Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. maí 2018 06:00 Þúsundir mótmælenda hafa safnast saman dag eftir dag í höfuðborginni Yerevan. Vísir/Getty Öllum stofnbrautum var lokað, lestarsamgöngur lágu niðri og heróp mótmælenda heyrðust um alla Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær þegar mótmælendur héldu áfram háværum mótmælum sínum gegn ríkisstjórn Repúblikana. Með þessum hætti brugðust mótmælendur við kalli Níkols Pasjinjan, leiðtoga armensku stjórnarandstöðunnar og Yelk-bandalagsins, þriðja stærsta flokks armenskra stjórnmála. Mótmælin brutust út stuttu áður en Repúblikanar, sem eru í meirihluta á armenska þinginu, skipuðu Sersj Sargsjan í embætti forsætisráðherra 17. apríl. Reyndu mótmælendur að koma í veg fyrir að þingfundur yrði settur en allt kom fyrir ekki. Sargsjan hafði verið forseti Armeníu frá 2008 og allt þar til 9. apríl síðastliðinn. Andstaða mótmælenda við hann nú byggist á meintri linkind hans gagnvart spillingu, vináttu við rússnesk stjórnvöld og lengd stjórnartíðar hans. Árið 2015 samþykktu Armenar í þjóðaratkvæðagreiðslu að færa völdin frá forseta og í forsætisráðuneytið. Lofaði Sargsjan á þeim tíma að reyna ekki að verða forsætisráðherra. Ljóst er að Rússar fylgjast náið með gangi mála. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta telur Armeníu mikilvægan bandamann en ríkið liggur á milli Atlantshafsbandalagsaðildarríkisins Tyrklands og hins orkuríka Aserbaídsjans. Pasjinjan er leiðtogi mótmælenda. Þegar mótmælin náðu nýjum hápunkti, 21. apríl, og 50.000 mótmæltu í höfuðborginni, kallaði Sargsjan hann á sinn fund. Degi síðar funduðu mennirnir í heilar þrjár mínútur áður en Sargsjan stormaði út og sakaði stjórnarandstæðinga um að kúga sig. Stuðningur við Pasjinjan jókst síðar um daginn þegar lögregla handtók Pasjinjan, tvo aðra þingmenn og hundruð almennra mótmælenda. Sargsjan sagði svo af sér strax daginn eftir.Mótmælendur lokuðu meðal annars öllum helstu stofnbrautum í höfuðborginni Jerevan í gær.Vísir/gettyEftir afsögn Sargsjans hefur kröfum mótmælenda fjölgað. Þeir krefjast kosninga hið snarasta, vilja Repúblikana frá völdum og Pasjinjan í forsætisráðuneytið fram að kosningum. Repúblikanar höfðu ekki fallist á hinar nýju kröfur mótmælenda þegar þessi frétt var skrifuð. Eins og áður segir kallaði Pasjinjan eftir mótmælum og þeirri borgaralegu óhlýðni sem átti sér stað í gær. Það gerði hann á þriðjudag eftir að hann náði ekki að tryggja sér meirihluta atkvæða á þinginu þegar gengið var til atkvæðagreiðslu um skipan hans í forsætisráðuneytið. Fór svo að 45 þingmenn af 105 greiddu atkvæði með skipan Pasjinjans. Hann hefði þurft á stuðningi þingmanna Repúblikana að halda en fékk ekki. Repúblikanar buðu hins vegar ekki fram forsætisráðherraefni sjálfir á þingfundinum. Nú hefur þingið fimm daga til að finna ný forsætisráðherraefni til að greiða atkvæði um. Takist ekki að skipa forsætisráðherra að fimm dögum liðnum þarf að rjúfa þing og boða til kosninga. Mótmælin í gær voru umfangsmikil. Mótmælt var víðar en í Jerevan, til að mynda í Gjumrí og Vanadsor. Í viðtali við BBC í gær sagði Pasjinjan að baráttan snerist ekki um að gera hann að forsætisráðherra. „Við berjumst fyrir mannréttindum, fyrir lýðræði, lögum og reglu. Þess vegna erum við ekki orðin þreytt og þess vegna munum við aldrei þreytast.“ Karen Karapetjan, Repúblikani sem hefur verið starfandi forsætisráðherra frá því Sargsjan sagði af sér, kallaði í gær eftir því að helstu stjórnmálaöfl kæmu að viðræðuborðinu til þess að leysa krísuna sem ríkir í landinu. „Við sjáum það öll að það er þörf á öguðum, faglegum og snörum vinnubrögðum til að leysa þessa deilu, óháð því hversu erfitt það gæti reynst,“ sagði í yfirlýsingu frá Karapetjan í gær. Armenía Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00 Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00 Karapetjan tekur við af Sargsjan Karen Karapetjan, fyrsti varaforsætisráðherra Armeníu, er nú starfandi forsætisráðherra eftir að Sersj Sargsjan sagði af sér í gær. 24. apríl 2018 06:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Öllum stofnbrautum var lokað, lestarsamgöngur lágu niðri og heróp mótmælenda heyrðust um alla Jerevan, höfuðborg Armeníu, í gær þegar mótmælendur héldu áfram háværum mótmælum sínum gegn ríkisstjórn Repúblikana. Með þessum hætti brugðust mótmælendur við kalli Níkols Pasjinjan, leiðtoga armensku stjórnarandstöðunnar og Yelk-bandalagsins, þriðja stærsta flokks armenskra stjórnmála. Mótmælin brutust út stuttu áður en Repúblikanar, sem eru í meirihluta á armenska þinginu, skipuðu Sersj Sargsjan í embætti forsætisráðherra 17. apríl. Reyndu mótmælendur að koma í veg fyrir að þingfundur yrði settur en allt kom fyrir ekki. Sargsjan hafði verið forseti Armeníu frá 2008 og allt þar til 9. apríl síðastliðinn. Andstaða mótmælenda við hann nú byggist á meintri linkind hans gagnvart spillingu, vináttu við rússnesk stjórnvöld og lengd stjórnartíðar hans. Árið 2015 samþykktu Armenar í þjóðaratkvæðagreiðslu að færa völdin frá forseta og í forsætisráðuneytið. Lofaði Sargsjan á þeim tíma að reyna ekki að verða forsætisráðherra. Ljóst er að Rússar fylgjast náið með gangi mála. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta telur Armeníu mikilvægan bandamann en ríkið liggur á milli Atlantshafsbandalagsaðildarríkisins Tyrklands og hins orkuríka Aserbaídsjans. Pasjinjan er leiðtogi mótmælenda. Þegar mótmælin náðu nýjum hápunkti, 21. apríl, og 50.000 mótmæltu í höfuðborginni, kallaði Sargsjan hann á sinn fund. Degi síðar funduðu mennirnir í heilar þrjár mínútur áður en Sargsjan stormaði út og sakaði stjórnarandstæðinga um að kúga sig. Stuðningur við Pasjinjan jókst síðar um daginn þegar lögregla handtók Pasjinjan, tvo aðra þingmenn og hundruð almennra mótmælenda. Sargsjan sagði svo af sér strax daginn eftir.Mótmælendur lokuðu meðal annars öllum helstu stofnbrautum í höfuðborginni Jerevan í gær.Vísir/gettyEftir afsögn Sargsjans hefur kröfum mótmælenda fjölgað. Þeir krefjast kosninga hið snarasta, vilja Repúblikana frá völdum og Pasjinjan í forsætisráðuneytið fram að kosningum. Repúblikanar höfðu ekki fallist á hinar nýju kröfur mótmælenda þegar þessi frétt var skrifuð. Eins og áður segir kallaði Pasjinjan eftir mótmælum og þeirri borgaralegu óhlýðni sem átti sér stað í gær. Það gerði hann á þriðjudag eftir að hann náði ekki að tryggja sér meirihluta atkvæða á þinginu þegar gengið var til atkvæðagreiðslu um skipan hans í forsætisráðuneytið. Fór svo að 45 þingmenn af 105 greiddu atkvæði með skipan Pasjinjans. Hann hefði þurft á stuðningi þingmanna Repúblikana að halda en fékk ekki. Repúblikanar buðu hins vegar ekki fram forsætisráðherraefni sjálfir á þingfundinum. Nú hefur þingið fimm daga til að finna ný forsætisráðherraefni til að greiða atkvæði um. Takist ekki að skipa forsætisráðherra að fimm dögum liðnum þarf að rjúfa þing og boða til kosninga. Mótmælin í gær voru umfangsmikil. Mótmælt var víðar en í Jerevan, til að mynda í Gjumrí og Vanadsor. Í viðtali við BBC í gær sagði Pasjinjan að baráttan snerist ekki um að gera hann að forsætisráðherra. „Við berjumst fyrir mannréttindum, fyrir lýðræði, lögum og reglu. Þess vegna erum við ekki orðin þreytt og þess vegna munum við aldrei þreytast.“ Karen Karapetjan, Repúblikani sem hefur verið starfandi forsætisráðherra frá því Sargsjan sagði af sér, kallaði í gær eftir því að helstu stjórnmálaöfl kæmu að viðræðuborðinu til þess að leysa krísuna sem ríkir í landinu. „Við sjáum það öll að það er þörf á öguðum, faglegum og snörum vinnubrögðum til að leysa þessa deilu, óháð því hversu erfitt það gæti reynst,“ sagði í yfirlýsingu frá Karapetjan í gær.
Armenía Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00 Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00 Karapetjan tekur við af Sargsjan Karen Karapetjan, fyrsti varaforsætisráðherra Armeníu, er nú starfandi forsætisráðherra eftir að Sersj Sargsjan sagði af sér í gær. 24. apríl 2018 06:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00
Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00
Karapetjan tekur við af Sargsjan Karen Karapetjan, fyrsti varaforsætisráðherra Armeníu, er nú starfandi forsætisráðherra eftir að Sersj Sargsjan sagði af sér í gær. 24. apríl 2018 06:00