Birkimelur með hjólastíg og þrengingum handan við hornið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2018 10:30 Frá framkvæmdunum við Birkimel á mánudag. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir eru langt komnar við Birkimel í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem göngu- og hjólreiðastígur hefur verið lagður vestan megin götunnar. Þá hefur gatan verið þrengd á tveimur stöðum auk þess sem hámarkshraði í götunni er nú 30 km/klst en var áður 50 km/klst. Upphaf framkvæmdarinnar má rekja til hugmyndar íbúa um að endurnýja gangstétt og gera hjólastíg í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Hugmyndin hlaut brautargengi og var kosin til framkvæmda. Verja átti tíu milljónum til framkvæmda sem fara áttu fram síðastliðið sumar samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma á heimasíðu borgarinnar. Umhverfis- og skipulagsráð tók verkefnið upp á sína arma og ákvað að ráðast í enn meiri endurbætur en hljóðuðu í tillögu íbúanna. Meðal annars bæta lýsingu með tillkomu nýrra ljósastaura og breikka stíginn sem er fjórir metrar á breidd. Þá var ákveðið að þrengja götuna við biðstöðvar strætisvagna með tilliti til öryggis og bættrar aðstöðu farþega. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu í gær þar sem unnið var að framkvæmdum eins og sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá hvernig gatan leit út fyrir breytingar. Í upphaflegri áætlun verkfræðistofunnar EFLU fyrir Reykjavíkurborg í fyrra kom fram að áætlaður kostnaður við verkefnið væri 115 milljónir króna. Niðurstaðan varð 55 milljóna króna framkvæmd.Frétt uppfærð klukkna 13:57 með nýjum upplýsingum frá Reykjavíkurborg um framkvæmdakostnað.Nýr Birkimelur horft í suður.Vísir/VilhelmBirkimelur eins og hann var, horft í norður.ReykjavíkurborgBirkimelur í fyrri mynd, horft í suður.ReykjavíkurborgÁ myndinni má sjá hvar gatan verður þrengd.Reykjavíkurborg Skipulag Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Framkvæmdir eru langt komnar við Birkimel í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem göngu- og hjólreiðastígur hefur verið lagður vestan megin götunnar. Þá hefur gatan verið þrengd á tveimur stöðum auk þess sem hámarkshraði í götunni er nú 30 km/klst en var áður 50 km/klst. Upphaf framkvæmdarinnar má rekja til hugmyndar íbúa um að endurnýja gangstétt og gera hjólastíg í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Hugmyndin hlaut brautargengi og var kosin til framkvæmda. Verja átti tíu milljónum til framkvæmda sem fara áttu fram síðastliðið sumar samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma á heimasíðu borgarinnar. Umhverfis- og skipulagsráð tók verkefnið upp á sína arma og ákvað að ráðast í enn meiri endurbætur en hljóðuðu í tillögu íbúanna. Meðal annars bæta lýsingu með tillkomu nýrra ljósastaura og breikka stíginn sem er fjórir metrar á breidd. Þá var ákveðið að þrengja götuna við biðstöðvar strætisvagna með tilliti til öryggis og bættrar aðstöðu farþega. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu í gær þar sem unnið var að framkvæmdum eins og sjá má hér að ofan. Að neðan má sjá hvernig gatan leit út fyrir breytingar. Í upphaflegri áætlun verkfræðistofunnar EFLU fyrir Reykjavíkurborg í fyrra kom fram að áætlaður kostnaður við verkefnið væri 115 milljónir króna. Niðurstaðan varð 55 milljóna króna framkvæmd.Frétt uppfærð klukkna 13:57 með nýjum upplýsingum frá Reykjavíkurborg um framkvæmdakostnað.Nýr Birkimelur horft í suður.Vísir/VilhelmBirkimelur eins og hann var, horft í norður.ReykjavíkurborgBirkimelur í fyrri mynd, horft í suður.ReykjavíkurborgÁ myndinni má sjá hvar gatan verður þrengd.Reykjavíkurborg
Skipulag Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira