Hreinar strendur alltaf? Björg Kristín Sigþórsdóttir skrifar 26. apríl 2018 07:00 Grein er birtist í Fréttablaðinu 19. apríl síðastliðinn, sem Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur skrifaði, vakti furðu undirritaðrar. Þetta risabákn er í eigu Reykjavíkurborgar og í stjórn fyrirtækisins sitja helstu valdhafar borgarinnar. Stórfurðu vekur að forstjóri talar um hreinar strendur – alltaf. Orkuveita Reykjavíkur skilaði 16,5 milljarða hagnaði samkvæmt nýjustu fréttum, auk þess sem laun forstjóra hækkuðu verulega. Þá spyr sá sem ekki veit, af hverju hafa Orkuveitan og valdhafar hér í borg ekki haldið ströndinni með fram Reykjavík hreinni og öruggri fyrir íbúa sem eru að stunda alls kyns útivist í kringum strendurnar og í sjónum? Fyrirtækið virðist ekki, samkvæmt ársskýrslum vera á flæðiskeri statt. Það er ekki ásættanlegt að nú, korter í kosningar, komi grein í blöðin þess efnis að strendurnar eigi alltaf að vera hreinar. Undirrituð hefur komið fram í nokkrum útvarpsviðtölum og gagnrýnt fráveitumál með fram ströndum borgarinnar og fékk símtal á dögunum eftir nokkur útvarpsviðtöl frá Orkuveitunni og var tjáð að einhvers misskilnings gætti hjá undirritaðri í þessu málum. Fannst undirritaðri þetta vera einhvers konar skipun um að fara nú að loka á sér munninum. Svo ætlast þetta sama fólk til þess að þeir sem eru að greiða fyrir þjónustuna hirði skítinn upp eftir þá sem þeir láta leka hér óhindrað í sjóinn. Talar forstjórinn um að fyrst þurfi ásetning um úrbætur og segir að hann sé fyrir hendi og svo þurfi hugmyndir að lausnum og af þeim sé nóg. Ég spyr bara: Hvað er allt þetta fólk að gera? Talað er um að kostnaður verði minni en ávinningurinn fyrir Reykjavík og önnur sveitarfélög. Forstjórinn veit ekki hvaða mælikvarða á að leggja á samanburð kostnaðar og ávinnings en segir í öðru orði að lýðheilsa og hreint umhverfi verði í forgrunni. Undirrituð telur það vera algjört forgangsmál að heilsa og öryggi íbúa sé alltaf sett í fyrsta sæti. Það er stóri ávinningurinn, kæri Bjarni.Höfundur er borgarstjóraefni Höfuðborgarlistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Grein er birtist í Fréttablaðinu 19. apríl síðastliðinn, sem Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur skrifaði, vakti furðu undirritaðrar. Þetta risabákn er í eigu Reykjavíkurborgar og í stjórn fyrirtækisins sitja helstu valdhafar borgarinnar. Stórfurðu vekur að forstjóri talar um hreinar strendur – alltaf. Orkuveita Reykjavíkur skilaði 16,5 milljarða hagnaði samkvæmt nýjustu fréttum, auk þess sem laun forstjóra hækkuðu verulega. Þá spyr sá sem ekki veit, af hverju hafa Orkuveitan og valdhafar hér í borg ekki haldið ströndinni með fram Reykjavík hreinni og öruggri fyrir íbúa sem eru að stunda alls kyns útivist í kringum strendurnar og í sjónum? Fyrirtækið virðist ekki, samkvæmt ársskýrslum vera á flæðiskeri statt. Það er ekki ásættanlegt að nú, korter í kosningar, komi grein í blöðin þess efnis að strendurnar eigi alltaf að vera hreinar. Undirrituð hefur komið fram í nokkrum útvarpsviðtölum og gagnrýnt fráveitumál með fram ströndum borgarinnar og fékk símtal á dögunum eftir nokkur útvarpsviðtöl frá Orkuveitunni og var tjáð að einhvers misskilnings gætti hjá undirritaðri í þessu málum. Fannst undirritaðri þetta vera einhvers konar skipun um að fara nú að loka á sér munninum. Svo ætlast þetta sama fólk til þess að þeir sem eru að greiða fyrir þjónustuna hirði skítinn upp eftir þá sem þeir láta leka hér óhindrað í sjóinn. Talar forstjórinn um að fyrst þurfi ásetning um úrbætur og segir að hann sé fyrir hendi og svo þurfi hugmyndir að lausnum og af þeim sé nóg. Ég spyr bara: Hvað er allt þetta fólk að gera? Talað er um að kostnaður verði minni en ávinningurinn fyrir Reykjavík og önnur sveitarfélög. Forstjórinn veit ekki hvaða mælikvarða á að leggja á samanburð kostnaðar og ávinnings en segir í öðru orði að lýðheilsa og hreint umhverfi verði í forgrunni. Undirrituð telur það vera algjört forgangsmál að heilsa og öryggi íbúa sé alltaf sett í fyrsta sæti. Það er stóri ávinningurinn, kæri Bjarni.Höfundur er borgarstjóraefni Höfuðborgarlistans
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar