Hafni Íslendingar evrópsku orkulöggjöfinni mun norska þjóðin fagna Kathrine Kleveland skrifar 27. apríl 2018 07:00 Hafni Íslendingar orkulöggjöf Evrópusambandsins verður hún ekki hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Slík niðurstaða yrði í ágætu samræmi við vilja og hagsmuni Norðmanna. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, hafa brýnt fyrir ríkisstjórn Noregs að virða þá ákvörðun sem Íslendingar munu taka. Markmið tveggja stoða stjórnkerfis EFTA og Evrópusambandsins er meðal annars að koma í veg fyrir að EES-samningurinn belgist út með einhliða ákvörðunum Evrópusambandsins. Það er grundvallaratriði að Noregi, Íslandi og Liechtenstein sé ekki stjórnað af stofnunum Evrópusambandsins. Yfirþjóðleg valdboð skuli ekki verða með öðrum hætti en með ákvörðunum stofnana EFTA. Tíminn hefur á hinn bóginn leitt í ljós að með sívaxandi hugmyndaauðgi í skipulagi stjórnsýslu er þetta grundvallaratriði sniðgengið. Í framkvæmd sogast ríki EFTA undir vald stofnana Evrópusambandsins í stað þess að lúta hliðstæðum stofnunum EFTA. Eftirlitsstofnunin ESA sinnir í raun afgreiðslu fyrir Evrópusambandið og nú síðast orkuskrifstofu sambandsins, ACER.Mikill meirihluti andvígur Ríkisstjórn Noregs og Stórþingið hafa horft fram hjá þeirri staðreynd að norskur almenningur er eindregið á móti því að flytja valdheimildir til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins. Með því færast mikilvægir þættir í stjórn orkumála Noregs frá kjörnum fulltrúum í Noregi í hendur stofnunar Evrópusambandsins, en það er krafa sambandsins. Umræða um þetta mál í Noregi er tilfinningaþrungin og hún hefur einkennst af hörðum átökum. Fara þarf aftur til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 til að finna hliðstæðu. Verkalýðshreyfingin, sveitarfélög og sveitarstjórar, héraðsþing, stjórnmálaflokkar og fleiri samtök hafa ýmist hafnað framsali valds í orkumálum eða farið fram á frestun málsins. Skoðanakannanir sýna að aðeins tíundi hluti Norðmanna styður málið. Andstaðan er með öðrum orðum afar sterk. Við höfum veitt eftirtekt vaxandi gremju á Íslandi með að norsk stjórnvöld nýti vægi sitt innan EES til að knýja fram upptöku reglna Evrópusambandsins. Norskir embættismenn lýsa jafnvel yfir niðurstöðu áður en réttmæt yfirvöld hafa rætt málið og áður en nokkur niðurstaða er komin í viðræður Noregs, Íslands og Liechtenstein. Tveggja stoða kerfið er sem sagt orðin tóm og Íslendingar hljóta með réttu að velta fyrir sér hvort hagsmunum þeirra sé best borgið með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Neitun þjónar sameiginlegum hagsmunum Ljóst er að íslenskir stjórnmálaflokkar eru efins um ágæti valdaframsals til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins, ACER, og er það sem endurómur af umræðunni í Noregi nú í vetur. Greinilegt er að íslenskir stjórnmálamenn leggja við hlustir þegar þjóðin talar. Munu Íslendingar grípa í taumana og koma í veg fyrir framsal í orkumálum í nafni EES? Engar neikvæðar afleiðingar verða af því að Íslendingar hafni fyrirliggjandi hugmyndum um valdaframsal í orkumálum. Evrópusambandið getur í mesta lagi hafnað fjórða viðauka EES um orkumál, en af því hefði sambandið þó enga hagsmuni. Höfnun á orkumálalöggjöfinni af hálfu Íslendinga mun á hinn bóginn hafa margþætt jákvæð áhrif á norskt samfélag. Hætta er nefnilega á hruni og fjöldaatvinnuleysi í orkufrekum iðnaði í Noregi ef rafmagnið hækkar upp í það sem tíðkast í Evrópusambandinu. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur bent á að áhugamenn um EES þurfi að benda skýrar á ágæti þess samnings. Þar liggur beinast við að virða ákvæði samningsins um að engar nýjar reglur verði teknar inn í EES nema öll EFTA-ríkin séu um það sammála. Hvers kyns þrýstingur frá Noregi í þessu máli er vanvirðing við frændur okkar Íslendinga. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, fara fram á að norska ríkisstjórnin sýni Íslendingum viðeigandi virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hafni Íslendingar orkulöggjöf Evrópusambandsins verður hún ekki hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Slík niðurstaða yrði í ágætu samræmi við vilja og hagsmuni Norðmanna. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, hafa brýnt fyrir ríkisstjórn Noregs að virða þá ákvörðun sem Íslendingar munu taka. Markmið tveggja stoða stjórnkerfis EFTA og Evrópusambandsins er meðal annars að koma í veg fyrir að EES-samningurinn belgist út með einhliða ákvörðunum Evrópusambandsins. Það er grundvallaratriði að Noregi, Íslandi og Liechtenstein sé ekki stjórnað af stofnunum Evrópusambandsins. Yfirþjóðleg valdboð skuli ekki verða með öðrum hætti en með ákvörðunum stofnana EFTA. Tíminn hefur á hinn bóginn leitt í ljós að með sívaxandi hugmyndaauðgi í skipulagi stjórnsýslu er þetta grundvallaratriði sniðgengið. Í framkvæmd sogast ríki EFTA undir vald stofnana Evrópusambandsins í stað þess að lúta hliðstæðum stofnunum EFTA. Eftirlitsstofnunin ESA sinnir í raun afgreiðslu fyrir Evrópusambandið og nú síðast orkuskrifstofu sambandsins, ACER.Mikill meirihluti andvígur Ríkisstjórn Noregs og Stórþingið hafa horft fram hjá þeirri staðreynd að norskur almenningur er eindregið á móti því að flytja valdheimildir til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins. Með því færast mikilvægir þættir í stjórn orkumála Noregs frá kjörnum fulltrúum í Noregi í hendur stofnunar Evrópusambandsins, en það er krafa sambandsins. Umræða um þetta mál í Noregi er tilfinningaþrungin og hún hefur einkennst af hörðum átökum. Fara þarf aftur til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 til að finna hliðstæðu. Verkalýðshreyfingin, sveitarfélög og sveitarstjórar, héraðsþing, stjórnmálaflokkar og fleiri samtök hafa ýmist hafnað framsali valds í orkumálum eða farið fram á frestun málsins. Skoðanakannanir sýna að aðeins tíundi hluti Norðmanna styður málið. Andstaðan er með öðrum orðum afar sterk. Við höfum veitt eftirtekt vaxandi gremju á Íslandi með að norsk stjórnvöld nýti vægi sitt innan EES til að knýja fram upptöku reglna Evrópusambandsins. Norskir embættismenn lýsa jafnvel yfir niðurstöðu áður en réttmæt yfirvöld hafa rætt málið og áður en nokkur niðurstaða er komin í viðræður Noregs, Íslands og Liechtenstein. Tveggja stoða kerfið er sem sagt orðin tóm og Íslendingar hljóta með réttu að velta fyrir sér hvort hagsmunum þeirra sé best borgið með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Neitun þjónar sameiginlegum hagsmunum Ljóst er að íslenskir stjórnmálaflokkar eru efins um ágæti valdaframsals til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins, ACER, og er það sem endurómur af umræðunni í Noregi nú í vetur. Greinilegt er að íslenskir stjórnmálamenn leggja við hlustir þegar þjóðin talar. Munu Íslendingar grípa í taumana og koma í veg fyrir framsal í orkumálum í nafni EES? Engar neikvæðar afleiðingar verða af því að Íslendingar hafni fyrirliggjandi hugmyndum um valdaframsal í orkumálum. Evrópusambandið getur í mesta lagi hafnað fjórða viðauka EES um orkumál, en af því hefði sambandið þó enga hagsmuni. Höfnun á orkumálalöggjöfinni af hálfu Íslendinga mun á hinn bóginn hafa margþætt jákvæð áhrif á norskt samfélag. Hætta er nefnilega á hruni og fjöldaatvinnuleysi í orkufrekum iðnaði í Noregi ef rafmagnið hækkar upp í það sem tíðkast í Evrópusambandinu. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur bent á að áhugamenn um EES þurfi að benda skýrar á ágæti þess samnings. Þar liggur beinast við að virða ákvæði samningsins um að engar nýjar reglur verði teknar inn í EES nema öll EFTA-ríkin séu um það sammála. Hvers kyns þrýstingur frá Noregi í þessu máli er vanvirðing við frændur okkar Íslendinga. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, fara fram á að norska ríkisstjórnin sýni Íslendingum viðeigandi virðingu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar