Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. apríl 2018 06:00 Laun bæjarstjórans standa þó nokkuð í stað milli ára. Vísir/GVA Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. Laun og launatengd gjöld bæjarfulltrúa í bænum námu 45,1 milljón króna árið 2016 en 67,6 milljónum 2017. Þetta er hækkun um 50 prósent. Ákveðið var í júlí 2016 að laun bæjarfulltrúanna yrðu tiltekið hlutfall af þingfararkaupi. Í Fréttablaðinu í janúar 2017 kom fram að það væri gert til að færa launaákvarðanir úr höndum bæjarfulltrúa. Ákvörðun kjararáðs 1. nóvember 2016 um mikla launahækkun þjóðkjörinna fulltrúa þýddi síðan að óbreyttu að laun sveitarstjórnarfulltrúa myndu líka hækka. Hafnarfjarðarbær frestaði þó gildistöku þeirrar hækkunar til að sjá hvort og hvernig Alþingi myndi bregðast við gríðarmikilli gagnrýni á ákvörðunina. Er ljóst varð að þingmenn myndu ekki lækka laun sín ákváðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að láta breytinguna gilda hjá sér líka. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu standa laun Haraldar L. Haraldssonar bæjarstjóra nánast í stað milli ára. Laun og launatengd gjöld hans nema rúmum 24,7 milljónum á ári, eða um tveimur milljónum á mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Laun bæjarfulltrúa hækka um 44 prósent Hafnarfjarðarbær hefur riðið á vaðið meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ætlar að hækka laun kjörinna fulltrúa sem nemur hækkun kjararáðs. Minnihlutinn gagnrýnir hækkunina. Önnur sveitafélög eiga eftir að ákveða sig. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. Laun og launatengd gjöld bæjarfulltrúa í bænum námu 45,1 milljón króna árið 2016 en 67,6 milljónum 2017. Þetta er hækkun um 50 prósent. Ákveðið var í júlí 2016 að laun bæjarfulltrúanna yrðu tiltekið hlutfall af þingfararkaupi. Í Fréttablaðinu í janúar 2017 kom fram að það væri gert til að færa launaákvarðanir úr höndum bæjarfulltrúa. Ákvörðun kjararáðs 1. nóvember 2016 um mikla launahækkun þjóðkjörinna fulltrúa þýddi síðan að óbreyttu að laun sveitarstjórnarfulltrúa myndu líka hækka. Hafnarfjarðarbær frestaði þó gildistöku þeirrar hækkunar til að sjá hvort og hvernig Alþingi myndi bregðast við gríðarmikilli gagnrýni á ákvörðunina. Er ljóst varð að þingmenn myndu ekki lækka laun sín ákváðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að láta breytinguna gilda hjá sér líka. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu standa laun Haraldar L. Haraldssonar bæjarstjóra nánast í stað milli ára. Laun og launatengd gjöld hans nema rúmum 24,7 milljónum á ári, eða um tveimur milljónum á mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Laun bæjarfulltrúa hækka um 44 prósent Hafnarfjarðarbær hefur riðið á vaðið meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ætlar að hækka laun kjörinna fulltrúa sem nemur hækkun kjararáðs. Minnihlutinn gagnrýnir hækkunina. Önnur sveitafélög eiga eftir að ákveða sig. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Laun bæjarfulltrúa hækka um 44 prósent Hafnarfjarðarbær hefur riðið á vaðið meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ætlar að hækka laun kjörinna fulltrúa sem nemur hækkun kjararáðs. Minnihlutinn gagnrýnir hækkunina. Önnur sveitafélög eiga eftir að ákveða sig. 21. janúar 2017 07:00