Ofbeldi í garð lögreglumanna færist í aukana Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Lögreglumönnum er oftar hótað ofbeldi en áður. Vísir/ANton Verulega dró úr tilkynntum innbrotum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði samanborið við febrúar, eða um 48 prósent. Þannig voru tilkynnt innbrot 70 talsins í síðasta mánuði en 90 í febrúar. Þrátt fyrir þessa þróun milli mánaða hafa það sem af er ári borist um 15 prósent fleiri tilkynningar um innbrot en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár. Alls voru 746 hegningarlagabrot skráð í marsmánuði og eru það fleiri tilkynningar en bárust í febrúar þegar þau voru 680. Að sama skapi fjölgar tilkynningum um þjófnaði. Þær voru 271 í mars en 264 í febrúar. Í afbrotatölfræði marsmánaðar vekur sérstaka athygli sá fjöldi atvika sem snerta ofbeldi gagnvart lögreglumanni. Þau voru níu í mars en það sem af er ári hafa verið 68 prósent fleiri slík atvik en skráð voru að meðaltali síðustu þrjú ár. Að sama skapi fjölgar atvikum þar sem lögreglumanni er hótað ofbeldi en það átti sér stað sex sinnum í mars og er það langt yfir meðaltali síðustu þriggja ára. Þó nokkur fjölgun var á fíkniefnamálum hjá embættinu í mars auk þess sem fleiri umferðarlagabrot voru skráð, en ekki hafa fleiri umferðarlagabrot verið skráð í einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu síðan í janúar 2016. Þá fjölgar umferðarlagabrotum verulega á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og voru þau 50 prósent yfir meðallagi síðustu þriggja ára. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Verulega dró úr tilkynntum innbrotum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði samanborið við febrúar, eða um 48 prósent. Þannig voru tilkynnt innbrot 70 talsins í síðasta mánuði en 90 í febrúar. Þrátt fyrir þessa þróun milli mánaða hafa það sem af er ári borist um 15 prósent fleiri tilkynningar um innbrot en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár. Alls voru 746 hegningarlagabrot skráð í marsmánuði og eru það fleiri tilkynningar en bárust í febrúar þegar þau voru 680. Að sama skapi fjölgar tilkynningum um þjófnaði. Þær voru 271 í mars en 264 í febrúar. Í afbrotatölfræði marsmánaðar vekur sérstaka athygli sá fjöldi atvika sem snerta ofbeldi gagnvart lögreglumanni. Þau voru níu í mars en það sem af er ári hafa verið 68 prósent fleiri slík atvik en skráð voru að meðaltali síðustu þrjú ár. Að sama skapi fjölgar atvikum þar sem lögreglumanni er hótað ofbeldi en það átti sér stað sex sinnum í mars og er það langt yfir meðaltali síðustu þriggja ára. Þó nokkur fjölgun var á fíkniefnamálum hjá embættinu í mars auk þess sem fleiri umferðarlagabrot voru skráð, en ekki hafa fleiri umferðarlagabrot verið skráð í einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu síðan í janúar 2016. Þá fjölgar umferðarlagabrotum verulega á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og voru þau 50 prósent yfir meðallagi síðustu þriggja ára.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira