BrewDog stefnir á að opna bar á Íslandi Benedikt Bóas skrifar 16. apríl 2018 06:00 James Watt, annar stofnenda BrewDog-brugghússins sem boðar komu sína til Íslands. Vísir/Getty Brugghúsið BrewDog hefur tilkynnt að það ætli að opna bari í Suður-Kóreu, á Spáni og Íslandi. Stofnendur BrewDog, James Watt og Martin Dickie, uppljóstruðu áætlunum fyrirtækisins á hinum árlega General Mayhem fundi í Aberdeen í Skotlandi fyrir framan 8.000 manns. Alls ætlar BrewDog að opna 17 nýja bari á árinu. Sex verða í Skotlandi, fjórir á Englandi og sjö víða um heim, meðal annars í Reykjavík. Auk þess að tilkynna útrás BrewDog um heiminn upplýstu þeir Watt og Dickie að salan hefði aukist um 78 prósent á milli ára og veltan um 55 prósent. Það er því von á risa inn á barmarkaðinn hér á landi.Sjá einnig: Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Guðfinnur Sölvi Karlsson, löngum þekktur sem Finni, sem á og rekur Prikið segist ekkert kvíða komu BrewDog á íslenskan bar- og bjórmarkað. „Þeir eru velkomnir á markaðinn og vonandi verða þeir bara í stuði. Einn BrewDog verður gott innlegg í barflóruna hér á landi. Hefur kannski áhrif á einhverja án þess að ég viti það. Kannski endar það þannig að við kaupum af þeim bjór og bjóðum upp á ódýran gæðabjór frá BrewDog,“ segir hann. Finni vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að þetta jafnist á við komu Costco til landsins.BrewDog er gríðarlega stórt brugghús og einn fyrsti IPA-bjórinn sem Íslendingar gátu keypt í ÁTVR var einmitt frá fyrirtækinu. Jafnvel væri hægt að orða það sem svo að IPA-klikkunin sé þeim að kennaVísir/getty Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Brugghúsið BrewDog hefur tilkynnt að það ætli að opna bari í Suður-Kóreu, á Spáni og Íslandi. Stofnendur BrewDog, James Watt og Martin Dickie, uppljóstruðu áætlunum fyrirtækisins á hinum árlega General Mayhem fundi í Aberdeen í Skotlandi fyrir framan 8.000 manns. Alls ætlar BrewDog að opna 17 nýja bari á árinu. Sex verða í Skotlandi, fjórir á Englandi og sjö víða um heim, meðal annars í Reykjavík. Auk þess að tilkynna útrás BrewDog um heiminn upplýstu þeir Watt og Dickie að salan hefði aukist um 78 prósent á milli ára og veltan um 55 prósent. Það er því von á risa inn á barmarkaðinn hér á landi.Sjá einnig: Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Guðfinnur Sölvi Karlsson, löngum þekktur sem Finni, sem á og rekur Prikið segist ekkert kvíða komu BrewDog á íslenskan bar- og bjórmarkað. „Þeir eru velkomnir á markaðinn og vonandi verða þeir bara í stuði. Einn BrewDog verður gott innlegg í barflóruna hér á landi. Hefur kannski áhrif á einhverja án þess að ég viti það. Kannski endar það þannig að við kaupum af þeim bjór og bjóðum upp á ódýran gæðabjór frá BrewDog,“ segir hann. Finni vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að þetta jafnist á við komu Costco til landsins.BrewDog er gríðarlega stórt brugghús og einn fyrsti IPA-bjórinn sem Íslendingar gátu keypt í ÁTVR var einmitt frá fyrirtækinu. Jafnvel væri hægt að orða það sem svo að IPA-klikkunin sé þeim að kennaVísir/getty
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15