Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. apríl 2018 07:00 Áfengisauglýsingar með keyptri dreifingu á Facebook hafa verið áberandi. Mennta- og menningarmálaráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för þegar afstaða verður tekin til þess hvort farið verði að tillögum nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að afnema bann við áfengisauglýsingum. Mjög góð rök þurfi að vera fyrir breytingum á lögunum. Áfengisframleiðendur og innflytjendur hafa löngum skautað fram hjá hinu umdeilda banni með því meðal annars að auglýsa léttöl í stað bjórs í hefðbundnum fjölmiðlum. Framleiðendur og innflytjendur hafa þó undanfarið nýtt sér samfélagsmiðla til að koma auglýsingum sínum óhindrað á framfæri, utan lögsögu íslenska auglýsingabannsins. Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af keyptri dreifingu á auglýsingum framleiðenda og innflytjenda af Facebook, sem birst hafa neytendum óhindrað á tímalínu þeirra nýverið, óháð því hvort þeir séu fylgjendur viðkomandi síðu á Facebook. Þar á meðal leik þar sem verið var að gefa tvo kassa af páskabjór og kynna nýtt útlit og umbúðir á annarri þekktri tegund. Með Facebook-auglýsingum er hægt að klæðskerasníða dreifingu auglýsinganna að tilteknum markhópi. Þeir framleiðendur sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast nota þennan möguleika af ábyrgð og benda meðal annars á að í flestum ef ekki öllum tilfellum séu aldurstakmörk á því hverjir geti fylgst með síðunum á samfélagsmiðlum. Bent hefur verið á að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum hér á landi sé gagnslítið gagnvart þessum nýju óhindruðum leiðum til að ná til neytenda.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/ErnirLilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir rétt að aðgengi í tengslum við samfélagsmiðla, tækni- og hina stafrænu byltingu, sé gjörbreytt. Á borði hennar liggja nú tillögur nefndarinnar þar sem meirihluti hennar lagði meðal annars til að birting á áfengis- og tóbaksauglýsingum verði heimiluð innan þess ramma sem alþjóðlegar skuldbindingar Íslands segja til um. Í tillögunni segir:„Bent hefur verið á að bannið þjóni vart tilgangi sínum lengur þar sem slíkar auglýsingar berist Íslendingum í erlendum miðlum, hvort sem er í gegnum erlenda hljóð- og myndmiðla, erlenda vefi og samfélagsmiðla eða erlend blöð og tímarit.“ Lilja segir skýrt að sú ákvörðun sem tekin verði muni byggjast á lýðheilsusjónarmiðum. „Það skiptir mestu máli að mínu mati. Nefndin skilaði niðurstöðu til mín í febrúar og hef ég þegar sett af stað vinnu þar sem við erum að fara yfir tillögurnar. Þetta er ein af tillögunum sem við erum að fara yfir, hvað þetta þýði fyrir fjölmiðla, hvernig önnur ríki hafa verið að nálgast áfengisauglýsingar og hvað þetta þýði með tilliti til aukinnar neyslu og aðgengis. Okkur hefur tekist mjög vel til hvað þetta varðar hingað til. Þess vegna þurfum við að stíga mjög varlega til jarðar og það þurfa að vera mjög góð rök fyrir því að við gerum breytingar. Við erum að skoða þetta en það verður fyrst og síðast lýðheilsustefna sem ræður för um hvaða stefna verður tekin.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur að koma Costco hafi áhrif á nýja og umdeilda auglýsingu ÁTVR Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. 13. júlí 2017 20:00 Ólöglegar áfengisauglýsingar „úti um allt“ Þrátt fyrir að yfir fimmtán hundruð tilkynningar um ólöglegar áfengisauglýsingar hafi borist stjórnvöldum þá hefur ekki verið gripið í taumana. 18. nóvember 2017 20:30 Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Stefnt er á að lækka virðisaukaskatt af fjölmiðlaáskriftum. Nefndarmenn í nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla greinir á um hvort taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði og hvort breyta eigi lögum um áfengisauglýsingar. 26. janúar 2018 06:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för þegar afstaða verður tekin til þess hvort farið verði að tillögum nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að afnema bann við áfengisauglýsingum. Mjög góð rök þurfi að vera fyrir breytingum á lögunum. Áfengisframleiðendur og innflytjendur hafa löngum skautað fram hjá hinu umdeilda banni með því meðal annars að auglýsa léttöl í stað bjórs í hefðbundnum fjölmiðlum. Framleiðendur og innflytjendur hafa þó undanfarið nýtt sér samfélagsmiðla til að koma auglýsingum sínum óhindrað á framfæri, utan lögsögu íslenska auglýsingabannsins. Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af keyptri dreifingu á auglýsingum framleiðenda og innflytjenda af Facebook, sem birst hafa neytendum óhindrað á tímalínu þeirra nýverið, óháð því hvort þeir séu fylgjendur viðkomandi síðu á Facebook. Þar á meðal leik þar sem verið var að gefa tvo kassa af páskabjór og kynna nýtt útlit og umbúðir á annarri þekktri tegund. Með Facebook-auglýsingum er hægt að klæðskerasníða dreifingu auglýsinganna að tilteknum markhópi. Þeir framleiðendur sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast nota þennan möguleika af ábyrgð og benda meðal annars á að í flestum ef ekki öllum tilfellum séu aldurstakmörk á því hverjir geti fylgst með síðunum á samfélagsmiðlum. Bent hefur verið á að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum hér á landi sé gagnslítið gagnvart þessum nýju óhindruðum leiðum til að ná til neytenda.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/ErnirLilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir rétt að aðgengi í tengslum við samfélagsmiðla, tækni- og hina stafrænu byltingu, sé gjörbreytt. Á borði hennar liggja nú tillögur nefndarinnar þar sem meirihluti hennar lagði meðal annars til að birting á áfengis- og tóbaksauglýsingum verði heimiluð innan þess ramma sem alþjóðlegar skuldbindingar Íslands segja til um. Í tillögunni segir:„Bent hefur verið á að bannið þjóni vart tilgangi sínum lengur þar sem slíkar auglýsingar berist Íslendingum í erlendum miðlum, hvort sem er í gegnum erlenda hljóð- og myndmiðla, erlenda vefi og samfélagsmiðla eða erlend blöð og tímarit.“ Lilja segir skýrt að sú ákvörðun sem tekin verði muni byggjast á lýðheilsusjónarmiðum. „Það skiptir mestu máli að mínu mati. Nefndin skilaði niðurstöðu til mín í febrúar og hef ég þegar sett af stað vinnu þar sem við erum að fara yfir tillögurnar. Þetta er ein af tillögunum sem við erum að fara yfir, hvað þetta þýði fyrir fjölmiðla, hvernig önnur ríki hafa verið að nálgast áfengisauglýsingar og hvað þetta þýði með tilliti til aukinnar neyslu og aðgengis. Okkur hefur tekist mjög vel til hvað þetta varðar hingað til. Þess vegna þurfum við að stíga mjög varlega til jarðar og það þurfa að vera mjög góð rök fyrir því að við gerum breytingar. Við erum að skoða þetta en það verður fyrst og síðast lýðheilsustefna sem ræður för um hvaða stefna verður tekin.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur að koma Costco hafi áhrif á nýja og umdeilda auglýsingu ÁTVR Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. 13. júlí 2017 20:00 Ólöglegar áfengisauglýsingar „úti um allt“ Þrátt fyrir að yfir fimmtán hundruð tilkynningar um ólöglegar áfengisauglýsingar hafi borist stjórnvöldum þá hefur ekki verið gripið í taumana. 18. nóvember 2017 20:30 Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Stefnt er á að lækka virðisaukaskatt af fjölmiðlaáskriftum. Nefndarmenn í nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla greinir á um hvort taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði og hvort breyta eigi lögum um áfengisauglýsingar. 26. janúar 2018 06:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Telur að koma Costco hafi áhrif á nýja og umdeilda auglýsingu ÁTVR Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. 13. júlí 2017 20:00
Ólöglegar áfengisauglýsingar „úti um allt“ Þrátt fyrir að yfir fimmtán hundruð tilkynningar um ólöglegar áfengisauglýsingar hafi borist stjórnvöldum þá hefur ekki verið gripið í taumana. 18. nóvember 2017 20:30
Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Stefnt er á að lækka virðisaukaskatt af fjölmiðlaáskriftum. Nefndarmenn í nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla greinir á um hvort taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði og hvort breyta eigi lögum um áfengisauglýsingar. 26. janúar 2018 06:30