Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. apríl 2018 07:37 Kevin Spacey hefur átt í vök að verjast frá því í nóvember síðastliðnum. Vísir/Getty Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. Lítið hefur lekið í fjölmiðla um smáatriði málsins en á vef breska ríkissjónvarpsins kemur fram að um „atvik með karlmanni í vesturhluta Hollywood árið 1992,“ sé að ræða. Lögreglan í Los Angeles hefur þó viljað staðfesta að hún hefur haft málið til rannsóknar frá því í desember. Það hafi svo ratað á borð saksóknara í upphafi þessa mánaðar. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort að hið meinta brot kunni að hafa fyrnst, sem alla jafna er raunin eftir 10 ár í kynferðisbrotamálum í Kaliforníu. Rúmlega 30 karlmenn hafa stigið fram á síðustu mánuðum og ásakað Spacey um að hafa brotið á sér kynferðislega. Talsmaður leikarans hefur ekki viljað tjá sig um hina nýju ákæru en Spacey hefur neitað öllum ásökunum sem komið hafa fram á hendur honum. Þær byrjuðu að hrannast upp eftir að leikarinn Anthony Rapp sagði í nóvember síðastliðnum að Spacey hafi brotið á sér árið 1985. Þá var Rapp 14 ára en Spacey 26 ára. Kevin Spacey sagðist þá ekki muna eftir málinu en að hann bæðist afsökunar, ef hann hafði raunverulega brotið af sér. Hann nýtti jafnframt tækifærið til að koma út úr skápnum - sem þótti mjög taktlaust á þeim tímapunkti. Áskanirnar hafa orðið til þess að Spacey fær varla vinnu við leiklist lengur. Til að mynda þurftu handritshöfundar House of Cards að endurskrifa alla síðustu þáttaröðina eftir að Spacey var rekinn umsvifalaust. Lögreglan í Lundúnum rannsakar að sama skapi þrjú mál sem tengjast meintum kynferðisbrotum leikarans í borginni. Mál Kevin Spacey Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. Lítið hefur lekið í fjölmiðla um smáatriði málsins en á vef breska ríkissjónvarpsins kemur fram að um „atvik með karlmanni í vesturhluta Hollywood árið 1992,“ sé að ræða. Lögreglan í Los Angeles hefur þó viljað staðfesta að hún hefur haft málið til rannsóknar frá því í desember. Það hafi svo ratað á borð saksóknara í upphafi þessa mánaðar. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort að hið meinta brot kunni að hafa fyrnst, sem alla jafna er raunin eftir 10 ár í kynferðisbrotamálum í Kaliforníu. Rúmlega 30 karlmenn hafa stigið fram á síðustu mánuðum og ásakað Spacey um að hafa brotið á sér kynferðislega. Talsmaður leikarans hefur ekki viljað tjá sig um hina nýju ákæru en Spacey hefur neitað öllum ásökunum sem komið hafa fram á hendur honum. Þær byrjuðu að hrannast upp eftir að leikarinn Anthony Rapp sagði í nóvember síðastliðnum að Spacey hafi brotið á sér árið 1985. Þá var Rapp 14 ára en Spacey 26 ára. Kevin Spacey sagðist þá ekki muna eftir málinu en að hann bæðist afsökunar, ef hann hafði raunverulega brotið af sér. Hann nýtti jafnframt tækifærið til að koma út úr skápnum - sem þótti mjög taktlaust á þeim tímapunkti. Áskanirnar hafa orðið til þess að Spacey fær varla vinnu við leiklist lengur. Til að mynda þurftu handritshöfundar House of Cards að endurskrifa alla síðustu þáttaröðina eftir að Spacey var rekinn umsvifalaust. Lögreglan í Lundúnum rannsakar að sama skapi þrjú mál sem tengjast meintum kynferðisbrotum leikarans í borginni.
Mál Kevin Spacey Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Sjáðu fyrsta brotið úr House of Cards eftir að Kevin Spacey var rekinn Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar House of Cards. 6. mars 2018 11:30