Nýttu sér forkaupsrétt að bréfunum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. maí 2018 06:00 Jarðböðin við Mývatn hafa notið vaxandi vinsælda. Vísir/VIlhelm Fjárfestingarfélagið Tækifæri hefur ákveðið að nýta sér forkaupsrétt að tæplega þriggja prósenta hlut í Jarðböðunum við Mývatn. Eftir viðskiptin á félagið ríflega 43 prósenta eignarhlut í baðstaðnum sem er metinn á um 1.950 milljónir króna. Forkaupsrétturinn virkjaðist í vetur þegar gert var tilboð í um 6,5 prósenta hlut Skútustaðahrepps og nokkurra minni hluthafa í Jarðböðunum. Hlutirnir voru settir í söluferli í janúar, sem fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með, en stjórn Tækifæris samþykkti að nýta sér forkaupsréttinn í síðasta mánuði. Tækifæri, sem er stærsti hluthafi Jarðbaðanna, átti í lok síðasta árs 40,6 prósenta hlut í félaginu sem metinn var á liðlega 1.827 milljónir króna. Fram kemur í nýbirtum ársreikningi Tækifæris að umrætt virðismat byggi á tilboðinu sem gert var í áðurnefndan 6,5 prósenta eignarhlut í febrúar síðastliðnum. Telur fjárfestingafélagið viðskiptin besta tiltæka mælikvarðann á gangvirði eignarhlutarins í árslok 2017. Eins og fram kom í Markaðinum í síðustu viku voru Jarðböðin metin á um 4,5 milljarða króna um síðustu áramót og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. Til samanburðar var baðstaðurinn metinn á um 900 milljónir í lok árs 2014. Tækifæri er sem fyrr segir stærsti hluthafi Jarðbaðanna en aðrir hluthafar eru meðal annars félag í eigu Bláa lónsins og Landsvirkjun. Um 220 þúsund manns heimsóttu baðstaðinn í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Jarðböðin við Mývatn metin á 4,5 milljarða Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. 2. maí 2018 06:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Tækifæri hefur ákveðið að nýta sér forkaupsrétt að tæplega þriggja prósenta hlut í Jarðböðunum við Mývatn. Eftir viðskiptin á félagið ríflega 43 prósenta eignarhlut í baðstaðnum sem er metinn á um 1.950 milljónir króna. Forkaupsrétturinn virkjaðist í vetur þegar gert var tilboð í um 6,5 prósenta hlut Skútustaðahrepps og nokkurra minni hluthafa í Jarðböðunum. Hlutirnir voru settir í söluferli í janúar, sem fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með, en stjórn Tækifæris samþykkti að nýta sér forkaupsréttinn í síðasta mánuði. Tækifæri, sem er stærsti hluthafi Jarðbaðanna, átti í lok síðasta árs 40,6 prósenta hlut í félaginu sem metinn var á liðlega 1.827 milljónir króna. Fram kemur í nýbirtum ársreikningi Tækifæris að umrætt virðismat byggi á tilboðinu sem gert var í áðurnefndan 6,5 prósenta eignarhlut í febrúar síðastliðnum. Telur fjárfestingafélagið viðskiptin besta tiltæka mælikvarðann á gangvirði eignarhlutarins í árslok 2017. Eins og fram kom í Markaðinum í síðustu viku voru Jarðböðin metin á um 4,5 milljarða króna um síðustu áramót og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. Til samanburðar var baðstaðurinn metinn á um 900 milljónir í lok árs 2014. Tækifæri er sem fyrr segir stærsti hluthafi Jarðbaðanna en aðrir hluthafar eru meðal annars félag í eigu Bláa lónsins og Landsvirkjun. Um 220 þúsund manns heimsóttu baðstaðinn í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Jarðböðin við Mývatn metin á 4,5 milljarða Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. 2. maí 2018 06:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn metin á 4,5 milljarða Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. 2. maí 2018 06:00
Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00
Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00