Bæjarstjóri segir enga formlega ákvörðun liggja fyrir um landfyllingu Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 25. apríl 2018 23:44 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupsstaðar segir að hann sé mjög meðvitaður um áhyggjur íbúa vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi við höfnina á Akranesi. Ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um málið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld felast breytingar í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. Íbúi sem Vísir ræddi við í kvöld sagði málið ekki snúast um útlits- og sjónmengun heldur væri þetta spurning um það hvernig bæ þau vilji búa í. „Málið er núna eins og kemur fram að fara í kynningu á íbúafundi og fram til þessa er búið að vera í gangi svokallað kynningarferli þar sem að við höfum verið að óska eftir ábendingum frá bæjarbúum, þannig að formlegt skipulagsferli er ekki hafið. Athugasemdaferli er ekki heldur hafið heldur er þetta bara hluti af lögformlegu ferli sem að við höfum hafið. Við lítum svo á að við viljum gefa bæði fyrirtækinu þann rétt að sækjast eftir því sem þeir eru að óska eftir og auðvitað íbúum að koma með ábendingar um hvað skipti máli í þessu,“ segir Sævar. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Skaginn 3X sem er hátæknifyrirtæki á Skaganum. „Svo verður þessi kynningarfundur og eftir það verður tekin ákvörðun hvort að þetta mál fari í formlegt skipulagsferli,“ sagði Sævar Freyr í samtali við fréttastofu í kvöld. Skiptar skoðanir væru á þessari fyrirhuguðu breytingu. „Það er alveg klárt að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af málinu og hafa komið með ábendingar. En eins og staðan er núna að þá er athugasemdafrestur ekki hafinn og ekki búið að ákveða að málið fari í formlegt skipulagsferli. En já ég hef alveg orðið var við að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af þessu. En ég hef líka orðið var við það að það eru íbúar sem telja mikilvægt að þetta mál fái umfjöllun og skoðun. Þannig að ég get ekki sagt að það sé einhliða skoðun íbúa að þetta eigi ekki að verða. En hugsunin með kynningarfundinum er að gefa öllum færi á að fá allar upplýsingar á borðið áður en að skipulagsferlið hefst.“ Kynningarfundurinn fer fram 2.maí næstkomandi og samhliða verður kynnt tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir reitinn. Skipulag Tengdar fréttir Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupsstaðar segir að hann sé mjög meðvitaður um áhyggjur íbúa vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi við höfnina á Akranesi. Ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um málið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld felast breytingar í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. Íbúi sem Vísir ræddi við í kvöld sagði málið ekki snúast um útlits- og sjónmengun heldur væri þetta spurning um það hvernig bæ þau vilji búa í. „Málið er núna eins og kemur fram að fara í kynningu á íbúafundi og fram til þessa er búið að vera í gangi svokallað kynningarferli þar sem að við höfum verið að óska eftir ábendingum frá bæjarbúum, þannig að formlegt skipulagsferli er ekki hafið. Athugasemdaferli er ekki heldur hafið heldur er þetta bara hluti af lögformlegu ferli sem að við höfum hafið. Við lítum svo á að við viljum gefa bæði fyrirtækinu þann rétt að sækjast eftir því sem þeir eru að óska eftir og auðvitað íbúum að koma með ábendingar um hvað skipti máli í þessu,“ segir Sævar. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Skaginn 3X sem er hátæknifyrirtæki á Skaganum. „Svo verður þessi kynningarfundur og eftir það verður tekin ákvörðun hvort að þetta mál fari í formlegt skipulagsferli,“ sagði Sævar Freyr í samtali við fréttastofu í kvöld. Skiptar skoðanir væru á þessari fyrirhuguðu breytingu. „Það er alveg klárt að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af málinu og hafa komið með ábendingar. En eins og staðan er núna að þá er athugasemdafrestur ekki hafinn og ekki búið að ákveða að málið fari í formlegt skipulagsferli. En já ég hef alveg orðið var við að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af þessu. En ég hef líka orðið var við það að það eru íbúar sem telja mikilvægt að þetta mál fái umfjöllun og skoðun. Þannig að ég get ekki sagt að það sé einhliða skoðun íbúa að þetta eigi ekki að verða. En hugsunin með kynningarfundinum er að gefa öllum færi á að fá allar upplýsingar á borðið áður en að skipulagsferlið hefst.“ Kynningarfundurinn fer fram 2.maí næstkomandi og samhliða verður kynnt tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir reitinn.
Skipulag Tengdar fréttir Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52