Spyr hvaða reglur gildi um umræður stofnana á samfélagsmiðlum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Hvað mega opinberar stofnanir gera á Facebook? Að því vill Helgi Hrafn Gunnarsson komast. Skjáskot Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvaða reglur gilda um notkun og þátttöku ríkisstofnana í umræðum á samfélagsmiðlum. Þetta er meðal þess sem felst í fyrirspurn hans til forsætisráðherra. Fyrirspurninni hefur enn ekki verið dreift á Alþingi en Helgi greinir frá henni í þræði á Pírataspjallinu á Facebook. Þráðurinn varðar fyrirspurn lyfjafræðingsins Daða Freys Ingólfssonar, sem skipaði 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík norður síðasta haust, um það hvaða rétt ríkisstofnun hefur til að ákveða hverjir megi kommentera á Facebook-síðu þeirra.Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Vilhelm„Nú hef ég nýlega verið blokkaður af Facebook-síðu Lyfjastofnunar fyrir að vera ósammála nokkrum ákvörðunum sem þeir eru að flagga á veggnum hjá sér,“ ritar Daði. Í skeytum sínum gagnrýndi hann stuðning stofnunarinnar við rafrettufrumvarpið svokallaða svo og flokkun hennar á kannabídíól sem lyfjaefni. „Ég var alltaf að vonast til að fá allavega einhver smá viðbrögð en fékk bara block í staðinn.“ Beindi Daði í kjölfarið spurningu til velferðarráðuneytisins um hvort stofnuninni væri þetta heimilt. Svarið var á þann veg að stjórnvöldum væri í sjálfsvald sett hvernig þær hagi aðgangsstýringum á samfélagsmiðlum sínum enda sé ekki um stjórnvaldsákvarðanir að ræða. Fyrirspurn Helga Hrafns, sem spratt upp af samskiptunum, er í þremur töluliðum og snýr líka að því hvaða rétt borgarinn hafi til að tjá sig á svæðum stofnana og hvort stofnuninni beri skylda til að svara. „Þessi spurning verður eiginlega áhugaverðari því meira sem maður pælir í henni,“ ritar Helgi á Pírataspjallinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvaða reglur gilda um notkun og þátttöku ríkisstofnana í umræðum á samfélagsmiðlum. Þetta er meðal þess sem felst í fyrirspurn hans til forsætisráðherra. Fyrirspurninni hefur enn ekki verið dreift á Alþingi en Helgi greinir frá henni í þræði á Pírataspjallinu á Facebook. Þráðurinn varðar fyrirspurn lyfjafræðingsins Daða Freys Ingólfssonar, sem skipaði 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík norður síðasta haust, um það hvaða rétt ríkisstofnun hefur til að ákveða hverjir megi kommentera á Facebook-síðu þeirra.Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Vilhelm„Nú hef ég nýlega verið blokkaður af Facebook-síðu Lyfjastofnunar fyrir að vera ósammála nokkrum ákvörðunum sem þeir eru að flagga á veggnum hjá sér,“ ritar Daði. Í skeytum sínum gagnrýndi hann stuðning stofnunarinnar við rafrettufrumvarpið svokallaða svo og flokkun hennar á kannabídíól sem lyfjaefni. „Ég var alltaf að vonast til að fá allavega einhver smá viðbrögð en fékk bara block í staðinn.“ Beindi Daði í kjölfarið spurningu til velferðarráðuneytisins um hvort stofnuninni væri þetta heimilt. Svarið var á þann veg að stjórnvöldum væri í sjálfsvald sett hvernig þær hagi aðgangsstýringum á samfélagsmiðlum sínum enda sé ekki um stjórnvaldsákvarðanir að ræða. Fyrirspurn Helga Hrafns, sem spratt upp af samskiptunum, er í þremur töluliðum og snýr líka að því hvaða rétt borgarinn hafi til að tjá sig á svæðum stofnana og hvort stofnuninni beri skylda til að svara. „Þessi spurning verður eiginlega áhugaverðari því meira sem maður pælir í henni,“ ritar Helgi á Pírataspjallinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira