Hundinum sem réðst á drenginn lógað Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2018 16:59 Drengurinn slasaðist illa en það reyndist honum vel að vera með hjálm á höfðinu. Hann hafði verið á hjóli. vísir/heiða Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. Þetta staðfestir eigandi hundsins í samtali við Vísi en hann var mættur til dýralæknis þar sem aðgerðin fór fram þegar Vísir náði af honum tali. „Ég vona svo sannarlega að barnið nái sér að fullu og mun fylgjast með því enda í stöðugu sambandi við foreldra þess,“ segir Vilhelm Patrick Bernhöft eigandi hundsins sem var af tegundinni Alaska Malamute. Hann vildi ekki ræða málið nánar þar sem hann væri að syrgja hundinn sinn. Hundurinn var í keðju fyrir utan hús eigandans í Vatnsendahvefinu í Kópavogi þegar drengurinn fór að honum til að kjassa hann. Fór það svo að hundurinn beit drenginn illa sem var hraðað á sjúkrahús þar sem þurfti að sauma um áttatíu spor í andlit hans. Eigendur hundsins voru ekki heima en sonur Vilhelms á tvítugsaldri var heima. Nágrannar sem Vísir ræddi við í dag segja það hafa verið tímaspursmál hvenær eitthvað gerðist með hundinn sem væri langtímum saman í keðju fyrir utan húsið. Póstburðarmaður hafi verið bitinn en fyrir það þvertekur Vilhelm. Í 11. grein samþykktar um hundahald í Kópavogi segir að hafi eigandi ástæður til þess að ætla að hundur hans sé grimmur skuli hann sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis. „Hafi hundur bitið mann og/eða er hættulegur getur eftirlitsaðili, tjónþoli eða forráðamaður hans krafist þess að hundurinn verði aflífaður. Óski hundaeigandi þess skal leita álits sérfróðs aðila, dýralæknis eða hundaþjálfara sem Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis viðurkennir áður en ákvörðun um aflífun er tekin.“ Dýr Tengdar fréttir Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. Þetta staðfestir eigandi hundsins í samtali við Vísi en hann var mættur til dýralæknis þar sem aðgerðin fór fram þegar Vísir náði af honum tali. „Ég vona svo sannarlega að barnið nái sér að fullu og mun fylgjast með því enda í stöðugu sambandi við foreldra þess,“ segir Vilhelm Patrick Bernhöft eigandi hundsins sem var af tegundinni Alaska Malamute. Hann vildi ekki ræða málið nánar þar sem hann væri að syrgja hundinn sinn. Hundurinn var í keðju fyrir utan hús eigandans í Vatnsendahvefinu í Kópavogi þegar drengurinn fór að honum til að kjassa hann. Fór það svo að hundurinn beit drenginn illa sem var hraðað á sjúkrahús þar sem þurfti að sauma um áttatíu spor í andlit hans. Eigendur hundsins voru ekki heima en sonur Vilhelms á tvítugsaldri var heima. Nágrannar sem Vísir ræddi við í dag segja það hafa verið tímaspursmál hvenær eitthvað gerðist með hundinn sem væri langtímum saman í keðju fyrir utan húsið. Póstburðarmaður hafi verið bitinn en fyrir það þvertekur Vilhelm. Í 11. grein samþykktar um hundahald í Kópavogi segir að hafi eigandi ástæður til þess að ætla að hundur hans sé grimmur skuli hann sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis. „Hafi hundur bitið mann og/eða er hættulegur getur eftirlitsaðili, tjónþoli eða forráðamaður hans krafist þess að hundurinn verði aflífaður. Óski hundaeigandi þess skal leita álits sérfróðs aðila, dýralæknis eða hundaþjálfara sem Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis viðurkennir áður en ákvörðun um aflífun er tekin.“
Dýr Tengdar fréttir Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22