Víkkum út læsisumræðuna Stefán Jökulsson skrifar 3. maí 2018 07:00 Fátt í veröldinni virðist vera „annaðhvort eða“ heldur fremur „bæði og“ ellegar „hvorki né“. Þetta á einnig við um læsi og lesskilning. Ég leyfi mér þó að setja fram nokkrar fullyrðingar sem stangast á við sumt af því sem hefur komið fram í læsisumræðunni að undanförnu. Vonandi er það þess virði að vega þær og meta. Á fyrstu skólaárunum öðlast börn þekkingu á tungumáli sínu, umhverfi og menningu með því að hlusta og tala, ekki aðeins með því að lesa. Ef börn eru þjálfuð í mæltu máli og samtali á unga aldri aukast líkur á að þau verði góð í lestri þegar fram líða stundir. Samtal er lykill að lesskilningi: lesandi talar við aðra um mögulega merkingu texta eða við sjálfan sig eða aðra í huganum. Orð eru efni í merkingarsköpun í sama skilningi og timbur nýtist í tréverk. Timbur er ekki tréverk og orð eru ekki merkingarverk. Tréverk og merkingarverk eru lík að því leyti að burðarvirki þeirra og hald snýst um tengsl milli eininga. Lesandi þarf í krafti þess sem hann veit og hefur upplifað að tengja saman orð, setningar, málsgreinar, efnisgreinar og kafla, og búa þannig til heildarsamhengi sem gerir honum kleift að túlka eða skilja efnið. Lesskilningur, eins og skilningur yfirleitt, er því háður þekkingu og reynslu og ekki er til nein skilningsaðferð sem nýtist við alls kyns lestur, óháð lesefni. Að auki geta þeir sem skrifa texta aldrei sagt alla söguna og reiða sig á að lesendur fylli í eyður og lesi milli lína. Eyðufyllingin snýst fremur um þekkingu en lesskilningstækni. Öll skilningarvit okkar koma við sögu við lestur af því að reynsla okkar litast alltaf af ýmiss konar skynjun og skynhrifum. Myndmál gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í lestri sökum þess að lesandi skapar myndir í huga sér af því sem hann les, myndir af aðstæðum og fólki. Þjálfun í myndrænni hugsun og sköpun getur því auðveldað þá merkingarsköpun sem felst í lestri. Ungir lesendur öðlast ekki þekkingu með því einu að lesa meira vegna þess að hana má öðlast með ýmsum hætti í þeim kvikmynda- og margmiðlunarheimi sem þeir þekkja og samsama sig við.Miðlar eru verkfæri Miðlanotkun nú á dögum einkennist af margs konar miðlunarkostum og samspili mismunandi táknkerfa, til dæmis í fræðslumyndum eða vefefni. Enn höldum við þó of fast í þá hugmynd, til dæmis í skólastarfi, að best sé að skilja heiminn með því að skrifa eða lesa um hann. En miðlar eru verkfæri og notagildi þeirra fer eftir eðli þekkingarsköpunarinnar (námsins) og þekkingarmiðlunarinnar (fræðslunnar). Rétt eins og David Attenborough valdi sér miðil til að lýsa náttúrunni ættu nemendur og kennarar að geta valið miðla sem þeir telja heppilega til að skapa og miðla þekkingu hverju sinni. Sumir nemendur læra meira af því að búa til efni en að reyna að tileinka sér námsefni sem aðrir hafa búið til. Tækni, mál, menning og miðlun haldast í hendur. Stafræn tækni hefur gjörbreytt aðföngum, úrvinnslu og miðlun efnis og því er nýlæsi eða miðlæsi mikilvægur þáttur í skólastarfi víða um lönd. Slíkt læsi snýst um að nemendur geti búið til og miðlað efni með margvíslegum aðferðum – geti til dæmis nýtt sér myndmál eða margmiðlun til jafns við prentmál – og metið og túlkað ýmiss konar efni og upplýsingar. Enn eru læsispróf sjaldan í samræmi við breytta tíma og miðast mest við prentið og fræði og menningu þeirra sem semja þau.Höfundur er lektor í Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt