta er athyglisvert hvað svo sem kemur út úr þessu. Við höfum engin svör fengið, þannig að þetta er allt á sama stað. Þetta eru eflaust ekki fljótustu samskipti í heimi þarna langt austur eftir.“Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, til vinstri.Alls voru níu handteknir vegna rannsóknarinnar á tölvuþjófnaðinum hér á landi. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en að lokum var aðeins einn í haldi, Sindri Þór Stefánsson. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. Sindri er vistaður í fangelsinu Zaandam í Hollandi og bíður þess að vera framseldur til Íslands en hann heldur fram sakleysi sínu í málinu. Búist er við að hann komi til Íslands á föstudag.Fréttin var uppfærð klukkan 14:20
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45 Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45
Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent