Sindri Þór leiddur fyrir dómara í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2018 17:01 Sindri Þór var handtekinn í götunni Damrak í Amsterdam fyrir rúmri viku. Vísir/Getty Sindri Þór Stefánsson, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Amsterdam undanfarna tíu daga, er kominn til landsins. Íslenskir lögreglumenn tóku á móti Sindra Þór í flugvél Icelandair, þangað sem hann var leiddur af hollenskum yfirvöldum. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson, verjandi hans, í samtali við Vísi. Í framhaldi af komunni til landsins var Sindri leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness rétt fyrir klukkan fimm. Reikna má með því að íslensk lögregluyfirvöld munu fara fram á gæsluvarðhald yfir Sindra Þór eða þá farbann. Sindri Þór var upphaflega handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði en í apríl var hann fluttur í opið fangelsi að Sogni að eigin ósk. Tíu dögum síðar flúði hann fangelsið að næturlagi á meðan dómari tók sér frest til að meta hvort úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald. Álitamál er hvort lögregla hafi haft heimild til að halda honum í fangelsi á meðan enginn úrskurður væri þess efnis. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt ljóst að engum eigi að halda í fangelsi án úrskurðar. Sindri er grunaður um aðild að þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Amsterdam undanfarna tíu daga, er kominn til landsins. Íslenskir lögreglumenn tóku á móti Sindra Þór í flugvél Icelandair, þangað sem hann var leiddur af hollenskum yfirvöldum. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson, verjandi hans, í samtali við Vísi. Í framhaldi af komunni til landsins var Sindri leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness rétt fyrir klukkan fimm. Reikna má með því að íslensk lögregluyfirvöld munu fara fram á gæsluvarðhald yfir Sindra Þór eða þá farbann. Sindri Þór var upphaflega handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði en í apríl var hann fluttur í opið fangelsi að Sogni að eigin ósk. Tíu dögum síðar flúði hann fangelsið að næturlagi á meðan dómari tók sér frest til að meta hvort úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald. Álitamál er hvort lögregla hafi haft heimild til að halda honum í fangelsi á meðan enginn úrskurður væri þess efnis. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt ljóst að engum eigi að halda í fangelsi án úrskurðar. Sindri er grunaður um aðild að þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira