Forseti Rúmeníu krefst afsagnar forsætisráðherrans Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2018 11:18 Dancila heimsótti Ísrael í vikunni. Ríkisstjórn hennar er sögð vinna að því að færa sendiráð Rúmeníu til Jerúsalem. Vísir/AFP Vantrauststillaga gæti blasað við Vioricu Dancila, forsætisráðherra Rúmeníu, eftir að Klaus Iohannis forseti krafðist afsagnar hennar í dag. Forsetinn telur ráðherrann hafa farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hún gerði leynilegt samkomulag um að færa sendiráð landsins í Ísrael til Jerúsalem. „Frú Dancila ræður ekki við skyldur sínar sem forsætisráðherra Rúmeníu og er þannig að gera ríkisstjórnina að dragbít fyrir Rúmeníu. Þess vegna kalla ég opinberlega eftir afsögn hennar,“ sagði Iohannis í yfirlýsingu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er á valdi forseta Rúmeníu að taka ákvarðanir um flutning sendiráða. Iohannis segir hins vegar að Dancila hafi ekki ráðfært sig við hann um flutning sendiráðsins í Ísrael eða opinbera heimsókn forsætisráðherrans þangað í vikunni. Dancila hefur sagt efni minnisblaðs sem hún skrifaði undir varðandi flutningin trúnaðarmál sem ekki væri hægt að greina frá opinberlega ennþá. Iohannis varar við því að flutningur sendiráðsins gæti varðað við alþjóðalög. Ísraelsmenn gera tilkall til Jerúsalem en það gera Palestínumenn einnig. Fá ríki viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels af þessum sökum og yrði Rúmenía fyrsta Evrópulandið til að gera það. Það olli miklum úlfaþyt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í vetur. Forseti Rúmeníu hefur ekki vald til að reka forsætisráðherrann en krafa Iohannis gæti leitt til vantrauststillögu í þinginu. Nær öruggt er þó talið að Dancila stæði hana af sér en Sósíaldemókrataflokkur hennar er með traustan meirihluta þar. Rúmenía Tengdar fréttir Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Vantrauststillaga gæti blasað við Vioricu Dancila, forsætisráðherra Rúmeníu, eftir að Klaus Iohannis forseti krafðist afsagnar hennar í dag. Forsetinn telur ráðherrann hafa farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hún gerði leynilegt samkomulag um að færa sendiráð landsins í Ísrael til Jerúsalem. „Frú Dancila ræður ekki við skyldur sínar sem forsætisráðherra Rúmeníu og er þannig að gera ríkisstjórnina að dragbít fyrir Rúmeníu. Þess vegna kalla ég opinberlega eftir afsögn hennar,“ sagði Iohannis í yfirlýsingu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er á valdi forseta Rúmeníu að taka ákvarðanir um flutning sendiráða. Iohannis segir hins vegar að Dancila hafi ekki ráðfært sig við hann um flutning sendiráðsins í Ísrael eða opinbera heimsókn forsætisráðherrans þangað í vikunni. Dancila hefur sagt efni minnisblaðs sem hún skrifaði undir varðandi flutningin trúnaðarmál sem ekki væri hægt að greina frá opinberlega ennþá. Iohannis varar við því að flutningur sendiráðsins gæti varðað við alþjóðalög. Ísraelsmenn gera tilkall til Jerúsalem en það gera Palestínumenn einnig. Fá ríki viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels af þessum sökum og yrði Rúmenía fyrsta Evrópulandið til að gera það. Það olli miklum úlfaþyt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í vetur. Forseti Rúmeníu hefur ekki vald til að reka forsætisráðherrann en krafa Iohannis gæti leitt til vantrauststillögu í þinginu. Nær öruggt er þó talið að Dancila stæði hana af sér en Sósíaldemókrataflokkur hennar er með traustan meirihluta þar.
Rúmenía Tengdar fréttir Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23
Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45
Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50