Sundlaugin í Ásgarði opnar á ný Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2018 14:01 Endurbætur á sundlauginni í Ásgarði og rýmum innandyra er ein stærsta framkvæmdin sem hefur verið í gangi hjá Garðabæ á þessu og síðasta ári. Vísir Ásgarðslaug í Garðabæ opnar á ný sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Dagskráin í Ásgarði hefst kl. 09:45 um morguninn þegar skrifað verður undir samstarfssamning við Embætti landlæknis þess efnis að Garðabær verði ,,Heilsueflandi samfélag“. Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritar samninginn fyrir hönd Garðabæjar og Alma Möller nýr landlæknir fyrir hönd Embætti landlæknis. Við opnun Ásgarðlaugar verður boðið upp á tónlistaratriði og ungir sundiðkendur Stjörnunnar synda fyrstu ferðirnar í nýju lauginni. Dagana 19.-22. apríl nk. er ókeypis aðgangur fyrir alla í Ásgarðslaug í tilefni af enduropnun laugarinnar. Endurbætur á sundlauginni í Ásgarði og rýmum innandyra er ein stærsta framkvæmdin sem hefur verið í gangi hjá Garðabæ á þessu og síðasta ári. Öll yfirborðsefni á á baðklefum og sundlaug hafa verið endurnýjuð. Nýir heitir pottar hafa verið byggðir með nuddstútum undir yfirborðinu, nýr kaldavatnspottur var byggður sem og vað- og setlaug með barnarennibraut. Gufubaðið hefur verið endurnýjað og nýjar útisturtur settar upp fyrir utan. Allar sturtur hafa verið endurnýjaðar. Útiklefar hafa verið endurnýjaðir og í inniklefum karla og kvenna eru nýir klefar fyrir fatlað fólk. Von er á nýrri lyftu ofan í sundlauginni fyrir fatlað fólk í byrjun maí sem bætir verulega aðgengi fyrir fatlaða að lauginni. Ný girðing kemur utan um allt sundlaugarsvæðið og í nýju vaktherbergi verður fullkomið eftirlits- og myndavélakerfi sem eykur mjög öryggi sundlaugargesta. Innandyra var gólf í danssal lagað og rými opnað við hlið salarins þar sem þrekaðstaða almennings flyst upp úr kjallara. Kjallari var jafnframt stækkaður til að koma hreinsibúnaði fyrir. Verkefnið ,,Heilsueflandi samfélag“ inniheldur helstu áhersluþætti landlæknis og er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Áhersla verður lögð á að bæta umhverfi íbúa, draga úr tíðni langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi. Í upphafi verkefnisins í Garðabæ hefur verið ákveðið að börn yngri en 18 ára fá ókeypis aðgang í sundlaugar bæjarins og að Ásgarðslaug verði opin til kl. 22 á kvöldin í sumar í tilraunaskyni. Garðabær Sundlaugar Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ásgarðslaug í Garðabæ opnar á ný sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Dagskráin í Ásgarði hefst kl. 09:45 um morguninn þegar skrifað verður undir samstarfssamning við Embætti landlæknis þess efnis að Garðabær verði ,,Heilsueflandi samfélag“. Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritar samninginn fyrir hönd Garðabæjar og Alma Möller nýr landlæknir fyrir hönd Embætti landlæknis. Við opnun Ásgarðlaugar verður boðið upp á tónlistaratriði og ungir sundiðkendur Stjörnunnar synda fyrstu ferðirnar í nýju lauginni. Dagana 19.-22. apríl nk. er ókeypis aðgangur fyrir alla í Ásgarðslaug í tilefni af enduropnun laugarinnar. Endurbætur á sundlauginni í Ásgarði og rýmum innandyra er ein stærsta framkvæmdin sem hefur verið í gangi hjá Garðabæ á þessu og síðasta ári. Öll yfirborðsefni á á baðklefum og sundlaug hafa verið endurnýjuð. Nýir heitir pottar hafa verið byggðir með nuddstútum undir yfirborðinu, nýr kaldavatnspottur var byggður sem og vað- og setlaug með barnarennibraut. Gufubaðið hefur verið endurnýjað og nýjar útisturtur settar upp fyrir utan. Allar sturtur hafa verið endurnýjaðar. Útiklefar hafa verið endurnýjaðir og í inniklefum karla og kvenna eru nýir klefar fyrir fatlað fólk. Von er á nýrri lyftu ofan í sundlauginni fyrir fatlað fólk í byrjun maí sem bætir verulega aðgengi fyrir fatlaða að lauginni. Ný girðing kemur utan um allt sundlaugarsvæðið og í nýju vaktherbergi verður fullkomið eftirlits- og myndavélakerfi sem eykur mjög öryggi sundlaugargesta. Innandyra var gólf í danssal lagað og rými opnað við hlið salarins þar sem þrekaðstaða almennings flyst upp úr kjallara. Kjallari var jafnframt stækkaður til að koma hreinsibúnaði fyrir. Verkefnið ,,Heilsueflandi samfélag“ inniheldur helstu áhersluþætti landlæknis og er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu og stuðla að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum. Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Áhersla verður lögð á að bæta umhverfi íbúa, draga úr tíðni langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi. Í upphafi verkefnisins í Garðabæ hefur verið ákveðið að börn yngri en 18 ára fá ókeypis aðgang í sundlaugar bæjarins og að Ásgarðslaug verði opin til kl. 22 á kvöldin í sumar í tilraunaskyni.
Garðabær Sundlaugar Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira