Umboðsmaður Íslands segir Ara standa einan Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2018 14:38 Einar Bárðarson fer yfir málin nú þegar Eurovisionkeppnin er handan horns. Hann segir Ara standa einan og hvetur þjóðina til að standa með sínum manni. Einar Bárðarson, sem nú starfar sem samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir Ara Ólafsson standa einan á sviðinu í Eurovision-keppninni á eftir. Einar áttar sig ekki hvort það er kostur eða galli. Fáir eru eins fróðir um Eurovision-söngvakeppnina og Einar, sem á árum áður var kallaður umboðsmaður Íslands, vegna umfangsmikilla starfa sinna í tónlistargeiranum. Sjálfur átti hann lag í keppninni 2001, Angel sem Two Tricky flutti eftirminnilega. Einar birtir eftirtektarverðan pistil á Fb-síðu sinni þar sem hann rýnir í stöðu mála nú þegar líður að því að Ari stígi á svið, uppúr klukkan 19 á eftir, pistil sem Vísir étur upp án þess að depla auga. Enda eru skilaboð Einars holl og góð.Ari einn sem er kostur og galliEinar segir að þjóðin hafi ekki fylkt sér að baki þessa lags og flytjanda eins sem áður. „Því fylgja kostir og gallar fyrir unga manninn. Honum finnst kannski hann bera ábyrgð á því og finnst hann þurfa að róa þyngri róður fyrir vikið sem getur lagst misvel í ungan óharðnaðan einstakling. Á hinn bóginn má segja að hann sé alveg frjáls við óyfirstíganlegar væntingar þjóðarinnar sem er erfiður kaleikur úr að drekka.“ Fróðlegt er að sjá þetta með hinu glögga og næma auga umboðsmannsins:Ari vaxið gríðarlega í áliti hjá Einari„Þessi ungi maður hefur vaxið gríðarlega í áliti hjá mér eftir því sem ég sé meira til hans,“ segir Einar. Og heldur áfram:„Hann er flottur fánaberi fyrir okkar hönd. Lagahöfundurinn stendur sig líka afskaplega vel og vinnur sinn þátt af miklum metnaði. Höfum það í huga í kvöld, hvernig sem fer að þetta fólk hefur lagt allt sitt í verkefnið og fylgir því með miklum sóma. Persónu töfrarnir hans hafa skilað sér mjög vel í kynningarvinnunni þeirra núna í aðdraganda keppninnar og vikunnar úti í Lissabon.“Lagið alls ekki glataðOg Einar syndir ódeigur gegn strauminum þegar hann fullyrðir að því fari fjarri að lagið sem Ari flytur sé glatað.Lagið er ekki vont eða glatað eins og margir háværir samfélagsmiðlarar vilja halda fram. En hvort lagið er nógu gott til að fara áfram fer svoldið eftir því hvort hinn lögin séu betri. Það kemur svo í ljós í kvöld. „En örlög lagsins í kvöld munu algerlega ráðast af því hvernig Ara og hópnum tekst til við flutninginn.“ Og Einar lýkur pistli sínum á uppbyggilegum nótum eins og honum einum er lagið: „Persónutöfrar Ara eru hans stóra leynivopn og hef hann kemst áfram í kvöld þá eru þeir sem að báru lagið áfram i úrslitin. Sendum honum góða strauma hann þarf á því að halda og á þá skilið.“Vörumst palladómana Og Einar biður fólk að gæta hófs í skrifum sínum á samfélagsmiðlum en það er ekki síst á Twitter sem þeir sem láta hafa sig út í það að koma fram opinberlega er hent fyrir ljónin. Þar ríkir sannkölluð veisla þegar Eurovision er yfirstandandi. „Áður en við byrjum svo að skrifa álit okkar á samfélagsmiðlanna í kvöld, eftir keppni, þá bið ég ykkur að hafa það í huga að drengurinn er 19 ára og þið hafið aldrei unnið Eurovison lokakeppnina frekar en aðrir íslendingar,“ segir Einar og lætur broskall fylgja og óskar landsmönnum góðrar skemmtunar. Vísir tekur að sjálfsögðu undir þessi uppbyggilegu orð Einars og bendir á að Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis, er á staðnum, úti í Lissabon í Portúgal, og mun ekkert fara fram hjá vökulu auga hans. Eurovision Tengdar fréttir Bjartsýnn fyrir kvöldið Í kvöld er komið að stóru stundinni hjá Ara Ólafssyni og laginu Our Choice þegar fyrri undanúrslitariðillinn í Eurovision fer fram. Ari segir Eurovision-heiminn vera mun stærri en hann óraði fyrir. 