Krúttlega Ísland Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 21. apríl 2018 10:00 Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar er um margt lýsandi fyrir okkar litlu og saklausu þjóð. Maður situr í fangelsi og fær þá hugmynd um miðja nótt að láta sig hverfa úr fangelsinu. Hann kaupir flugmiða á netinu, hringir í leigubíl og tekur næstu vél úr landi, en svo vill til að forsætisráðherra er einnig um borð. Engan grunar neitt í fangelsinu fyrr en morguninn eftir að tekið er eftir því að maðurinn er horfinn. Fangelsismálastjóri lætur þá taka viðtal við sig en virkar fremur ráðalaus íklæddur sumardressi í vorhretinu með hálflagðan kapal í bakgrunni. Ekkert gengur að hafa uppi á strokufanganum fyrr en hann sendir bréf á dagblað í bænum og segir mannskapnum að anda rólega, enda komi hann heim fljótlega. Allt ratar þetta svo í erlenda fjölmiðla sem telja það stórmerkilegt að strokufanginn hafi deilt flugvél með forsætisráðherra. Undirtónninn er háðskur og gefur í skyn einhvers konar krúttlega sveitamennsku. Sennilega er það bara gott mál, enda vandamál okkar tiltölulega fá og smá í alþjóðlegu samhengi, og hreinleikinn og sakleysið sennilega eitt af því sem gerir landið okkar að eftirtektarverðum áfangastað. En hvor upplifunin af Íslandi er rétt, er það sú sem BBC og fleiri erlendir miðlar hafa teiknað upp í tengslum við strokufangamálið, eða er það raunsannari lýsing sem hér hefur heyrst og þá yfirleitt frá forsvarsmönnum löggæslumála, að Ísland sé ekki lengur lítið og saklaust land? Verjast verði alþjóðlegu hryðjuverkaógninni og erlendum glæpagengjum sem hér starfi í síauknum mæli? Úr sömu átt heyrist reglulega að nauðsynlegt sé að vopna lögregluna, og raunar hefur sú vopnavæðing gengið svo langt að síðasta sumar sást til lögreglumanna með alvæpni á fjölskylduhátíðum. Sænski læknirinn og tölfræðisnillingurinn Hans Rosling sýndi fram á að þrátt fyrir síbylju um annað stenst sú skoðun ekki að heimur fari versnandi. Þvert á móti, hryðjuverkaógn fer minnkandi, ofbeldi sömuleiðis styrjöldum fækkar. Mannlífið er almennt friðsælla en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Hins vegar er það svo að sumir stjórnmálaleiðtogar víðsvegar um heim hagnast á því að mála tilveruna dökkum litum. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum voðaverkum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til vargaldar. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd heims samfleytt í heilan áratug, og hefur frekar aukið á forskot sitt en hitt. Lögreglan ætti að líta á þessa tölfræði með stolti. Áhersla í löggæslumálum á Íslandi hefur í sögulegu ljósi verið á almenna löggæslu. Enda er ímynd almennra lögreglumanna með eindæmum góð. Tilfinningin er aftur á móti sú að undanfarin ár hafi verið vikið af þeirri braut, og áherslan færst yfir á gæluverkefni og vopnabrask. Græjudella á sér margar birtingarmyndir. Frekar ætti að forgangsraða þannig að fjármagn fari í hina almennu löggæslu. Alþjóðlegir mælikvarðar sýna að við höfum haldið ágætlega á spöðunum gegnum árin. Er ekki myndin sem birtist af okkur í heimspressunni í tengslum við strokufangamálið bara eftirsóknarverð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar er um margt lýsandi fyrir okkar litlu og saklausu þjóð. Maður situr í fangelsi og fær þá hugmynd um miðja nótt að láta sig hverfa úr fangelsinu. Hann kaupir flugmiða á netinu, hringir í leigubíl og tekur næstu vél úr landi, en svo vill til að forsætisráðherra er einnig um borð. Engan grunar neitt í fangelsinu fyrr en morguninn eftir að tekið er eftir því að maðurinn er horfinn. Fangelsismálastjóri lætur þá taka viðtal við sig en virkar fremur ráðalaus íklæddur sumardressi í vorhretinu með hálflagðan kapal í bakgrunni. Ekkert gengur að hafa uppi á strokufanganum fyrr en hann sendir bréf á dagblað í bænum og segir mannskapnum að anda rólega, enda komi hann heim fljótlega. Allt ratar þetta svo í erlenda fjölmiðla sem telja það stórmerkilegt að strokufanginn hafi deilt flugvél með forsætisráðherra. Undirtónninn er háðskur og gefur í skyn einhvers konar krúttlega sveitamennsku. Sennilega er það bara gott mál, enda vandamál okkar tiltölulega fá og smá í alþjóðlegu samhengi, og hreinleikinn og sakleysið sennilega eitt af því sem gerir landið okkar að eftirtektarverðum áfangastað. En hvor upplifunin af Íslandi er rétt, er það sú sem BBC og fleiri erlendir miðlar hafa teiknað upp í tengslum við strokufangamálið, eða er það raunsannari lýsing sem hér hefur heyrst og þá yfirleitt frá forsvarsmönnum löggæslumála, að Ísland sé ekki lengur lítið og saklaust land? Verjast verði alþjóðlegu hryðjuverkaógninni og erlendum glæpagengjum sem hér starfi í síauknum mæli? Úr sömu átt heyrist reglulega að nauðsynlegt sé að vopna lögregluna, og raunar hefur sú vopnavæðing gengið svo langt að síðasta sumar sást til lögreglumanna með alvæpni á fjölskylduhátíðum. Sænski læknirinn og tölfræðisnillingurinn Hans Rosling sýndi fram á að þrátt fyrir síbylju um annað stenst sú skoðun ekki að heimur fari versnandi. Þvert á móti, hryðjuverkaógn fer minnkandi, ofbeldi sömuleiðis styrjöldum fækkar. Mannlífið er almennt friðsælla en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Hins vegar er það svo að sumir stjórnmálaleiðtogar víðsvegar um heim hagnast á því að mála tilveruna dökkum litum. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum voðaverkum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til vargaldar. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd heims samfleytt í heilan áratug, og hefur frekar aukið á forskot sitt en hitt. Lögreglan ætti að líta á þessa tölfræði með stolti. Áhersla í löggæslumálum á Íslandi hefur í sögulegu ljósi verið á almenna löggæslu. Enda er ímynd almennra lögreglumanna með eindæmum góð. Tilfinningin er aftur á móti sú að undanfarin ár hafi verið vikið af þeirri braut, og áherslan færst yfir á gæluverkefni og vopnabrask. Græjudella á sér margar birtingarmyndir. Frekar ætti að forgangsraða þannig að fjármagn fari í hina almennu löggæslu. Alþjóðlegir mælikvarðar sýna að við höfum haldið ágætlega á spöðunum gegnum árin. Er ekki myndin sem birtist af okkur í heimspressunni í tengslum við strokufangamálið bara eftirsóknarverð?
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar