Staða RÚV og fjölmiðlun til framtíðar Magnús Geir Þórðarson skrifar 24. apríl 2018 16:15 Við lifum á tímum mikilvægra breytinga í fjölmiðlun og menningu þar sem aðgengi fólks að erlendu afþreyingarefni hefur aldrei verið meira í gegnum alþjóðlega fjölmiðlarisa og efnisveitur. Allir fjölmiðlar, og RÚV þar á meðal, þurfa að taka mið af þessum breytingum og bregðast við. Á aðalfundi Ríkisútvarpsins ohf. í gær var farið yfir stöðu RÚV og fjölmiðlunar á Íslandi. Nýjar áherslur skila árangri Tölur fyrir árið 2017, sem kynntar voru á fundinum, sýna að aukin áhersla á sérstöðu Ríkisútvarpsins skilar sér í jákvæðara viðhorfi almennings en áður hefur mælst í könnunum. Innlent efni, menningarefni og þjónusta við börn er í stöðugum forgangi í dagskrá. Vinsælasta dagskrárefni landsins eru íslenskir þættir á dagskrá RÚV sem Íslendingar njóta dag hvern og sem fyrr nýtur RÚV yfirburðatrausts meðal fjölmiðla. RÚV leggur nú höfuðáherslu á vandað íslenskt efni úr okkar nærumhverfi, á okkar móðurmáli. Sögur sem hreyfa við okkur og setja umheiminn í samhengi, sögur sem spegla mannlífið á Íslandi í öllum sínum fjölbreytileika, sögur sem vekja forvitni, kveikja á ímyndunaraflinu, hjálpa okkur að takast á við ný viðfangsefni og tengja okkur saman sem þjóð hér og nú. RÚV fjallar um málefni líðandi stundar og rýnir störf þeirra sem hafa áhrif á hag almennings. Á tímum upplýsingaóreiðu er mikilvægara en nokkru sinni að miðill í eigu almennings kryfji málin til mergjar og beini sjónum að öllum hliðum mannlífsins. Þannig geta fjölmiðlar verið hreyfiafl góðra verka. Áframhaldandi hallalaus rekstur Nýbirtur ársreikningur sýnir fram á að hagræðing, umbætur í innra starfi og nýtt skipulag skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu þriðja árið í röð. Mesta skuldalækkun í sögu félagsins er nú gengin í gegn með sölu byggingarréttar. Um langa hríð hefur skuldabréf vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum verið þungur baggi á starfsemi RÚV. Í gær var greint frá því að samið hefur verið við LSR um skilmálabreytingu lánsins, sem lið í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Það er mikilvægur áfangi þó skuldir séu enn of háar. Þjónustusamningur til 2020 tryggir stöðugleika sem gerir félaginu kleift að gera eðlilegar langtímaáætlanir sem eru nauðsynlegar ritstjórnarlegu sjálfstæði almannamiðilsins. Þessi árangur er ekki sjálfsagður, heldur afrakstur samstillts átaks starfsfólks og stjórnar RÚV. Ný stefna fjárfestir í framtíðinni Á fundinum var einnig greint frá innleiðingu nýrrar stefnu sem kynnt var á vordögum 2017 og unnin með aðkomu á annað þúsund landsmanna og hagaðila víða að úr samfélaginu. Stefnan teiknar upp hvernig þjónusta RÚV mun þróast á næstu árum í takt við þarfir nútímafólks. Markmiðið er metnaðarfull og traust, íslensk almannaþjónusta til framtíðar. Nýjar stefnuáherslur eru þegar farnar að birtast með bættri þjónustu við ungt fólk, eflingu KrakkaRÚV, nýrri þjónustu við þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, nýjum menningarvef, aukinni norrænni samvinnu, bættri stafrænni þjónustu með nýjum spilara og fjölmörgu öðru. Fjölbreytt fjölmiðlaflóra er allra hagur Það er mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu. RÚV hefur aukið samstarf við framleiðendur, fjölmiðla, menningarstofnanir og skapandi greinar, meðal annars með því að gera aðstöðu, tæki og þjónustu aðgengilega í meira mæli en fyrr. Á sama tíma galopnum við samtalið við þjóðina og köllum eftir nýjum hugmyndum að dagskrárefni beint frá ykkur, eigendum RÚV í gegnum Hugmyndadaga sem haldnir verða í annað sinn nú í maí. Við starfsfólk RÚV höfum metnað fyrir því að nýja stefnan færi okkur á farsælan hátt inn í spennandi framtíð og stuðli að því að því að hér á landi búi áfram vakandi og víðsýn þjóð.Höfundur er útvarpsstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum mikilvægra breytinga í fjölmiðlun og menningu þar sem aðgengi fólks að erlendu afþreyingarefni hefur aldrei verið meira í gegnum alþjóðlega fjölmiðlarisa og efnisveitur. Allir fjölmiðlar, og RÚV þar á meðal, þurfa að taka mið af þessum breytingum og bregðast við. Á aðalfundi Ríkisútvarpsins ohf. í gær var farið yfir stöðu RÚV og fjölmiðlunar á Íslandi. Nýjar áherslur skila árangri Tölur fyrir árið 2017, sem kynntar voru á fundinum, sýna að aukin áhersla á sérstöðu Ríkisútvarpsins skilar sér í jákvæðara viðhorfi almennings en áður hefur mælst í könnunum. Innlent efni, menningarefni og þjónusta við börn er í stöðugum forgangi í dagskrá. Vinsælasta dagskrárefni landsins eru íslenskir þættir á dagskrá RÚV sem Íslendingar njóta dag hvern og sem fyrr nýtur RÚV yfirburðatrausts meðal fjölmiðla. RÚV leggur nú höfuðáherslu á vandað íslenskt efni úr okkar nærumhverfi, á okkar móðurmáli. Sögur sem hreyfa við okkur og setja umheiminn í samhengi, sögur sem spegla mannlífið á Íslandi í öllum sínum fjölbreytileika, sögur sem vekja forvitni, kveikja á ímyndunaraflinu, hjálpa okkur að takast á við ný viðfangsefni og tengja okkur saman sem þjóð hér og nú. RÚV fjallar um málefni líðandi stundar og rýnir störf þeirra sem hafa áhrif á hag almennings. Á tímum upplýsingaóreiðu er mikilvægara en nokkru sinni að miðill í eigu almennings kryfji málin til mergjar og beini sjónum að öllum hliðum mannlífsins. Þannig geta fjölmiðlar verið hreyfiafl góðra verka. Áframhaldandi hallalaus rekstur Nýbirtur ársreikningur sýnir fram á að hagræðing, umbætur í innra starfi og nýtt skipulag skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu þriðja árið í röð. Mesta skuldalækkun í sögu félagsins er nú gengin í gegn með sölu byggingarréttar. Um langa hríð hefur skuldabréf vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum verið þungur baggi á starfsemi RÚV. Í gær var greint frá því að samið hefur verið við LSR um skilmálabreytingu lánsins, sem lið í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Það er mikilvægur áfangi þó skuldir séu enn of háar. Þjónustusamningur til 2020 tryggir stöðugleika sem gerir félaginu kleift að gera eðlilegar langtímaáætlanir sem eru nauðsynlegar ritstjórnarlegu sjálfstæði almannamiðilsins. Þessi árangur er ekki sjálfsagður, heldur afrakstur samstillts átaks starfsfólks og stjórnar RÚV. Ný stefna fjárfestir í framtíðinni Á fundinum var einnig greint frá innleiðingu nýrrar stefnu sem kynnt var á vordögum 2017 og unnin með aðkomu á annað þúsund landsmanna og hagaðila víða að úr samfélaginu. Stefnan teiknar upp hvernig þjónusta RÚV mun þróast á næstu árum í takt við þarfir nútímafólks. Markmiðið er metnaðarfull og traust, íslensk almannaþjónusta til framtíðar. Nýjar stefnuáherslur eru þegar farnar að birtast með bættri þjónustu við ungt fólk, eflingu KrakkaRÚV, nýrri þjónustu við þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, nýjum menningarvef, aukinni norrænni samvinnu, bættri stafrænni þjónustu með nýjum spilara og fjölmörgu öðru. Fjölbreytt fjölmiðlaflóra er allra hagur Það er mikilvægt að á Íslandi dafni fjölbreytt fjölmiðlaflóra með vönduðum einkamiðlum við hlið öflugrar almannaþjónustu. RÚV hefur aukið samstarf við framleiðendur, fjölmiðla, menningarstofnanir og skapandi greinar, meðal annars með því að gera aðstöðu, tæki og þjónustu aðgengilega í meira mæli en fyrr. Á sama tíma galopnum við samtalið við þjóðina og köllum eftir nýjum hugmyndum að dagskrárefni beint frá ykkur, eigendum RÚV í gegnum Hugmyndadaga sem haldnir verða í annað sinn nú í maí. Við starfsfólk RÚV höfum metnað fyrir því að nýja stefnan færi okkur á farsælan hátt inn í spennandi framtíð og stuðli að því að því að hér á landi búi áfram vakandi og víðsýn þjóð.Höfundur er útvarpsstjóri.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar