Segir SÁÁ standa í vegi fyrir umbótum í meðferðarstarfi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. apríl 2018 08:00 Á Vogi er sérstök deild fyrir börn og ungmenni. Herbergið á myndinni er á deildinni. Vísir/ernir „Það er ákveðin hindrun í þessu meðferðarkerfi hve valdamikil stofnun SÁÁ er,“ segir Kristín Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Hún segir SÁÁ ætíð hafa fulltrúa í helstu stefnumótunarnefndum um meðferðarstarf og að það hafi staðið í vegi fyrir þróun í meðferðarstarfi hérlendis, meðal annars vegna ríkra rekstrarhagsmuna samtakanna. Kristín gagnrýnir fleira í starfsemi SÁÁ, meðal annars menntun meðferðarráðgjafa sem hún segir að beri mikla ábyrgð á meðferðarstarfinu. „Þessir áfengis- og vímuefnaráðgjafar hafa fengið 300 stundir í fyrirlestrum innan SÁÁ sem er svipað og ein önn í framhaldsskóla,“ segir Kristín. Hún segir nauðsynlegt að auka teymisvinnu fagmenntaðs fólks í meðferðarstarfinu.Kristín I. Pálsdóttir, Norræna húsiðÞá gagnrýnir Kristín þá nálgun að einblínt sé á vandann sem sérstakan sjúkdóm. „Börn með fíknivanda eru flest með annan vanda undirliggjandi, geðrænan eða félagslegan, og það þarf að meðhöndla þann vanda og nógu fljótt áður en þau fara að meðhöndla hann sjálf og nota fíkniefni til að deyfa sig.“ Þessi nálgun hafi ekki síst staðið í vegi fyrir þróun meðferðarstarfs að mati Kristínar sem bendir á að Ísland hafi í miklum mæli horft til Bandaríkjanna í meðferðarstarfi þar sem mikil áhersla hafi verið á meðferðir eftir 12 spora módelinu sem henti ekki vel fyrir börn og unglinga. Kristín og félagar hennar í Rótinni hafa einnig gagnrýnt sérstaklega að börn séu í meðferð innan um fullorðna á sjúkrahúsinu Vogi. „Það er bara einn afvötnunarspítali og þess vegna eru börn send þangað. Það er enginn annar staður,“ segir Kristín og bendir á að á sama stað sé verið að senda fólk til að ljúka afplánun refsidóma fyrir alls konar brot. „Við erum með sérstakan barnaspítala og sérstaka barnageðdeild, það er ekki að ástæðulausu. Það hefur ekki verið hugað nægilega að þessum öryggisþætti og öryggi er grundvöllur meðferðar,“ segir Kristín. Arnþór Jónsson, stjórnarformaður SÁÁ, vísar þessari gagnrýni Rótarinnar á bug og segir ungmennadeildina á Vogi alveg lokaða með öfluga öryggisgæslu við innganga. Hann segir gríðarlega gott starf unnið á ungmennadeildinni undir handleiðslu lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og ráðgjafa. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, segir kortlagningu á bæði fjölda og fjölbreytni meðferðarúrræða fyrir börn og ungmenna með fíknivanda standa fyrir dyrum í ráðuneytinu og þeirri vinnu eigi að ljúka innan tveggja mánaða. „Ég er að leggja mikla áherslu á málefni barna enda hef ég trú á því að ef við grípum fyrr inn í, þá sé engin fjárfesting betri fyrir samfélagið,“ segir Ásmundur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
„Það er ákveðin hindrun í þessu meðferðarkerfi hve valdamikil stofnun SÁÁ er,“ segir Kristín Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Hún segir SÁÁ ætíð hafa fulltrúa í helstu stefnumótunarnefndum um meðferðarstarf og að það hafi staðið í vegi fyrir þróun í meðferðarstarfi hérlendis, meðal annars vegna ríkra rekstrarhagsmuna samtakanna. Kristín gagnrýnir fleira í starfsemi SÁÁ, meðal annars menntun meðferðarráðgjafa sem hún segir að beri mikla ábyrgð á meðferðarstarfinu. „Þessir áfengis- og vímuefnaráðgjafar hafa fengið 300 stundir í fyrirlestrum innan SÁÁ sem er svipað og ein önn í framhaldsskóla,“ segir Kristín. Hún segir nauðsynlegt að auka teymisvinnu fagmenntaðs fólks í meðferðarstarfinu.Kristín I. Pálsdóttir, Norræna húsiðÞá gagnrýnir Kristín þá nálgun að einblínt sé á vandann sem sérstakan sjúkdóm. „Börn með fíknivanda eru flest með annan vanda undirliggjandi, geðrænan eða félagslegan, og það þarf að meðhöndla þann vanda og nógu fljótt áður en þau fara að meðhöndla hann sjálf og nota fíkniefni til að deyfa sig.“ Þessi nálgun hafi ekki síst staðið í vegi fyrir þróun meðferðarstarfs að mati Kristínar sem bendir á að Ísland hafi í miklum mæli horft til Bandaríkjanna í meðferðarstarfi þar sem mikil áhersla hafi verið á meðferðir eftir 12 spora módelinu sem henti ekki vel fyrir börn og unglinga. Kristín og félagar hennar í Rótinni hafa einnig gagnrýnt sérstaklega að börn séu í meðferð innan um fullorðna á sjúkrahúsinu Vogi. „Það er bara einn afvötnunarspítali og þess vegna eru börn send þangað. Það er enginn annar staður,“ segir Kristín og bendir á að á sama stað sé verið að senda fólk til að ljúka afplánun refsidóma fyrir alls konar brot. „Við erum með sérstakan barnaspítala og sérstaka barnageðdeild, það er ekki að ástæðulausu. Það hefur ekki verið hugað nægilega að þessum öryggisþætti og öryggi er grundvöllur meðferðar,“ segir Kristín. Arnþór Jónsson, stjórnarformaður SÁÁ, vísar þessari gagnrýni Rótarinnar á bug og segir ungmennadeildina á Vogi alveg lokaða með öfluga öryggisgæslu við innganga. Hann segir gríðarlega gott starf unnið á ungmennadeildinni undir handleiðslu lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og ráðgjafa. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, segir kortlagningu á bæði fjölda og fjölbreytni meðferðarúrræða fyrir börn og ungmenna með fíknivanda standa fyrir dyrum í ráðuneytinu og þeirri vinnu eigi að ljúka innan tveggja mánaða. „Ég er að leggja mikla áherslu á málefni barna enda hef ég trú á því að ef við grípum fyrr inn í, þá sé engin fjárfesting betri fyrir samfélagið,“ segir Ásmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16
Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. 10. apríl 2018 13:22