Meta bréf Vodafone yfir markaðsvirði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. apríl 2018 07:00 Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone. Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Vodafone á 77,8 krónur á hlut, sem er ríflega 10 prósentum yfir skráðu gengi bréfanna eftir lokun markaða í gær, samkvæmt nýlegu verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Sérfræðingar bankans telja enn óvissu ríkja um möguleg samlegðaráhrif vegna kaupa Vodafone á eignum og rekstri 365 miðla. Í verðmati hagfræðideildarinnar er því spáð að rekstrartekjur Vodafone verði 20,1 milljarður króna á þessu ári. Er það nokkur lækkun frá spánni í síðasta verðmati í desember á síðasta ári. Ástæðan, að sögn sérfræðinga Landsbankans, er sú að þeir töldu að sameining áðurnefndra félaga myndi ganga hraðar fyrir sig en raunin hefur verið. Fullra áhrifa samrunans eigi að taka að gæta á næstu átta til fjórtán mánuðum, að því er segir í verðmatinu, og telja Landsbankamenn líklegt að það gerist á seinni enda bilsins. Þrátt fyrir óvissuna vegna samrunans er gert ráð fyrir því í verðmatinu að áætlanir stjórnenda Vodafone gangi í stórum dráttum eftir. Að mati hagfræðideildarinnar verður EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – 4,3 milljarðar á þessu ári og 5,1 milljarður árið 2020. Til samanburðar gera stjórnendurnir ráð fyrir að EBITDA verði 4 til 4,4 milljarðar í ár og 5 milljarðar árið 2020.Vodafone er systurfélag Vísis en félagið Sýn á bæði Vísi og Vodafone. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Vodafone á 77,8 krónur á hlut, sem er ríflega 10 prósentum yfir skráðu gengi bréfanna eftir lokun markaða í gær, samkvæmt nýlegu verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Sérfræðingar bankans telja enn óvissu ríkja um möguleg samlegðaráhrif vegna kaupa Vodafone á eignum og rekstri 365 miðla. Í verðmati hagfræðideildarinnar er því spáð að rekstrartekjur Vodafone verði 20,1 milljarður króna á þessu ári. Er það nokkur lækkun frá spánni í síðasta verðmati í desember á síðasta ári. Ástæðan, að sögn sérfræðinga Landsbankans, er sú að þeir töldu að sameining áðurnefndra félaga myndi ganga hraðar fyrir sig en raunin hefur verið. Fullra áhrifa samrunans eigi að taka að gæta á næstu átta til fjórtán mánuðum, að því er segir í verðmatinu, og telja Landsbankamenn líklegt að það gerist á seinni enda bilsins. Þrátt fyrir óvissuna vegna samrunans er gert ráð fyrir því í verðmatinu að áætlanir stjórnenda Vodafone gangi í stórum dráttum eftir. Að mati hagfræðideildarinnar verður EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – 4,3 milljarðar á þessu ári og 5,1 milljarður árið 2020. Til samanburðar gera stjórnendurnir ráð fyrir að EBITDA verði 4 til 4,4 milljarðar í ár og 5 milljarðar árið 2020.Vodafone er systurfélag Vísis en félagið Sýn á bæði Vísi og Vodafone.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira