Heilsteypt – ekki steinsteypt Sigurveig H. Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða er reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og í stjórnmálaumræðunni. Rök eru iðulega færð fyrir frekari byggingu hjúkrunarrýma með tilvísun í fjölgun eldra fólks og fjölda þeirra sem dvelja á Landspítala-Háskólahúsi og geta af einhverjum ástæðum ekki útskrifast til síns heima. Íslendingum á lífeyrisaldri er að fjölga og mun fjölga enn frekar á næstu áratugum. Þar með er ekki gefið að fjölgun eldra fólks leiði af sér þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir tólf ár eða upp úr árinu 2030. Ástæðan er einfaldlega sú að eldri aldurshópurinn, 80 ára og eldri, fer ekki stækkandi fyrr en upp úr 2025 og það er sá hópur sem ætla má að þurfi helst á þjónustu í hjúkrunarrýmum að halda. Í rúma þrjá áratugi hefur verið lögfest sú stefna að efla og samþætta eigi félagslega og heilbrigðislega þjónustu við aldraða. Sú meginlína er í lögum um málefni aldraðra síðan 1982. En hvað hefur í raun og veru gerst? Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands var hlutfall heimila aldraðra sem fengu heimaþjónustu sveitarfélaga um 19,2% árið 2000, hækkaði í 21,4 árið 2003 en hefur farið lækkandi síðan og er nú á sama stað og fyrr, 19,4% árið 2016. Hlutfall þeirra sem dvelja á stofnun fyrir aldraða hefur á sama tíma farið lækkandi og sérstaklega í aldurshópum eldra fólks milli 70-85 ára. Þessar tölur og norrænar samanburðartölur sem og rannsóknir í málaflokknum benda í þá átt að heimaþjónustan hafi ekki aukist eins og ætla mátti heldur aðeins tæplega haldið í við fjölgun íbúa í aldurshópnum. Fjölgun eldra fólks hefur síðan ekki leitt til hlutfallslegrar fjölgunar inni á stofnunum, heldur frekar dregið úr. Upplýsingar um fjölda notenda, heimsóknartíðni og tíma eru ekki aðgengilegar en vísbendingar eru um að þjónustan geri ekki nema að halda í við fjölgun í aldurshópnum.Halldór S. Guðmundsson dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsLíklegt er því að félagslegar, menningarlegar og heilsufarslegar aðstæður eldra fólks hafi breyst töluvert á síðustu áratugum og að fleiri aldraðir einstaklingar séu betur á sig komnir, hafi það betra og búi við betri heilbrigðisþjónustu en fólk á sama aldri fyrir nokkrum áratugum. Þá liggur fyrir að aðstoð fjölskyldunnar við eldri fjölskyldumeðlimi er umfangsmikil. Í tillögum að stefnumótun í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða til ársins 2035, sem birt var á heimasíðu velferðarráðuneytis 17. mars 2017, er lögð til grundvallar sú framtíðarsýn að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri geti búið heima. Þessi tillaga er í takti við fyrri stefnumið og áherslur og reynslu annars staðar á Norðurlöndum um að eldra fólk búi að jafnaði við það góða heilsu að það geti búið heima með viðeigandi stuðningi. Samkvæmt þessu stefnumiði og fyrrgreindum breytingum á félags- og heilsufarslegri stöðu eldra fólks er ljóst að ekki er þörf á fjölgun hjúkrunarrýma á næstu árum. Í dag eru um 2.700 hjúkrunarrými á landinu og árið 2035 þurfa þau, sé miðað við mannfjöldaspá, að vera um 3.400. Fram til 2030 nægir núverandi fjöldi rýma, en svo þarf að fjölga þeim um 130 á ári á tímabilinu frá 2030-2035 til að standa við stefnumið sem taka mið af að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri muni búi heima með aðstoð og að 15% muni mögulega þurfa dvöl á hjúkrunarheimili. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru langir biðlistar eftir dvöl á hjúkrunarheimilum. Væri ekki skynsamlegra að skoða hvers vegna svo sé og huga að heildarstefnu í málaflokkunum frekar en að hefja frekari byggingar? Getur verið að fólk treysti sér ekki til að vera heima vegna hræðslu við að fá ekki viðeigandi þjónustu þegar hennar gerist þörf? Hvert á að leita og hver gerir hvað? Hvaða aðstandendur endast við að styðja sína öldruðu til að búa heima ef upplýsingar og traust til samþættrar og heilsteyptrar þjónustu vantar. Það sem liggur á að gera, ekki seinna en strax, er að stórefla heimaþjónustu, heimahjúkrun og dagdvalir fyrir eldra fólk. Það þarf að gera markvisst fram til ársins 2030 og um leið leggja áherslu á notendamiðaða aðstoð sem byggir á samhæfingu þjónustukerfa og trausti í stað steinsteypu.Höfundar eru dósentar við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða er reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og í stjórnmálaumræðunni. Rök eru iðulega færð fyrir frekari byggingu hjúkrunarrýma með tilvísun í fjölgun eldra fólks og fjölda þeirra sem dvelja á Landspítala-Háskólahúsi og geta af einhverjum ástæðum ekki útskrifast til síns heima. Íslendingum á lífeyrisaldri er að fjölga og mun fjölga enn frekar á næstu áratugum. Þar með er ekki gefið að fjölgun eldra fólks leiði af sér þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir tólf ár eða upp úr árinu 2030. Ástæðan er einfaldlega sú að eldri aldurshópurinn, 80 ára og eldri, fer ekki stækkandi fyrr en upp úr 2025 og það er sá hópur sem ætla má að þurfi helst á þjónustu í hjúkrunarrýmum að halda. Í rúma þrjá áratugi hefur verið lögfest sú stefna að efla og samþætta eigi félagslega og heilbrigðislega þjónustu við aldraða. Sú meginlína er í lögum um málefni aldraðra síðan 1982. En hvað hefur í raun og veru gerst? Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands var hlutfall heimila aldraðra sem fengu heimaþjónustu sveitarfélaga um 19,2% árið 2000, hækkaði í 21,4 árið 2003 en hefur farið lækkandi síðan og er nú á sama stað og fyrr, 19,4% árið 2016. Hlutfall þeirra sem dvelja á stofnun fyrir aldraða hefur á sama tíma farið lækkandi og sérstaklega í aldurshópum eldra fólks milli 70-85 ára. Þessar tölur og norrænar samanburðartölur sem og rannsóknir í málaflokknum benda í þá átt að heimaþjónustan hafi ekki aukist eins og ætla mátti heldur aðeins tæplega haldið í við fjölgun íbúa í aldurshópnum. Fjölgun eldra fólks hefur síðan ekki leitt til hlutfallslegrar fjölgunar inni á stofnunum, heldur frekar dregið úr. Upplýsingar um fjölda notenda, heimsóknartíðni og tíma eru ekki aðgengilegar en vísbendingar eru um að þjónustan geri ekki nema að halda í við fjölgun í aldurshópnum.Halldór S. Guðmundsson dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsLíklegt er því að félagslegar, menningarlegar og heilsufarslegar aðstæður eldra fólks hafi breyst töluvert á síðustu áratugum og að fleiri aldraðir einstaklingar séu betur á sig komnir, hafi það betra og búi við betri heilbrigðisþjónustu en fólk á sama aldri fyrir nokkrum áratugum. Þá liggur fyrir að aðstoð fjölskyldunnar við eldri fjölskyldumeðlimi er umfangsmikil. Í tillögum að stefnumótun í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða til ársins 2035, sem birt var á heimasíðu velferðarráðuneytis 17. mars 2017, er lögð til grundvallar sú framtíðarsýn að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri geti búið heima. Þessi tillaga er í takti við fyrri stefnumið og áherslur og reynslu annars staðar á Norðurlöndum um að eldra fólk búi að jafnaði við það góða heilsu að það geti búið heima með viðeigandi stuðningi. Samkvæmt þessu stefnumiði og fyrrgreindum breytingum á félags- og heilsufarslegri stöðu eldra fólks er ljóst að ekki er þörf á fjölgun hjúkrunarrýma á næstu árum. Í dag eru um 2.700 hjúkrunarrými á landinu og árið 2035 þurfa þau, sé miðað við mannfjöldaspá, að vera um 3.400. Fram til 2030 nægir núverandi fjöldi rýma, en svo þarf að fjölga þeim um 130 á ári á tímabilinu frá 2030-2035 til að standa við stefnumið sem taka mið af að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri muni búi heima með aðstoð og að 15% muni mögulega þurfa dvöl á hjúkrunarheimili. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru langir biðlistar eftir dvöl á hjúkrunarheimilum. Væri ekki skynsamlegra að skoða hvers vegna svo sé og huga að heildarstefnu í málaflokkunum frekar en að hefja frekari byggingar? Getur verið að fólk treysti sér ekki til að vera heima vegna hræðslu við að fá ekki viðeigandi þjónustu þegar hennar gerist þörf? Hvert á að leita og hver gerir hvað? Hvaða aðstandendur endast við að styðja sína öldruðu til að búa heima ef upplýsingar og traust til samþættrar og heilsteyptrar þjónustu vantar. Það sem liggur á að gera, ekki seinna en strax, er að stórefla heimaþjónustu, heimahjúkrun og dagdvalir fyrir eldra fólk. Það þarf að gera markvisst fram til ársins 2030 og um leið leggja áherslu á notendamiðaða aðstoð sem byggir á samhæfingu þjónustukerfa og trausti í stað steinsteypu.Höfundar eru dósentar við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar