Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 22:02 Hratt hefur gengið á Grænlandsjökul undanfarna áratugi eftir því sem loftið og hafið hlýnar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Vísir/AFP Ískjarnarannsóknir á vestanverðu Grænlandi benda til þess að ísinn þar bráðni nú hraðar en hann hefur gert í að minnsta kosti 450 ár og líklega í allt að þúsundir ára. Bráðnun Grænlandsjökuls hækkar yfirborð sjávar nú þegar um allt að millímetra á ári. Hópur vísindamanna frá fjórum bandarískum háskólum boruðu og tóku sjö þrjátíu metra langa ískjarna úr hluta jökulsins þar sem ísinn bráðnar á sumrin en bráðnunarvatnið rennur ekki út í sjó heldur sjatnar ofan í ísinn og frýs aftur. Þessi lög bráðnunarvatns sem hefur frosið aftur eru greinileg í ískjörnunum. Vísindamennirnir notuðu þau til þess að greina hversu mikið jökullinn hefur bráðnað og breytingar sem hafa orðið á bráðnuninni í gegnum aldirnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þegar kjarnarnir voru bornir saman við aðra sem voru teknir á 10. áratug síðustu aldar og langan kjarna sem nær allt aftur til ársins 1547 kom í ljós að önnur eins bráðnun og nú á sér stað hefur ekki sést í 450 ár. Grein um rannsóknina birtist í tímaritinu Geophysical Research Letters.Líklega ekki gerst í 7.000-8.000 árErich Osterberg, jöklafræðingur frá Dartmouth-háskóla, segir að líklega sé hraði bráðnunarinnar nú enn fordæmalausari. „Síðast þegar var eins hlýtt og nú fengum við mun meiri geislun frá sólinni vegna sporbrautar jarðarinnar og það var sennilega fyrir [7.000] eða 8.000 árum,“ segir hann. Orsakir slíkar bráðnunar virðast hafa verið óvenjuhlýr sjór umhverfis Grænland og svonefndar fyrirstöðuhæðir sem héldu hlýju lofti yfir jöklinum. Rannsókn vísindamannanna nú bendir hins vegar til þess að bráðnunin fyrr á tímum hafi ekki verið eins mikil og nú. Sú hnattræna hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu rúmu öldina valdi hraðari bráðnun nú. Gríðarlegt magn ferskvatns er bundið í Grænlandsjökli. Bráðnaði ísinn allur hækkaði hann yfirborð sjávar um sex metra. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Ískjarnarannsóknir á vestanverðu Grænlandi benda til þess að ísinn þar bráðni nú hraðar en hann hefur gert í að minnsta kosti 450 ár og líklega í allt að þúsundir ára. Bráðnun Grænlandsjökuls hækkar yfirborð sjávar nú þegar um allt að millímetra á ári. Hópur vísindamanna frá fjórum bandarískum háskólum boruðu og tóku sjö þrjátíu metra langa ískjarna úr hluta jökulsins þar sem ísinn bráðnar á sumrin en bráðnunarvatnið rennur ekki út í sjó heldur sjatnar ofan í ísinn og frýs aftur. Þessi lög bráðnunarvatns sem hefur frosið aftur eru greinileg í ískjörnunum. Vísindamennirnir notuðu þau til þess að greina hversu mikið jökullinn hefur bráðnað og breytingar sem hafa orðið á bráðnuninni í gegnum aldirnar, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Þegar kjarnarnir voru bornir saman við aðra sem voru teknir á 10. áratug síðustu aldar og langan kjarna sem nær allt aftur til ársins 1547 kom í ljós að önnur eins bráðnun og nú á sér stað hefur ekki sést í 450 ár. Grein um rannsóknina birtist í tímaritinu Geophysical Research Letters.Líklega ekki gerst í 7.000-8.000 árErich Osterberg, jöklafræðingur frá Dartmouth-háskóla, segir að líklega sé hraði bráðnunarinnar nú enn fordæmalausari. „Síðast þegar var eins hlýtt og nú fengum við mun meiri geislun frá sólinni vegna sporbrautar jarðarinnar og það var sennilega fyrir [7.000] eða 8.000 árum,“ segir hann. Orsakir slíkar bráðnunar virðast hafa verið óvenjuhlýr sjór umhverfis Grænland og svonefndar fyrirstöðuhæðir sem héldu hlýju lofti yfir jöklinum. Rannsókn vísindamannanna nú bendir hins vegar til þess að bráðnunin fyrr á tímum hafi ekki verið eins mikil og nú. Sú hnattræna hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu rúmu öldina valdi hraðari bráðnun nú. Gríðarlegt magn ferskvatns er bundið í Grænlandsjökli. Bráðnaði ísinn allur hækkaði hann yfirborð sjávar um sex metra.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Mildari norðanátt hluti af miklum breytingum á Norður-Íshafi Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu er við sögulegt lágmark. Hop íssins hefur áhrif á veðurfar sunnar á jörðinni og hefur meðal annar mildað norðanáttina á Íslandi. 29. mars 2018 11:00
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55