8. maí 2018 06:00 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Einar Bárðarson, sem nú starfar sem samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir Ara Ólafsson standa einan á sviðinu í Eurovision-keppninni á eftir. Einar áttar sig ekki hvort það er kostur eða galli. Fáir eru eins fróðir um Eurovision-söngvakeppnina og Einar, sem á árum áður var kallaður umboðsmaður Íslands, vegna umfangsmikilla starfa sinna í tónlistargeiranum. Sjálfur átti hann lag í keppninni 2001, Angel sem Two Tricky flutti eftirminnilega. Einar birtir eftirtektarverðan pistil á Fb-síðu sinni þar sem hann rýnir í stöðu mála nú þegar líður að því að Ari stígi á svið, uppúr klukkan 19 á eftir, pistil sem Vísir étur upp án þess að depla auga. Enda eru skilaboð Einars holl og góð.Ari einn sem er kostur og galliEinar segir að þjóðin hafi ekki fylkt sér að baki þessa lags og flytjanda eins sem áður. „Því fylgja kostir og gallar fyrir unga manninn. Honum finnst kannski hann bera ábyrgð á því og finnst hann þurfa að róa þyngri róður fyrir vikið sem getur lagst misvel í ungan óharðnaðan einstakling. Á hinn bóginn má segja að hann sé alveg frjáls við óyfirstíganlegar væntingar þjóðarinnar sem er erfiður kaleikur úr að drekka.“ Fróðlegt er að sjá þetta með hinu glögga og næma auga umboðsmannsins:Ari vaxið gríðarlega í áliti hjá Einari„Þessi ungi maður hefur vaxið gríðarlega í áliti hjá mér eftir því sem ég sé meira til hans,“ segir Einar. Og heldur áfram:„Hann er flottur fánaberi fyrir okkar hönd. Lagahöfundurinn stendur sig líka afskaplega vel og vinnur sinn þátt af miklum metnaði. Höfum það í huga í kvöld, hvernig sem fer að þetta fólk hefur lagt allt sitt í verkefnið og fylgir því með miklum sóma. Persónu töfrarnir hans hafa skilað sér mjög vel í kynningarvinnunni þeirra núna í aðdraganda keppninnar og vikunnar úti í Lissabon.“Lagið alls ekki glataðOg Einar syndir ódeigur gegn strauminum þegar hann fullyrðir að því fari fjarri að lagið sem Ari flytur sé glatað.Lagið er ekki vont eða glatað eins og margir háværir samfélagsmiðlarar vilja halda fram. En hvort lagið er nógu gott til að fara áfram fer svoldið eftir því hvort hinn lögin séu betri. Það kemur svo í ljós í kvöld. „En örlög lagsins í kvöld munu algerlega ráðast af því hvernig Ara og hópnum tekst til við flutninginn.“ Og Einar lýkur pistli sínum á uppbyggilegum nótum eins og honum einum er lagið: „Persónutöfrar Ara eru hans stóra leynivopn og hef hann kemst áfram í kvöld þá eru þeir sem að báru lagið áfram i úrslitin. Sendum honum góða strauma hann þarf á því að halda og á þá skilið.“Vörumst palladómana Og Einar biður fólk að gæta hófs í skrifum sínum á samfélagsmiðlum en það er ekki síst á Twitter sem þeir sem láta hafa sig út í það að koma fram opinberlega er hent fyrir ljónin. Þar ríkir sannkölluð veisla þegar Eurovision er yfirstandandi. „Áður en við byrjum svo að skrifa álit okkar á samfélagsmiðlanna í kvöld, eftir keppni, þá bið ég ykkur að hafa það í huga að drengurinn er 19 ára og þið hafið aldrei unnið Eurovison lokakeppnina frekar en aðrir íslendingar,“ segir Einar og lætur broskall fylgja og óskar landsmönnum góðrar skemmtunar. Vísir tekur að sjálfsögðu undir þessi uppbyggilegu orð Einars og bendir á að Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis, er á staðnum, úti í Lissabon í Portúgal, og mun ekkert fara fram hjá vökulu auga hans.
Eurovision Tengdar fréttir Bjartsýnn fyrir kvöldið Í kvöld er komið að stóru stundinni hjá Ara Ólafssyni og laginu Our Choice þegar fyrri undanúrslitariðillinn í Eurovision fer fram. Ari segir Eurovision-heiminn vera mun stærri en hann óraði fyrir. 8. maí 2018 06:00 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Bjartsýnn fyrir kvöldið Í kvöld er komið að stóru stundinni hjá Ara Ólafssyni og laginu Our Choice þegar fyrri undanúrslitariðillinn í Eurovision fer fram. Ari segir Eurovision-heiminn vera mun stærri en hann óraði fyrir. 8. maí 2018 06:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“