Að sækja vatnið yfir hafið Davíð Þorláksson skrifar 9. maí 2018 07:00 Fréttablaðið birti nýverið viðtal við Leif Aðalsteinsson sem er á biðlista eftir liðskiptaaðgerð. Eftir 2,5 mánuði fær hann svar um að hann fái viðtal við bæklunarlækni eftir 5-6 mánuði. Um 1.100 manns voru á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum í hnjám og mjöðmum í febrúar. Margt þetta fólk þjáist ekki bara á líkama heldur veldur þetta líka félagslegri einangrun þar sem vilji og geta til mannlegra samskipta minnkar. Þegar Leifur er búinn að bíða og þjást í meira en þrjá mánuði býðst honum að fara í aðgerð til Svíþjóðar sem er að fullu greidd af Sjúkratryggingum. Klíníkin er íslenskt einkasjúkrahús sem hefur gert fjölda slíkra aðgerða. Kostnaðurinn er þriðjungur af kostnaðinum við að senda Leif í aðgerð til Svíþjóðar. Samt vilja stjórnvöld ekki gera samning við Klíníkina um að hún annist slíkar aðgerðir fyrir þau. Ástæðan er sú kredda sem birtist í ótta stjórnmálamanna við einkarekstur. Þeir vilja frekar leggja í hærri kostnað til að erlent ríkissjúkrahús sinni aðgerð heldur en íslenskt einkasjúkrahús. Norðurlöndin eru löngu búin að fatta að einkarekstur styttir bið, bætir þjónustu og minnkar kostnað. T.d. eru aðeins 16 prósent heilsugæslu á Íslandi einkarekin á meðan hlutfallið er 20 prósent í Svíþjóð, 80 í Noregi og 100 prósent í Danmörku. Stundum eru það íslenskir læknar sem framkvæma aðgerðirnar í hlutastörfum ytra. Jafnvel eru dæmi um að sjúklingur og læknir fari utan í sömu flugvél á okkar kostnað. Þar er ekki bara verið að sækja vatnið yfir lækinn, heldur yfir hafið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti nýverið viðtal við Leif Aðalsteinsson sem er á biðlista eftir liðskiptaaðgerð. Eftir 2,5 mánuði fær hann svar um að hann fái viðtal við bæklunarlækni eftir 5-6 mánuði. Um 1.100 manns voru á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum í hnjám og mjöðmum í febrúar. Margt þetta fólk þjáist ekki bara á líkama heldur veldur þetta líka félagslegri einangrun þar sem vilji og geta til mannlegra samskipta minnkar. Þegar Leifur er búinn að bíða og þjást í meira en þrjá mánuði býðst honum að fara í aðgerð til Svíþjóðar sem er að fullu greidd af Sjúkratryggingum. Klíníkin er íslenskt einkasjúkrahús sem hefur gert fjölda slíkra aðgerða. Kostnaðurinn er þriðjungur af kostnaðinum við að senda Leif í aðgerð til Svíþjóðar. Samt vilja stjórnvöld ekki gera samning við Klíníkina um að hún annist slíkar aðgerðir fyrir þau. Ástæðan er sú kredda sem birtist í ótta stjórnmálamanna við einkarekstur. Þeir vilja frekar leggja í hærri kostnað til að erlent ríkissjúkrahús sinni aðgerð heldur en íslenskt einkasjúkrahús. Norðurlöndin eru löngu búin að fatta að einkarekstur styttir bið, bætir þjónustu og minnkar kostnað. T.d. eru aðeins 16 prósent heilsugæslu á Íslandi einkarekin á meðan hlutfallið er 20 prósent í Svíþjóð, 80 í Noregi og 100 prósent í Danmörku. Stundum eru það íslenskir læknar sem framkvæma aðgerðirnar í hlutastörfum ytra. Jafnvel eru dæmi um að sjúklingur og læknir fari utan í sömu flugvél á okkar kostnað. Þar er ekki bara verið að sækja vatnið yfir lækinn, heldur yfir hafið.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar