Vinnufriður Haukur Örn Birgisson skrifar 17. apríl 2018 07:00 Umræðan um skipan dómara við Landsrétt hefur farið fram hjá fáum undanfarið. Ég er þó ekki viss um að margir hafi nennt að setja sig inn í umræðuna og því látið sér nægja að lesa fyrirsagnir í fjölmiðlum, sem gjarnan einkenndust af yfirlýsingum þeirra sem stóðu í einhvers konar pólitík í kringum þetta mikilvæga mál. „Spilling“, „réttaróvissa“, „flokksskírteini“ og „vantraust“ voru meðal helstu gífuryrðanna. Þessar fyrirsagnir gáfu ranga og ósanngjarna mynd af raunverulegri stöðu málsins. Þeir sem hæst töluðu um mikilvægi þess að dómstólar landsins nytu trausts almennings voru þeir sömu og notuðu bragðmestu yfirlýsingarnar þegar þeir töluðu niður þá dómaraskipun sem varð ofan á við meðferð málsins. Það var engu líkara en að þeir teldu þá umsækjendur, sem skipaðir voru af Alþingi, vanhæfa til starfans. Engu máli virtist skipta að allt voru þetta dómarar við héraðsdóma landsins, með áralanga dómarareynslu í farteskinu, sem jafnvel höfðu setið sem dómarar í Hæstarétti Íslands! Ekki vildi ég vera í sporum þessara ágætu umsækjenda, sem rúnir voru trausti af fólki sem situr á Alþingi, hvorki meira né minna. Bíóið hélt svo áfram fyrir skemmstu þegar lögmaður einn, fyrir hönd skjólstæðings síns, lagði fram kröfu um að tiltekinn dómari við Landsrétt myndi víkja sæti í máli vegna meints vanhæfis dómarans. Þessi dómari hafði nefnilega ekki verið meðal þeirra sem, að því er virðist óskeikul, dómnefnd taldi hæfasta til starfans. Réttilega var kröfunni hafnað og var henni svo vísað frá Hæstarétti. Þrátt fyrir það, virðist hún aftur ætla að rata á borð réttarins á næstunni. Það er löngu kominn tími til að þessu farsakennda leikriti í kringum skipan Landsréttardómara ljúki. Dómstóllinn á skilið traust, virðingu og umfram allt vinnufrið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Umræðan um skipan dómara við Landsrétt hefur farið fram hjá fáum undanfarið. Ég er þó ekki viss um að margir hafi nennt að setja sig inn í umræðuna og því látið sér nægja að lesa fyrirsagnir í fjölmiðlum, sem gjarnan einkenndust af yfirlýsingum þeirra sem stóðu í einhvers konar pólitík í kringum þetta mikilvæga mál. „Spilling“, „réttaróvissa“, „flokksskírteini“ og „vantraust“ voru meðal helstu gífuryrðanna. Þessar fyrirsagnir gáfu ranga og ósanngjarna mynd af raunverulegri stöðu málsins. Þeir sem hæst töluðu um mikilvægi þess að dómstólar landsins nytu trausts almennings voru þeir sömu og notuðu bragðmestu yfirlýsingarnar þegar þeir töluðu niður þá dómaraskipun sem varð ofan á við meðferð málsins. Það var engu líkara en að þeir teldu þá umsækjendur, sem skipaðir voru af Alþingi, vanhæfa til starfans. Engu máli virtist skipta að allt voru þetta dómarar við héraðsdóma landsins, með áralanga dómarareynslu í farteskinu, sem jafnvel höfðu setið sem dómarar í Hæstarétti Íslands! Ekki vildi ég vera í sporum þessara ágætu umsækjenda, sem rúnir voru trausti af fólki sem situr á Alþingi, hvorki meira né minna. Bíóið hélt svo áfram fyrir skemmstu þegar lögmaður einn, fyrir hönd skjólstæðings síns, lagði fram kröfu um að tiltekinn dómari við Landsrétt myndi víkja sæti í máli vegna meints vanhæfis dómarans. Þessi dómari hafði nefnilega ekki verið meðal þeirra sem, að því er virðist óskeikul, dómnefnd taldi hæfasta til starfans. Réttilega var kröfunni hafnað og var henni svo vísað frá Hæstarétti. Þrátt fyrir það, virðist hún aftur ætla að rata á borð réttarins á næstunni. Það er löngu kominn tími til að þessu farsakennda leikriti í kringum skipan Landsréttardómara ljúki. Dómstóllinn á skilið traust, virðingu og umfram allt vinnufrið.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar