Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 12:00 Tomas Svensson var hinn hressasti í Víkinni í gær. vísir/rakel ósk Tomas Svensson, fyrrverandi markvörður sænska landsliðsins í handbolta, var einn hataðasti maður Íslands um árabil eins og allir félagar hans í gullaldarliði Svía. Svensson var lykilmaður í sænska liðinu sem varð tvívegis heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari en hér á landi voru þessir menn hluti af hinni svokölluðu Svíagrýlu.Sjá einnig:Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Staffan „Faxi“ Olsson var ímynd grýlunnar en Svensson og félagar hans í markinu, eins og Peter Gentzsel, vörðu allt er á markið kom leik eftir leik við litla hrifningu íslensku þjóðarinnar.Svona var Svensson alltaf fyrir í gamla daga.vísir/gettyLíkar vel við Ísland Þegar blaðamaður hitti Svensson á æfingu íslenska liðsins í gær spurði hann Svíann einfaldlega hvort hann áttaði sig á því hversu illa Íslendingum var við hann og þetta sænska lið; svíagrýluna. „Nei, ég áttaði mig kannski ekki alveg á því en þá var ég líka að spila fyrir Svíþjóð og einbeitti mér að því,“ sagði Svensson og hló dátt. „Þetta er svolítið fyndið en leikirnir á móti Íslandi voru alltaf frekar góðir.“ Íslenska liðið drap Svíagrýluna í tveimur leikjum árið 2006 í umspili um sæti á HM 2007 í Þýskalandi og lagði hana svo til grafar ári síðar í leik um sæti á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Okkur gekk vissulega vel með Ísland í svolítinn tíma en undir lok ferilsins hjá mér töpuðum við stórum leikjum fyrir Íslandi 2006 og 2007 og misstum af tveimur stórmótum. Svona er þetta bara í íþróttum,“ sagði Svensson sem hefur margsinnis komið til Íslands og kann vel við sig. „Fyrsta minningin mín af Íslandi er frá 1986 þegar ég kom hingað að spila fyrst. Ég hef oft komið hingað og alltaf líkað vel. Mér líkar vel við Ísland,“ sagði Tomas Svensson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira
Tomas Svensson, fyrrverandi markvörður sænska landsliðsins í handbolta, var einn hataðasti maður Íslands um árabil eins og allir félagar hans í gullaldarliði Svía. Svensson var lykilmaður í sænska liðinu sem varð tvívegis heimsmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari en hér á landi voru þessir menn hluti af hinni svokölluðu Svíagrýlu.Sjá einnig:Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Staffan „Faxi“ Olsson var ímynd grýlunnar en Svensson og félagar hans í markinu, eins og Peter Gentzsel, vörðu allt er á markið kom leik eftir leik við litla hrifningu íslensku þjóðarinnar.Svona var Svensson alltaf fyrir í gamla daga.vísir/gettyLíkar vel við Ísland Þegar blaðamaður hitti Svensson á æfingu íslenska liðsins í gær spurði hann Svíann einfaldlega hvort hann áttaði sig á því hversu illa Íslendingum var við hann og þetta sænska lið; svíagrýluna. „Nei, ég áttaði mig kannski ekki alveg á því en þá var ég líka að spila fyrir Svíþjóð og einbeitti mér að því,“ sagði Svensson og hló dátt. „Þetta er svolítið fyndið en leikirnir á móti Íslandi voru alltaf frekar góðir.“ Íslenska liðið drap Svíagrýluna í tveimur leikjum árið 2006 í umspili um sæti á HM 2007 í Þýskalandi og lagði hana svo til grafar ári síðar í leik um sæti á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Okkur gekk vissulega vel með Ísland í svolítinn tíma en undir lok ferilsins hjá mér töpuðum við stórum leikjum fyrir Íslandi 2006 og 2007 og misstum af tveimur stórmótum. Svona er þetta bara í íþróttum,“ sagði Svensson sem hefur margsinnis komið til Íslands og kann vel við sig. „Fyrsta minningin mín af Íslandi er frá 1986 þegar ég kom hingað að spila fyrst. Ég hef oft komið hingað og alltaf líkað vel. Mér líkar vel við Ísland,“ sagði Tomas Svensson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira
Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30
Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00