Ellilífeyrisþega gert að kosta fornleifauppgröft Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. apríl 2018 06:00 Hjörleifur Hallgríms bjó í æsku á Aðalstræti 12b og vill fá að byggja þar hús en kveðst vera orðinn hundþreyttur á ljónum í veginum. Vísir/Auðunn „Það er svo galið allt saman í kring um þetta og ég, sem er kominn á gamals aldur, er orðinn hundþreyttur á þessu veseni,“ segir Hjörleifur Hallgríms sem stendur í ströngu við að fá að byggja á lóð sinni í innbæ Akureyrar. Hjörleifur keypti fyrir sex árum lóðina Aðalstræti 12b. „Ég keypti þessa lóð því þarna eru æskustöðvar mínar og mig langar kannski að flytja þarna inn,“ segir hann. Á lóðinni stóð Hótel Akureyri. Eftir að hótelrekstrinum var hætt bjó Hjörleifur þar með foreldrum sínum eins og fleiri. Húsið brann til kaldra kola á sjötta áratug síðustu aldar. „Ég má byggja hús sem er 117 fermetrar á tveimur hæðum með risi og hálfum kjallara en hef staðið í stríði við skipulagsdeild Akureyrar öll þess ár um að fá að vera með fjórar litlar íbúðir,“ segir Hjörleifur sem kveðst hafa kært synjunina um leyfi fyrir íbúðunum fjórum. „En ég ætlaði samt að byrja að grafa í haust og láta bara slag standa en þá var mér sagt að Minjastofnun stoppi það af á þeim forsendum að það sé talið að það séu fornminjar undir í lóðinni,“ segir Hjörleifur. Ofan í tafirnar eigi hann að borga fornleifarannsóknina úr eigin vasa.Gröftur á tæpa milljón Rúnar Leifsson, minjavörður Norðurlands eystra, segir í bréfi til Hallgríms að könnunarskurður sumarið 2015 hafi leitt í ljós vegg undir brunarústum Hótels Akureyrar. Veggurinn sé hugsanlega úr eldri byggingu. Á lóðinni hafi meðal annars verið hluti Konungsverslunarhúsanna gömlu. „Til að skera úr um eðli og dreifingu fornleifa sem leynast undir sverði á lóð Aðalstrætis 12b þarf að kanna nánar svæðið frekar með skurðum.“ „Mér er sagt að gröfturinn myndi kosta tæpa milljón. Ég á að leggja út fyrir þessu en ég er ellilífeyrisþegi með tæpar 250 þúsund krónur á mánuði og hef engin efni á því,“ segir Hjörleifur sem bað um sundurliðaða kostnaðaráætlun. Samkvæmt henni á að greiða laun, dagpeninga, akstur, gistingu og fæði fornleifafræðinga sem ætla að vinna í samtals 32 stundir á lóðinni. Síðan bætast við sextán stundir í úrvinnslu. Í bréfi minjavarðar er vitnað til laga um menningarminjar frá árinu 2012: „Framkvæmdaaðili greiðir kostnað við rannsóknir á fornleifum sem Minjastofnun Íslands ákveður að séu nauðsynlegar.“ Og alls óvíst er að Hjörleifur sleppi með þær 927 þúsund krónur sem áætlað er að könnunaruppgröfturinn kosti. „Ákvörðun um hvort ráðast þurfi í frekari mótvægisaðgerðir mun byggja á niðurstöðum þessarar könnunar,“ segir í bréfi minjavarðarins. „Eftir atvikum er mögulegt að krafa verði gerð um heildaruppgröft minja sem kunna að koma í ljós.“ Hjörleifur segist alveg stopp. „Þetta eru þvílík ólög. Það hlýtur að skipta máli hvort um er að ræða stöndug fyrirtæki eða ellilífeyrisþega.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Það er svo galið allt saman í kring um þetta og ég, sem er kominn á gamals aldur, er orðinn hundþreyttur á þessu veseni,“ segir Hjörleifur Hallgríms sem stendur í ströngu við að fá að byggja á lóð sinni í innbæ Akureyrar. Hjörleifur keypti fyrir sex árum lóðina Aðalstræti 12b. „Ég keypti þessa lóð því þarna eru æskustöðvar mínar og mig langar kannski að flytja þarna inn,“ segir hann. Á lóðinni stóð Hótel Akureyri. Eftir að hótelrekstrinum var hætt bjó Hjörleifur þar með foreldrum sínum eins og fleiri. Húsið brann til kaldra kola á sjötta áratug síðustu aldar. „Ég má byggja hús sem er 117 fermetrar á tveimur hæðum með risi og hálfum kjallara en hef staðið í stríði við skipulagsdeild Akureyrar öll þess ár um að fá að vera með fjórar litlar íbúðir,“ segir Hjörleifur sem kveðst hafa kært synjunina um leyfi fyrir íbúðunum fjórum. „En ég ætlaði samt að byrja að grafa í haust og láta bara slag standa en þá var mér sagt að Minjastofnun stoppi það af á þeim forsendum að það sé talið að það séu fornminjar undir í lóðinni,“ segir Hjörleifur. Ofan í tafirnar eigi hann að borga fornleifarannsóknina úr eigin vasa.Gröftur á tæpa milljón Rúnar Leifsson, minjavörður Norðurlands eystra, segir í bréfi til Hallgríms að könnunarskurður sumarið 2015 hafi leitt í ljós vegg undir brunarústum Hótels Akureyrar. Veggurinn sé hugsanlega úr eldri byggingu. Á lóðinni hafi meðal annars verið hluti Konungsverslunarhúsanna gömlu. „Til að skera úr um eðli og dreifingu fornleifa sem leynast undir sverði á lóð Aðalstrætis 12b þarf að kanna nánar svæðið frekar með skurðum.“ „Mér er sagt að gröfturinn myndi kosta tæpa milljón. Ég á að leggja út fyrir þessu en ég er ellilífeyrisþegi með tæpar 250 þúsund krónur á mánuði og hef engin efni á því,“ segir Hjörleifur sem bað um sundurliðaða kostnaðaráætlun. Samkvæmt henni á að greiða laun, dagpeninga, akstur, gistingu og fæði fornleifafræðinga sem ætla að vinna í samtals 32 stundir á lóðinni. Síðan bætast við sextán stundir í úrvinnslu. Í bréfi minjavarðar er vitnað til laga um menningarminjar frá árinu 2012: „Framkvæmdaaðili greiðir kostnað við rannsóknir á fornleifum sem Minjastofnun Íslands ákveður að séu nauðsynlegar.“ Og alls óvíst er að Hjörleifur sleppi með þær 927 þúsund krónur sem áætlað er að könnunaruppgröfturinn kosti. „Ákvörðun um hvort ráðast þurfi í frekari mótvægisaðgerðir mun byggja á niðurstöðum þessarar könnunar,“ segir í bréfi minjavarðarins. „Eftir atvikum er mögulegt að krafa verði gerð um heildaruppgröft minja sem kunna að koma í ljós.“ Hjörleifur segist alveg stopp. „Þetta eru þvílík ólög. Það hlýtur að skipta máli hvort um er að ræða stöndug fyrirtæki eða ellilífeyrisþega.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent