Tíu ár frá gas, gas, gas Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Sturla Jónsson við mótmæli í Ártúnsbrekku í mars 2008. Vísir/Arnþór Áratugur er í dag liðinn frá því að vörubílstjórar lokuðu Suðurlandsvegi við Olís. Mótmælin voru þau stærstu í mótmælaröð vörubílstjóra og sá lögregla sig knúna til að beita piparúða á mótmælendur til að ná stjórn á vettvangi. Á þessum tíma börðust vörubílstjórar fyrir breytingum á reglum um hvíldartíma, lækkun álagna á eldsneyti og endurskoðun nýrra reglna um endurnýjun á meiraprófsréttindum svo fátt eitt sé nefnt.Hér fyrir neðan má sjá kvöldfréttatíma Stöðvar 2 frá 23. apríl 2008.Nú, áratug síðar, segir Sturla Jónsson, talsmaður mótmælenda og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að ástandið hafi versnað. „Það er sérstakt hvernig við látum fara með okkur. Maður veltir því fyrir sér af hverju þrælsóttinn í þjóðinni er svona ofboðslegur,“ segir hann. Sturla segir að hann minni að bensínlítrinn hafi verið í kringum 89 krónur þegar mótmælin fóru fram, lítri af dísilolíu um tuttugu krónum ódýrari. Í gær voru hins vegar lítrarnir báðir yfir 200 krónum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þessi hækkun er búin að hafa mikil áhrif á vísitöluna, svona varðandi lánin hjá okkur og bara allt annað í landinu,“ segir Sturla.Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar lögreglumenn beittu piparúða og vöruðu við með orðunum „gas, gas, gas“ eins og frægt er orðið.Sturla bætir því við að til samanburðar sé lítrinn seldur á innan við sextíu krónur víða í Bandaríkjunum. „Þetta er búið að fara mjög illa með okkur. Það er bara svoleiðis. 2008 kostaði hvað, þrjátíu þúsund krónur rúmlega að fylla á tankinn á vörubíl? Sami tankur í dag er á rúmlega hundrað þúsund,“ segir Sturla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Áratugur er í dag liðinn frá því að vörubílstjórar lokuðu Suðurlandsvegi við Olís. Mótmælin voru þau stærstu í mótmælaröð vörubílstjóra og sá lögregla sig knúna til að beita piparúða á mótmælendur til að ná stjórn á vettvangi. Á þessum tíma börðust vörubílstjórar fyrir breytingum á reglum um hvíldartíma, lækkun álagna á eldsneyti og endurskoðun nýrra reglna um endurnýjun á meiraprófsréttindum svo fátt eitt sé nefnt.Hér fyrir neðan má sjá kvöldfréttatíma Stöðvar 2 frá 23. apríl 2008.Nú, áratug síðar, segir Sturla Jónsson, talsmaður mótmælenda og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að ástandið hafi versnað. „Það er sérstakt hvernig við látum fara með okkur. Maður veltir því fyrir sér af hverju þrælsóttinn í þjóðinni er svona ofboðslegur,“ segir hann. Sturla segir að hann minni að bensínlítrinn hafi verið í kringum 89 krónur þegar mótmælin fóru fram, lítri af dísilolíu um tuttugu krónum ódýrari. Í gær voru hins vegar lítrarnir báðir yfir 200 krónum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þessi hækkun er búin að hafa mikil áhrif á vísitöluna, svona varðandi lánin hjá okkur og bara allt annað í landinu,“ segir Sturla.Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar lögreglumenn beittu piparúða og vöruðu við með orðunum „gas, gas, gas“ eins og frægt er orðið.Sturla bætir því við að til samanburðar sé lítrinn seldur á innan við sextíu krónur víða í Bandaríkjunum. „Þetta er búið að fara mjög illa með okkur. Það er bara svoleiðis. 2008 kostaði hvað, þrjátíu þúsund krónur rúmlega að fylla á tankinn á vörubíl? Sami tankur í dag er á rúmlega hundrað þúsund,“ segir Sturla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira