Forsætisráðherra segir þingmann Miðflokks fara með þvætting Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2018 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. Vísir/Hanna Forsætisráðherra sagði þingmann Miðflokksins vera með þvætting í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun þegar hann sagði vogunarsjóðum hampað á kostnað öryrkja. Með fjármálaáætluninni væri verið að efla alla innviði samfélagsins og stórauka framlög til velferðarmála. Umræður um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófust á Alþingi í gær og stóðu fram á kvöld. Umræðunum verður framhaldið í dag og á morgun en í dag fara einstakir ráðherrar yfir sína málaflokka í áætluninni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. „Það liggur fyrir að þessi fjármálaáætlun sem við ræðum hér er sóknaráætlun. Hún snýst um að styrkja samfélagslega innviði. Heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og svo mætti áfram telja,“ sagði Katrín. Tekið verði upp samtal við verkalýðshreyfinguna um samspil skatta- og bótakerfa. „Ég vil sérstaklega nefna áætlanir um að draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga sem verið hefur meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ sagði forsætisráðherra. Kallað eftir meiri jöfnuði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að fyrirhugaðar skattabreytingar ykju ekki jöfnuð til að mynda með því að styrkja barnabótakerfið. „Ég tel það vera pólitíska ákvörðun að nýta jöfnunartækin. Sem eru barnabætur, sem eru húsnæðisstuðningur og hærri persónuafsláttur,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina þegar hafa gripið til skattalagabreytinga til jöfnuðar með hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósentustig. Þá væri mikilvægt að ná samstöðu með verkalýðshreyfingunni um aðrar breytingar. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um undanlátsemi við vogunarsjóði í Kaupþingi sem fengju skattalækkun upp á tvo milljarða með afnámi bankaskatts. „Ekki tveir milljarðar til eldri borgara, ekki tveir milljarðar til öryrkja og ekki tveir milljarðar í samgöngur. Nei, tveir milljarðar í bónusa til vogunarsjóðanna í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ sagði Birgir. „Herra forseti ég er nú bara með gátu og hún er; hversu mörgum rangfærslum er hægt að koma fyrir á tveimur mínútum? Því ég held að háttvirtur þingmaður Birgir Þórarinsson hafi slegið einhvers konar met hér í þessari svo kölluðu fyrirspurn,“ sagði forsætisráðherra.Bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara Katrín lýsti efasemdum um að Birgir hefði lesið fjármálaáætlunina þar sem ræða hans bæri þess lítil merki. Framlög til örorkulífeyrisþega hækkuðu um sex milljarða á næsta ári og um tvo milljarða til eldri borgara. „Það á að lækka bankaskattinn um 5,7 milljarða króna. Þar af fara tveir milljarðar beint til vogunarsjóðanna í Kaupþingi. Þetta er ósköp einfalt. Það er ekki hægt að þræta fyrir þetta hæstvirtur forsætisráðherra,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra minnti á að bankaskatturinn hafi verið lagður á timabundið í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að fjármagna skuldaleiðréttinguna sem helst hefði gagnast hinum efnameiri. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Sjá meira
Forsætisráðherra sagði þingmann Miðflokksins vera með þvætting í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun þegar hann sagði vogunarsjóðum hampað á kostnað öryrkja. Með fjármálaáætluninni væri verið að efla alla innviði samfélagsins og stórauka framlög til velferðarmála. Umræður um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófust á Alþingi í gær og stóðu fram á kvöld. Umræðunum verður framhaldið í dag og á morgun en í dag fara einstakir ráðherrar yfir sína málaflokka í áætluninni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. „Það liggur fyrir að þessi fjármálaáætlun sem við ræðum hér er sóknaráætlun. Hún snýst um að styrkja samfélagslega innviði. Heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og svo mætti áfram telja,“ sagði Katrín. Tekið verði upp samtal við verkalýðshreyfinguna um samspil skatta- og bótakerfa. „Ég vil sérstaklega nefna áætlanir um að draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga sem verið hefur meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ sagði forsætisráðherra. Kallað eftir meiri jöfnuði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að fyrirhugaðar skattabreytingar ykju ekki jöfnuð til að mynda með því að styrkja barnabótakerfið. „Ég tel það vera pólitíska ákvörðun að nýta jöfnunartækin. Sem eru barnabætur, sem eru húsnæðisstuðningur og hærri persónuafsláttur,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina þegar hafa gripið til skattalagabreytinga til jöfnuðar með hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósentustig. Þá væri mikilvægt að ná samstöðu með verkalýðshreyfingunni um aðrar breytingar. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um undanlátsemi við vogunarsjóði í Kaupþingi sem fengju skattalækkun upp á tvo milljarða með afnámi bankaskatts. „Ekki tveir milljarðar til eldri borgara, ekki tveir milljarðar til öryrkja og ekki tveir milljarðar í samgöngur. Nei, tveir milljarðar í bónusa til vogunarsjóðanna í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ sagði Birgir. „Herra forseti ég er nú bara með gátu og hún er; hversu mörgum rangfærslum er hægt að koma fyrir á tveimur mínútum? Því ég held að háttvirtur þingmaður Birgir Þórarinsson hafi slegið einhvers konar met hér í þessari svo kölluðu fyrirspurn,“ sagði forsætisráðherra.Bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara Katrín lýsti efasemdum um að Birgir hefði lesið fjármálaáætlunina þar sem ræða hans bæri þess lítil merki. Framlög til örorkulífeyrisþega hækkuðu um sex milljarða á næsta ári og um tvo milljarða til eldri borgara. „Það á að lækka bankaskattinn um 5,7 milljarða króna. Þar af fara tveir milljarðar beint til vogunarsjóðanna í Kaupþingi. Þetta er ósköp einfalt. Það er ekki hægt að þræta fyrir þetta hæstvirtur forsætisráðherra,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra minnti á að bankaskatturinn hafi verið lagður á timabundið í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að fjármagna skuldaleiðréttinguna sem helst hefði gagnast hinum efnameiri. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Sjá meira