í veröldinni virðist vera „annaðhvort eða“ heldur fremur „bæði og“ ellegar „hvorki né“. Þetta á einnig við um læsi og lesskilning. Ég leyfi mér þó að setja fram nokkrar fullyrðingar sem stangast á við sumt af því sem hefur komið fram í læsisumræðunni að undanförnu. Vonandi er það þess virði að vega þær og meta. Á fyrstu skólaárunum öðlast börn þekkingu á tungumáli sínu, umhverfi og menningu með því að hlusta og tala, ekki aðeins með því að lesa. Ef börn eru þjálfuð í mæltu máli og samtali á unga aldri aukast líkur á að þau verði góð í lestri þegar fram líða stundir. Samtal er lykill að lesskilningi: lesandi talar við aðra um mögulega merkingu texta eða við sjálfan sig eða aðra í huganum. Orð eru efni í merkingarsköpun í sama skilningi og timbur nýtist í tréverk. Timbur er ekki tréverk og orð eru ekki merkingarverk. Tréverk og merkingarverk eru lík að því leyti að burðarvirki þeirra og hald snýst um tengsl milli eininga. Lesandi þarf í krafti þess sem hann veit og hefur upplifað að tengja saman orð, setningar, málsgreinar, efnisgreinar og kafla, og búa þannig til heildarsamhengi sem gerir honum kleift að túlka eða skilja efnið. Lesskilningur, eins og skilningur yfirleitt, er því háður þekkingu og reynslu og ekki er til nein skilningsaðferð sem nýtist við alls kyns lestur, óháð lesefni. Að auki geta þeir sem skrifa texta aldrei sagt alla söguna og reiða sig á að lesendur fylli í eyður og lesi milli lína. Eyðufyllingin snýst fremur um þekkingu en lesskilningstækni. Öll skilningarvit okkar koma við sögu við lestur af því að reynsla okkar litast alltaf af ýmiss konar skynjun og skynhrifum. Myndmál gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í lestri sökum þess að lesandi skapar myndir í huga sér af því sem hann les, myndir af aðstæðum og fólki. Þjálfun í myndrænni hugsun og sköpun getur því auðveldað þá merkingarsköpun sem felst í lestri. Ungir lesendur öðlast ekki þekkingu með því einu að lesa meira vegna þess að hana má öðlast með ýmsum hætti í þeim kvikmynda- og margmiðlunarheimi sem þeir þekkja og samsama sig við.Miðlar eru verkfæri Miðlanotkun nú á dögum einkennist af margs konar miðlunarkostum og samspili mismunandi táknkerfa, til dæmis í fræðslumyndum eða vefefni. Enn höldum við þó of fast í þá hugmynd, til dæmis í skólastarfi, að best sé að skilja heiminn með því að skrifa eða lesa um hann. En miðlar eru verkfæri og notagildi þeirra fer eftir eðli þekkingarsköpunarinnar (námsins) og þekkingarmiðlunarinnar (fræðslunnar). Rétt eins og David Attenborough valdi sér miðil til að lýsa náttúrunni ættu nemendur og kennarar að geta valið miðla sem þeir telja heppilega til að skapa og miðla þekkingu hverju sinni. Sumir nemendur læra meira af því að búa til efni en að reyna að tileinka sér námsefni sem aðrir hafa búið til. Tækni, mál, menning og miðlun haldast í hendur. Stafræn tækni hefur gjörbreytt aðföngum, úrvinnslu og miðlun efnis og því er nýlæsi eða miðlæsi mikilvægur þáttur í skólastarfi víða um lönd. Slíkt læsi snýst um að nemendur geti búið til og miðlað efni með margvíslegum aðferðum – geti til dæmis nýtt sér myndmál eða margmiðlun til jafns við prentmál – og metið og túlkað ýmiss konar efni og upplýsingar. Enn eru læsispróf sjaldan í samræmi við breytta tíma og miðast mest við prentið og fræði og menningu þeirra sem semja þau.Höfundur er lektor í Háskóla Íslands
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun