Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 07:25 Árásir þriggja vestrænna ríkja beindust að getu Sýrlandsstjórnar til að beita efnavopnum. Vísir/AFP Loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi grafa undan alþjóðastofnunum sem eiga að leysa úr deilumálum og takmarka útbreiðslu vopna, að mati Samtaka hernaðarandstæðinga. Þau vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gerðu loftárásir sem beindust að skotmörkum sem þeir telja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar á aðfaranótt laugardags. Tilefni árásanna var efnavopnaárás í bænum Douma sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna og vestræn ríki saka Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að. Í ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga segir að árásirnar hafi verið gerðar án samþykkis Sameinuðu þjóðanna og áður en eftirlitsmenn frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) hafi komið til Douma til að rannsaka fullyrðinga um beitingu efnavopna. Loftárásirnar telja hernaðarandstæðingar aldrei geta orðið til þess að koma á friði heldur auki þær hættuna á átökum við Rússa með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá telja samtökin það þversögn að hefna fyrir mannfall óbreyttra borgara með sprengjuárásum sem valdi aðeins frekari dauða og eyðileggingu. „Samtök hernaðarandstæðinga mælast til þess að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum aðildarríkja NATÓ á Sýrland og taki þátt í því að fá stríðsaðila að samningaborðinu og binda þannig enda á styrjöldina með friðsamlegum hætti," segir í ályktuninni. Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi grafa undan alþjóðastofnunum sem eiga að leysa úr deilumálum og takmarka útbreiðslu vopna, að mati Samtaka hernaðarandstæðinga. Þau vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gerðu loftárásir sem beindust að skotmörkum sem þeir telja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar á aðfaranótt laugardags. Tilefni árásanna var efnavopnaárás í bænum Douma sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna og vestræn ríki saka Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að. Í ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga segir að árásirnar hafi verið gerðar án samþykkis Sameinuðu þjóðanna og áður en eftirlitsmenn frá Efnavopnastofnuninni í Haag (OPCW) hafi komið til Douma til að rannsaka fullyrðinga um beitingu efnavopna. Loftárásirnar telja hernaðarandstæðingar aldrei geta orðið til þess að koma á friði heldur auki þær hættuna á átökum við Rússa með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þá telja samtökin það þversögn að hefna fyrir mannfall óbreyttra borgara með sprengjuárásum sem valdi aðeins frekari dauða og eyðileggingu. „Samtök hernaðarandstæðinga mælast til þess að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum aðildarríkja NATÓ á Sýrland og taki þátt í því að fá stríðsaðila að samningaborðinu og binda þannig enda á styrjöldina með friðsamlegum hætti," segir í ályktuninni.
Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma. 14. apríl 2018 00:45
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21