Sumar? Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. apríl 2018 10:00 Árstíðirnar á Íslandi eru aðeins tvær; vetur og haust. Hvort er mörlandinn þá einfaldlega tröllheimskur eða drifinn áfram af óbilandi bjartsýni og fullkominni afneitun á reynslu kynslóðanna þegar hann flykkist í taumlausri gleði út á göturnar undir lúðrablæstri og fagnar komu sumars í lok apríl? Við höfum þó ærið tilefni til þess að fagna á fyrsta degi hörpu, sem er samkvæmt gamla norræna tímatalinu fyrsti sumarmánuðurinn af sex! Ókei, við erum pínu klikk en mögulega hefur þessi bjartsýnisveila haldið okkur á lífi í gegnum myrkar og botnfrosnar aldirnar á Íslandi. Geðslag þjóðarsálarinnar er beintengt náttúrunni og auðvitað verður maður dapur, geðvondur og þungur á sér og í lund í drullukulda og kolniðamyrkri mánuðum saman. En meira að segja mitt krónískt fúla geð léttist þegar ég get lagt blýþunga hermannaklossana mína, með grófmynstruðu og negldu gúmmísólunum, á hilluna og troðið mér í fisléttar Converse-strigatúttur. Mér finnst eins og ég gangi í lausu lofti. Hjartað ólmast, eins og kanarífugl á amfetamíni, og reynir að sprengja utan af sér rimla brjóstholsins. Flögra bara eitthvert út í buskann, elska heitt og njóta þess að lifa. Frjáls. Við erum bara einfaldlega ekkert hallærisleg þegar við tökum sumri fagnandi í apríl þegar andi okkar losnar úr klakaböndunum. Við erum að fagna lífinu sjálfu í allri sinni dýrð. Þjóð sem hefur þraukað frá örófi alda í landi sem hefur lagt sig fram um að drepa hana, bæði líkamlega og andlega, hefur fulla ástæðu til þess að fagna eins og fífl þegar daginn tekur að lengja og fuglarnir syngja bjartar næturnar langar. Gleðilegt sumar! Í apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árstíðirnar á Íslandi eru aðeins tvær; vetur og haust. Hvort er mörlandinn þá einfaldlega tröllheimskur eða drifinn áfram af óbilandi bjartsýni og fullkominni afneitun á reynslu kynslóðanna þegar hann flykkist í taumlausri gleði út á göturnar undir lúðrablæstri og fagnar komu sumars í lok apríl? Við höfum þó ærið tilefni til þess að fagna á fyrsta degi hörpu, sem er samkvæmt gamla norræna tímatalinu fyrsti sumarmánuðurinn af sex! Ókei, við erum pínu klikk en mögulega hefur þessi bjartsýnisveila haldið okkur á lífi í gegnum myrkar og botnfrosnar aldirnar á Íslandi. Geðslag þjóðarsálarinnar er beintengt náttúrunni og auðvitað verður maður dapur, geðvondur og þungur á sér og í lund í drullukulda og kolniðamyrkri mánuðum saman. En meira að segja mitt krónískt fúla geð léttist þegar ég get lagt blýþunga hermannaklossana mína, með grófmynstruðu og negldu gúmmísólunum, á hilluna og troðið mér í fisléttar Converse-strigatúttur. Mér finnst eins og ég gangi í lausu lofti. Hjartað ólmast, eins og kanarífugl á amfetamíni, og reynir að sprengja utan af sér rimla brjóstholsins. Flögra bara eitthvert út í buskann, elska heitt og njóta þess að lifa. Frjáls. Við erum bara einfaldlega ekkert hallærisleg þegar við tökum sumri fagnandi í apríl þegar andi okkar losnar úr klakaböndunum. Við erum að fagna lífinu sjálfu í allri sinni dýrð. Þjóð sem hefur þraukað frá örófi alda í landi sem hefur lagt sig fram um að drepa hana, bæði líkamlega og andlega, hefur fulla ástæðu til þess að fagna eins og fífl þegar daginn tekur að lengja og fuglarnir syngja bjartar næturnar langar. Gleðilegt sumar! Í apríl.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun