Hundurinn Rjómi elskar rjóma Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2018 19:42 Rjómi er sjö ára gamall og finnst fátt skemmtilegra en að leika sér með eigendum sínum. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Enginn hundur á Íslandi er eins og hundurinn Rjómi á Selfossi sem er mjög sérstakur í útliti. Það tók eigendur Rjóma nokkur ár að fá leyfi til að flytja hann inn til landsins frá Noregi. Rjómi er það besta sem Rjómi fær. Rjómi býr með eigendum sínum við Tryggvagötuna en fjölskyldan er nýflutt til Íslands eftir að hafa búið í Noregi síðustu ár. Fjölskyldan ætlaði að vera komin löngu fyrr til landsins en vegna mikilla tafa við að fá leyfi hjá Matvælastofnun fyrir flutningi Rjóma töfðust flutningarnir um heil fimm ár. Nú eru hins vegar allir ánægðir að vera komnir til Íslands, ekki síst Rjómi sem elskar það að leika sér úti og hlaupa þar um í ýmsum leikjum. „Þetta er bara frábær lítill orkubolti sem er bara guðsgjöf. Hann er skemmtilegur og bara einn af fjölskyldunni. Rjómi er af tegundinni English Bull terrír, hress, skemmtilegur og hoppandi glaður, hann er í raun og verur fyrir alla“, segir Hilmar Egill Jónsson, eigandi Rjóma.Hilmar Egill, Rjómi og Elva Ísold, fjögurra ára en fjölskyldan flutti nýlega frá Noregi á Selfossi.Magnús Hlynur HreiðarssonHilmar segir Rjóma frábæran fjölskylduhund sem er mjög hrifin af íslenskum Rjóma. „Hann er bara einn af okkur, lífsglaður og fjörugur, vaknar með okkur og leikur með okkur, það er bara allt sem maður þarf“. Rjómi er eini svona hundurinn á Íslandi, það hefur einn svona hundur verið hér áður fyrir mörgum árum en hann er dáinn“. Rjómi er mjög sérstakur í útliti, honum hefur stundum verið líkt við svín. „Hann gerir það, þetta er bleika trýnið og þríhyrningslaga augu sem minna hann á svín“, segir Hilmar skellihlæjandi enda vanur að fá þau viðbrögð hjá fólki að Rjómi sé svínslegur. En ætlar fjölskyldan að fá sér fleiri hunda af sömu tegund og Rjómi eða einhverja aðra óvenjulega tegund ? „Þetta er pottþétt bara einn af mörgum þegar maður er komið á bragðið með þetta þá er þetta líklega það sem koma skal“, segir Hilmar. Að lokum þá geta þess að nú er unnið að heimildamynd um Rjóma og það ferli sem hann þurfti að fara í gegnum til að fá leyfi til að eiga heima á Íslandi hjá Fjölskyldunni sinni. Freyja Kristinsdóttir vinnur að myndinni sem stefnt er á að sýna í bíó á næstunni. Dýr Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Enginn hundur á Íslandi er eins og hundurinn Rjómi á Selfossi sem er mjög sérstakur í útliti. Það tók eigendur Rjóma nokkur ár að fá leyfi til að flytja hann inn til landsins frá Noregi. Rjómi er það besta sem Rjómi fær. Rjómi býr með eigendum sínum við Tryggvagötuna en fjölskyldan er nýflutt til Íslands eftir að hafa búið í Noregi síðustu ár. Fjölskyldan ætlaði að vera komin löngu fyrr til landsins en vegna mikilla tafa við að fá leyfi hjá Matvælastofnun fyrir flutningi Rjóma töfðust flutningarnir um heil fimm ár. Nú eru hins vegar allir ánægðir að vera komnir til Íslands, ekki síst Rjómi sem elskar það að leika sér úti og hlaupa þar um í ýmsum leikjum. „Þetta er bara frábær lítill orkubolti sem er bara guðsgjöf. Hann er skemmtilegur og bara einn af fjölskyldunni. Rjómi er af tegundinni English Bull terrír, hress, skemmtilegur og hoppandi glaður, hann er í raun og verur fyrir alla“, segir Hilmar Egill Jónsson, eigandi Rjóma.Hilmar Egill, Rjómi og Elva Ísold, fjögurra ára en fjölskyldan flutti nýlega frá Noregi á Selfossi.Magnús Hlynur HreiðarssonHilmar segir Rjóma frábæran fjölskylduhund sem er mjög hrifin af íslenskum Rjóma. „Hann er bara einn af okkur, lífsglaður og fjörugur, vaknar með okkur og leikur með okkur, það er bara allt sem maður þarf“. Rjómi er eini svona hundurinn á Íslandi, það hefur einn svona hundur verið hér áður fyrir mörgum árum en hann er dáinn“. Rjómi er mjög sérstakur í útliti, honum hefur stundum verið líkt við svín. „Hann gerir það, þetta er bleika trýnið og þríhyrningslaga augu sem minna hann á svín“, segir Hilmar skellihlæjandi enda vanur að fá þau viðbrögð hjá fólki að Rjómi sé svínslegur. En ætlar fjölskyldan að fá sér fleiri hunda af sömu tegund og Rjómi eða einhverja aðra óvenjulega tegund ? „Þetta er pottþétt bara einn af mörgum þegar maður er komið á bragðið með þetta þá er þetta líklega það sem koma skal“, segir Hilmar. Að lokum þá geta þess að nú er unnið að heimildamynd um Rjóma og það ferli sem hann þurfti að fara í gegnum til að fá leyfi til að eiga heima á Íslandi hjá Fjölskyldunni sinni. Freyja Kristinsdóttir vinnur að myndinni sem stefnt er á að sýna í bíó á næstunni.
Dýr Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira