Samstaða um netöryggi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Þrátt fyrir að Ísland státi af toppeinkunn frá Alþjóðafjarskiptasambandinu í upplýsingatækni og fjarskiptum er enn langt í land með að við náum sömu stöðu í netöryggismálum. Þessu þarf að kippa í liðinn sem fyrst. Í skýrslu innanríkisráðherra frá 2015 eru nefnd fjögur meginmarkmið sem eiga að tryggja netöryggi: Meiri geta almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til að verjast netógnum, aukið þol upplýsingakerfa til að bregðast við áföllum, löggjöf í samræmi við alþjóðlegar kröfur og skuldbindingar og hæfni lögreglu til að fást við glæpi tengda net- og upplýsingaöryggi. Á fundi Norðurlandaráðs á Akureyri í síðustu viku samþykkti forsætisnefnd ráðsins að beina þeim tilmælum til norrænna stjórnvalda að auka samstarf landanna á sviði netvarna og þá einnig samstarf við Eystrasaltsríkin. Þau ríki, sér í lagi Eistland, hafa náð hvað lengst á sviði netöryggis, en öndvegissetur NATO um netvarnir er staðsett í Tallinn. Þessi jákvæða tillaga var reyndar ekki samþykkt einróma því fulltrúar vinstriflokka í Norðurlandaráði, VG þar með talinn, studdu hana ekki. Vonandi hefur sú afstaða VG ekki áhrif á áherslur og áhuga ríkisstjórnar Íslands í þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki. Það er þó ljóst að í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu ára er fátt bitastætt um netöryggi og þegar ég átti orðastað við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra um málið á Alþingi í síðustu viku staðfesti hann að ekki væri tekið nægilega á netöryggismálum í fjármálaáætluninni. Til að gæta sannmælis er rétt að geta þess að samgönguráðherra sagði líka að það yrði að taka á málinu í næstu fjármálaáætlun. Það er grundvallarkrafa að ríkisstjórn Íslands sé samstiga í að leita bestu hugsanlegu leiða til að tryggja netöryggi þjóðarinnar. Annars vegar með því samstarfi sem býðst við þjóðir sem fremst standa og hins vegar með því að tryggja nauðsynlegt fjármagn í málaflokkinn. Misvísandi skilaboð og hik þegar kemur að því að taka af skarið er ekki í boði.Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að Ísland státi af toppeinkunn frá Alþjóðafjarskiptasambandinu í upplýsingatækni og fjarskiptum er enn langt í land með að við náum sömu stöðu í netöryggismálum. Þessu þarf að kippa í liðinn sem fyrst. Í skýrslu innanríkisráðherra frá 2015 eru nefnd fjögur meginmarkmið sem eiga að tryggja netöryggi: Meiri geta almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til að verjast netógnum, aukið þol upplýsingakerfa til að bregðast við áföllum, löggjöf í samræmi við alþjóðlegar kröfur og skuldbindingar og hæfni lögreglu til að fást við glæpi tengda net- og upplýsingaöryggi. Á fundi Norðurlandaráðs á Akureyri í síðustu viku samþykkti forsætisnefnd ráðsins að beina þeim tilmælum til norrænna stjórnvalda að auka samstarf landanna á sviði netvarna og þá einnig samstarf við Eystrasaltsríkin. Þau ríki, sér í lagi Eistland, hafa náð hvað lengst á sviði netöryggis, en öndvegissetur NATO um netvarnir er staðsett í Tallinn. Þessi jákvæða tillaga var reyndar ekki samþykkt einróma því fulltrúar vinstriflokka í Norðurlandaráði, VG þar með talinn, studdu hana ekki. Vonandi hefur sú afstaða VG ekki áhrif á áherslur og áhuga ríkisstjórnar Íslands í þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki. Það er þó ljóst að í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu ára er fátt bitastætt um netöryggi og þegar ég átti orðastað við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra um málið á Alþingi í síðustu viku staðfesti hann að ekki væri tekið nægilega á netöryggismálum í fjármálaáætluninni. Til að gæta sannmælis er rétt að geta þess að samgönguráðherra sagði líka að það yrði að taka á málinu í næstu fjármálaáætlun. Það er grundvallarkrafa að ríkisstjórn Íslands sé samstiga í að leita bestu hugsanlegu leiða til að tryggja netöryggi þjóðarinnar. Annars vegar með því samstarfi sem býðst við þjóðir sem fremst standa og hins vegar með því að tryggja nauðsynlegt fjármagn í málaflokkinn. Misvísandi skilaboð og hik þegar kemur að því að taka af skarið er ekki í boði.Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar