Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. apríl 2018 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, var ein af sprautunum í því að setja á stofn samtök um varðveislu Sundhallarinnar. Samtökin mótmæltu fyrirhuguðu niðurrifi fyrir utan höllina í febrúar á þessu ári. Vísir/eyþór Skipulagsstofnun hefur sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðar við deiliskipulagsbreytingar fyrir Framnesveg 9 og 11. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin í Keflavík. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Miklar deilur hafa staðið um hvort rífa eigi Sundhöllina líkt og nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir, en húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni.Mögulegt vanhæfi nefndarmanns, Unu Maríu Unnarsdóttur, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og Fréttablaðið greindi frá 22. mars síðastliðinn, er gert að umræðuefni í bréfinu. Óskað er eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis eigi síðar en 9. maí næstkomandi, áður en stofnunin tekur afstöðu til vanhæfisins og hvort nýtt deiliskipulag standist lög. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn Reykjanesbæjar staðfesti þann 20. mars ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins um nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin verði rifin. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu, en þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður Unu Maríu, Halldórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar, og ljóst að frændur hennar áttu hagsmuna að gæta í málinu.Húsnæði Sundhallarinnar stendur við Framnesveg 9 í Keflavík. Lóðirnar eru í eigu feðga sem ætla í framkvæmdir.Una María svaraði þessari gagnrýni í fyrri frétt blaðsins um málið og sagðist hafa setið hjá í öllum málum er vörðuðu frændur hennar fram til umræddrar atkvæðagreiðslu, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og þar af leiðandi framtíðar Sundhallarinnar. Hins vegar hafi hún síðar aflað sér lögfræðiálits um meint vanhæfi og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vanhæfi að ræða. Þannig vísaði hún til 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ sagði Una María. Skipulagsstofnun vísar hins vegar í 2. mgr. sömu greinar um að sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags beri að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt megi ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Í bréfinu segir að á þetta ákvæði reyni í málinu, en ekki það sem Una María ber fyrir sig. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðar við deiliskipulagsbreytingar fyrir Framnesveg 9 og 11. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin í Keflavík. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Miklar deilur hafa staðið um hvort rífa eigi Sundhöllina líkt og nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir, en húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni.Mögulegt vanhæfi nefndarmanns, Unu Maríu Unnarsdóttur, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og Fréttablaðið greindi frá 22. mars síðastliðinn, er gert að umræðuefni í bréfinu. Óskað er eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis eigi síðar en 9. maí næstkomandi, áður en stofnunin tekur afstöðu til vanhæfisins og hvort nýtt deiliskipulag standist lög. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn Reykjanesbæjar staðfesti þann 20. mars ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins um nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin verði rifin. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu, en þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður Unu Maríu, Halldórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar, og ljóst að frændur hennar áttu hagsmuna að gæta í málinu.Húsnæði Sundhallarinnar stendur við Framnesveg 9 í Keflavík. Lóðirnar eru í eigu feðga sem ætla í framkvæmdir.Una María svaraði þessari gagnrýni í fyrri frétt blaðsins um málið og sagðist hafa setið hjá í öllum málum er vörðuðu frændur hennar fram til umræddrar atkvæðagreiðslu, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og þar af leiðandi framtíðar Sundhallarinnar. Hins vegar hafi hún síðar aflað sér lögfræðiálits um meint vanhæfi og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vanhæfi að ræða. Þannig vísaði hún til 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ sagði Una María. Skipulagsstofnun vísar hins vegar í 2. mgr. sömu greinar um að sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags beri að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt megi ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Í bréfinu segir að á þetta ákvæði reyni í málinu, en ekki það sem Una María ber fyrir sig.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25
Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00