Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2018 17:35 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Mynd/Landspítalinn „Ég get ekki lagt nægilega þunga áherslu á að samningar náist hið allra fyrsta,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans í nýjum pistli. Skilaboð hans varðandi kjaradeiluna eru afar skýr. „Þjónusta ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum er afar mikilvægur þáttur í viðkvæmri þjónustukeðju sem nú hefur verið rofin. Við höfum við þessar aðstæður hafið samstarf við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um breytta en skerta þjónustu við þennan hóp. Það er ekki ásættanlegt, hvorki til lengri né skemmri tíma. Semjið!“ Forstjórinn fagnar í pistlinum þeim tímamótum að auglýst var útboð jarðvegsframkvæmda vegna meðferðarkjarnans. „Meðferðarkjarninn verður hjartað í starfsemi spítalans og þar mun meginstarfsemi hans fara fram. Við sameinum bráðastarfsemina sem nú fer fram í Fossvogi og við Hringbraut á einn stað og verður það afar langþráður áfangi. Í raun munu ný og breytt húsakynni umbylta starfseminni hjá okkur og enda þótt byggingarnar verði ekki teknar í notkun fyrr en eftir um sex ár erum við þegar farin að undirbúa þá ferla sem við vinnum eftir og miðar allt okkar umbótastarf að þessu marki.“ Lagði hann einnig áherslu á mikilvægi þeirrar uppbyggingar hjúkrunarheimila sem framundan er og heilbrigðisráðherra kynnti í vikunni. „Þessu ber að fagna rækilega og það hefur verið ánægjulegt að þessi tíðindi skyldu koma inn á nýsköpunarvinnustofuna sem unnin var í samvinnu Landspítala, velferðarráðuneytisins, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Landssambands eldri borgara, Alzheimersamtakanna og fleiri haghafa.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
„Ég get ekki lagt nægilega þunga áherslu á að samningar náist hið allra fyrsta,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans í nýjum pistli. Skilaboð hans varðandi kjaradeiluna eru afar skýr. „Þjónusta ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum er afar mikilvægur þáttur í viðkvæmri þjónustukeðju sem nú hefur verið rofin. Við höfum við þessar aðstæður hafið samstarf við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um breytta en skerta þjónustu við þennan hóp. Það er ekki ásættanlegt, hvorki til lengri né skemmri tíma. Semjið!“ Forstjórinn fagnar í pistlinum þeim tímamótum að auglýst var útboð jarðvegsframkvæmda vegna meðferðarkjarnans. „Meðferðarkjarninn verður hjartað í starfsemi spítalans og þar mun meginstarfsemi hans fara fram. Við sameinum bráðastarfsemina sem nú fer fram í Fossvogi og við Hringbraut á einn stað og verður það afar langþráður áfangi. Í raun munu ný og breytt húsakynni umbylta starfseminni hjá okkur og enda þótt byggingarnar verði ekki teknar í notkun fyrr en eftir um sex ár erum við þegar farin að undirbúa þá ferla sem við vinnum eftir og miðar allt okkar umbótastarf að þessu marki.“ Lagði hann einnig áherslu á mikilvægi þeirrar uppbyggingar hjúkrunarheimila sem framundan er og heilbrigðisráðherra kynnti í vikunni. „Þessu ber að fagna rækilega og það hefur verið ánægjulegt að þessi tíðindi skyldu koma inn á nýsköpunarvinnustofuna sem unnin var í samvinnu Landspítala, velferðarráðuneytisins, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Landssambands eldri borgara, Alzheimersamtakanna og fleiri haghafa.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33
Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30
Áætlun vegna ljósmæðradeilu Landspítalinn hefur virkjað sérstaka viðbragðsáætlun vegna ljósmæðra sem nú sinna ekki heimaþjónustu við konur og nýbura vegna kjaradeilu við ríkið. 27. apríl 2018 06:00