Vill að herinn standi vörð við landamærin Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2018 18:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að her ríkisins standi vörð á landamærunum við Mexíkó þar til fyrirhugaður veggur hans hefur verið byggður. Þetta sagði Trump í hádegisverði með leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í dag og sagðist hann þegar hafa rætt þetta við Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. „Við ætlum að vernda landamæri okkar með hernum,“ sagði Trump og talaði hann um að „stórt skref“ væri að ræða samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Við getum ekki leyft fólki að flæða ólöglega inn í landið okkar, þar sem þau hverfa, og jafnvel, mæta ekki fyrir dóm.“ Trump hefur áður stungið upp á því að „stóri fallegi“ veggurinn verði byggður með fjármunum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og sagt það vera mikilvægt fyrir öryggi þjóðarinnar.Reiður yfir hægagangi Forsetinn skrifaði í síðasta mánuði undir fjárlagafrumvarp sem hann gagnrýndi harðlega vegna þess að ekki væri nægjanlegt fé sett til hliðar vegna byggingar veggjarins, sem hann sagði upprunalega að Mexíkó ætti að borga. Þar að auki bárust fregnir af því um helgina að Trump hefði fengið verður af því að hans helstu stuðningsmenn þættu hann ekki taka nógu hart á málefnum innflytjenda. Þá hefur hann tíst ítrekað á undanförnum dögum um „bílalestir“ fólks sem sé á leið frá Hondúras og ætli sér að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætt. Þar að auki hefur hann gagnrýnt þingið, og þá sérstaklega Demókrata, fyrir að leyfa það sem hann kallar „opin landamæri, fíkniefni og glæpi“. Það er þrátt fyrir að Repúblikanar stjórni báðum deildum þingsins og hafi gert síðan í byrjun árs 2015. Um ellefu hundruð manns voru á ferð frá Hondúras og á leið til Bandaríkjanna en þau voru stöðvuð í Mexíkó. Trump segir það hafa verið gert að hans beiðni. Forsetinn gagnrýndi yfirvöld Mexíkó á Twitter um helgina sagði þá gera lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur næðu til Bandaríkjanna. Tíst forsetans virtist byggja á umfjöllun sem hann sá á Fox.Sjá einnig: Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Utanríkisráðherra Mexíkó svaraði þó og sagði ríkin hafa átt í löngu og vel heppnuðu samstarfi og að staðreyndir sýndu fram á það. „Ónákvæm frétt ætti ekki grafa undan þessu samstarfi. Það að halda uppi virðingu manna og réttindum stangast ekki á við lög. Gleðilega páska.“Trump gagnrýndi einnig Obama fyrir að gera breytingar sem hafi í raun „fellt niður landamærin“ en Trump tók þó ekki fram hvaða breytingar það eiga að vera.Vilja kvóta á dómaraMeðal aðgerða sem ríkisstjórn Trump vinnur nú að er að binda enda á lög sem tryggja ólögráða innflytjendum sem séu á ferð án forráðamanna vernd frá brottvísun. Sömuleiðis er ríkisstjórnin að reyna að breyta lögum svo ekki verði að færa börn sem gómuð séu við landamæri Bandaríkjanna í hendur forráðamanna og/eða ættingja sem þegar séu í Bandaríkjunum. Embættismenn segja að þau börn mæti sjaldan fyrir dómara þegar ákvörðun sé tekin um veru þerra í Bandaríkjunum. Þar að auki er Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að vinna að því að setja kvóta á dómara til að hraða á brottvísunum innflytjenda og létta á dómskerfinu. Samkvæmt frétt NPR verður dómurum gert að ljúka minnst 700 málum á ári og sömuleiðis má ekki snúa við meira en fimmtán prósentum ákvarðana þeirra með áfrýjunum.Nærri því 700 dómsmál innflytjenda bíða úrskurðar. Samtök bæði dómara og lögfræðinga hafa þó mótmælt þeim ætlunum og segja að þær muni draga úr sjálfstæði dómara og grafa undan réttindum innflytjenda. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að her ríkisins standi vörð á landamærunum við Mexíkó þar til fyrirhugaður veggur hans hefur verið byggður. Þetta sagði Trump í hádegisverði með leiðtogum Eystrasaltsríkjanna í dag og sagðist hann þegar hafa rætt þetta við Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. „Við ætlum að vernda landamæri okkar með hernum,“ sagði Trump og talaði hann um að „stórt skref“ væri að ræða samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.„Við getum ekki leyft fólki að flæða ólöglega inn í landið okkar, þar sem þau hverfa, og jafnvel, mæta ekki fyrir dóm.“ Trump hefur áður stungið upp á því að „stóri fallegi“ veggurinn verði byggður með fjármunum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og sagt það vera mikilvægt fyrir öryggi þjóðarinnar.Reiður yfir hægagangi Forsetinn skrifaði í síðasta mánuði undir fjárlagafrumvarp sem hann gagnrýndi harðlega vegna þess að ekki væri nægjanlegt fé sett til hliðar vegna byggingar veggjarins, sem hann sagði upprunalega að Mexíkó ætti að borga. Þar að auki bárust fregnir af því um helgina að Trump hefði fengið verður af því að hans helstu stuðningsmenn þættu hann ekki taka nógu hart á málefnum innflytjenda. Þá hefur hann tíst ítrekað á undanförnum dögum um „bílalestir“ fólks sem sé á leið frá Hondúras og ætli sér að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætt. Þar að auki hefur hann gagnrýnt þingið, og þá sérstaklega Demókrata, fyrir að leyfa það sem hann kallar „opin landamæri, fíkniefni og glæpi“. Það er þrátt fyrir að Repúblikanar stjórni báðum deildum þingsins og hafi gert síðan í byrjun árs 2015. Um ellefu hundruð manns voru á ferð frá Hondúras og á leið til Bandaríkjanna en þau voru stöðvuð í Mexíkó. Trump segir það hafa verið gert að hans beiðni. Forsetinn gagnrýndi yfirvöld Mexíkó á Twitter um helgina sagði þá gera lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur næðu til Bandaríkjanna. Tíst forsetans virtist byggja á umfjöllun sem hann sá á Fox.Sjá einnig: Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Utanríkisráðherra Mexíkó svaraði þó og sagði ríkin hafa átt í löngu og vel heppnuðu samstarfi og að staðreyndir sýndu fram á það. „Ónákvæm frétt ætti ekki grafa undan þessu samstarfi. Það að halda uppi virðingu manna og réttindum stangast ekki á við lög. Gleðilega páska.“Trump gagnrýndi einnig Obama fyrir að gera breytingar sem hafi í raun „fellt niður landamærin“ en Trump tók þó ekki fram hvaða breytingar það eiga að vera.Vilja kvóta á dómaraMeðal aðgerða sem ríkisstjórn Trump vinnur nú að er að binda enda á lög sem tryggja ólögráða innflytjendum sem séu á ferð án forráðamanna vernd frá brottvísun. Sömuleiðis er ríkisstjórnin að reyna að breyta lögum svo ekki verði að færa börn sem gómuð séu við landamæri Bandaríkjanna í hendur forráðamanna og/eða ættingja sem þegar séu í Bandaríkjunum. Embættismenn segja að þau börn mæti sjaldan fyrir dómara þegar ákvörðun sé tekin um veru þerra í Bandaríkjunum. Þar að auki er Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að vinna að því að setja kvóta á dómara til að hraða á brottvísunum innflytjenda og létta á dómskerfinu. Samkvæmt frétt NPR verður dómurum gert að ljúka minnst 700 málum á ári og sömuleiðis má ekki snúa við meira en fimmtán prósentum ákvarðana þeirra með áfrýjunum.Nærri því 700 dómsmál innflytjenda bíða úrskurðar. Samtök bæði dómara og lögfræðinga hafa þó mótmælt þeim ætlunum og segja að þær muni draga úr sjálfstæði dómara og grafa undan réttindum innflytjenda.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira