Vaknaði við mikinn dynk og sá bílinn klesstan uppi á staur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2018 15:30 Ekið var vinstra megin framan á bílinn og færðist hann við úr stæðinu og upp á þennan staur. Svandís Ásta Jónsdóttir óttast að bíllinn hennar sé ónýtur eftir að ekið var á bílinn þar sem honum var lagt í stæði við heimili hennar á Hverfisgötu í nótt. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er bíllinn illa farinn en við áreksturinn færðist bíllinn úr stað og lenti uppi á staur og tré á Hverfisgötunni. Var keyrt framan á hann vinstra megin.Vísir greindi frá því í morgun að tveir menn hafi verið handteknir vegna málsins en þeir voru að ýta bílnum, sem annar þeirra hafði ekið á bíl Svandísar, af vettvangi þegar lögreglan kom að þeim. Þar sem ekki lá fyrir hvor þeirra hafði ekið bílnum voru þeir báðir handteknir en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur það nú fyrir. Málið telst upplýst og hefur verið mönnunum verið sleppt en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum.Bíllinn, sem ekið var á bíl Svandísar, má sjá hér á myndinni fyrir aftan lögreglukonuna.Svandís segir að það hafi verið heppni að lögreglan var akkúrat að keyra Hverfisgötuna í nótt þegar hún sá mennina tvo vera að ýta bílnum sem þeir voru á í burtu en sá bíll var óökufær eftir áreksturinn. Að sögn Svandísar hrökk hún upp úr svefni um klukkan 2:20 í nótt þegar hún heyrði mikinn dynk. „Það er hrikalegt að lenda í að vakna við þetta. Ég var bara uppi í rúmi og vakna við einhvern dynk, þetta var mjög hátt svo þetta hefur verið mikið högg, en hugsa bara að ég fari aftur að sofa. Maðurinn minn var hins vegar búinn að fara út í glugga og sagði mér að það hefði verið keyrt á bílinn. Þá var lögreglan komin á vettvang en ég hljóp bara út á náttfötunum,“ segir Svandís í samtali við Vísi.Eins og sést á þessari mynd er bíll Svandísar illa farinn.Hún veit ekki nákvæmlega í hvernig ástandi bíllinn hennar er en annað dekkið að framan sprakk auk þess sem hún telur að öxullinn sé brotinn eða hjólabúnaðurinn farinn þar sem dekkið var hálfpartinn komið inn í bílinn. „Þetta var það mikið högg að bíllinn fer bara úr stæðinu og upp á staurinn og liggur þar láréttur,“ segir Svandís. Eins og áður segir hefur mönnunum sem voru í bílnum sem ekið var á bíl Svandísar látnir lausir í dag en málið fer nú sína leið í kerfinu að sögn lögreglu. Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir við að ýta bifreið Tveir menn voru handteknir eftir umferðaróhapp á Hverfisgötu í nótt. 11. apríl 2018 06:49 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Svandís Ásta Jónsdóttir óttast að bíllinn hennar sé ónýtur eftir að ekið var á bílinn þar sem honum var lagt í stæði við heimili hennar á Hverfisgötu í nótt. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er bíllinn illa farinn en við áreksturinn færðist bíllinn úr stað og lenti uppi á staur og tré á Hverfisgötunni. Var keyrt framan á hann vinstra megin.Vísir greindi frá því í morgun að tveir menn hafi verið handteknir vegna málsins en þeir voru að ýta bílnum, sem annar þeirra hafði ekið á bíl Svandísar, af vettvangi þegar lögreglan kom að þeim. Þar sem ekki lá fyrir hvor þeirra hafði ekið bílnum voru þeir báðir handteknir en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni liggur það nú fyrir. Málið telst upplýst og hefur verið mönnunum verið sleppt en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum.Bíllinn, sem ekið var á bíl Svandísar, má sjá hér á myndinni fyrir aftan lögreglukonuna.Svandís segir að það hafi verið heppni að lögreglan var akkúrat að keyra Hverfisgötuna í nótt þegar hún sá mennina tvo vera að ýta bílnum sem þeir voru á í burtu en sá bíll var óökufær eftir áreksturinn. Að sögn Svandísar hrökk hún upp úr svefni um klukkan 2:20 í nótt þegar hún heyrði mikinn dynk. „Það er hrikalegt að lenda í að vakna við þetta. Ég var bara uppi í rúmi og vakna við einhvern dynk, þetta var mjög hátt svo þetta hefur verið mikið högg, en hugsa bara að ég fari aftur að sofa. Maðurinn minn var hins vegar búinn að fara út í glugga og sagði mér að það hefði verið keyrt á bílinn. Þá var lögreglan komin á vettvang en ég hljóp bara út á náttfötunum,“ segir Svandís í samtali við Vísi.Eins og sést á þessari mynd er bíll Svandísar illa farinn.Hún veit ekki nákvæmlega í hvernig ástandi bíllinn hennar er en annað dekkið að framan sprakk auk þess sem hún telur að öxullinn sé brotinn eða hjólabúnaðurinn farinn þar sem dekkið var hálfpartinn komið inn í bílinn. „Þetta var það mikið högg að bíllinn fer bara úr stæðinu og upp á staurinn og liggur þar láréttur,“ segir Svandís. Eins og áður segir hefur mönnunum sem voru í bílnum sem ekið var á bíl Svandísar látnir lausir í dag en málið fer nú sína leið í kerfinu að sögn lögreglu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Handteknir við að ýta bifreið Tveir menn voru handteknir eftir umferðaróhapp á Hverfisgötu í nótt. 11. apríl 2018 06:49 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Handteknir við að ýta bifreið Tveir menn voru handteknir eftir umferðaróhapp á Hverfisgötu í nótt. 11. apríl 2018 06:49