Sigga Beinteins fékk tár í augun við að horfa á brunann Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2018 14:06 Sigga Beinteins fór á vettvang og varð brugðið þegar hún sá hversu mikinn eldsvoða var um að ræða. mynd/samsett/GVA/Birgir Sigga Beinteins er ein þeirra sem leigir rými hjá Geymslum í húsnæði því sem nú stendur í björtu báli.„Ég fór og skoðaði aðstæður nú fyrir hádegi. Og, já, ég fékk tár í augun við að sjá þetta. Alveg rosalegt,“ segir Sigga í samtali við Vísi.Leikmynd og persónulegir munir „Það er örugglega allt farið. En, það má enginn fara þarna inn eins og er þannig að ég veit ekki.“ Sigga leggur áherslu á að fyrir öllu sé að enginn hafi látist í brunanum og um sé að ræða dauða hluti sem má í einhverjum tilfellum bæta. En, í geymslu Siggu er öll sviðsmyndin sem þau sem standa að árlegum Jólatónleikum hennar hafa safnað undanfarin níu ár: Búningar, kjólar, jólatré, jólakúlur og skraut, leikmunir auk persónulegra muna. „Vá hvað það er sárt að horfa upp á þetta, þó margir hafi það án efa mun verra eftir svona harmleik. En, það eru nokkrar milljónir farnar – þetta er mikið tjón.“Óvíst hvernig tryggingarnar eru Sigga segist ekki vita hvernig stendur með tryggingamál. Henni var ekki tilkynnt neitt um slíkt þegar hún leigði geymsluna, en hins vegar segi á heimasíðu Geymsla að hver og einn sé ábyrgur fyrir á þeim munum sem þarna eru vistaðir. „Það var minn feill að athuga þetta ekki. En, hver eigandi þarf að tryggja sitt innbú í sínum geymslum. Ég veit ekki hversu langt mínar tryggingar ná. Veit ekki hvernig mínar tryggingafélag stendur gagnvart því.“ Sigga veltir því fyrir sér hver ábyrgð fyrirtækisins er í því sambandi en segist á þessu stigi máls ekki vita annað en það sem fram hafi komið í fréttum varðandi það að brunavarnir milli húsa hafi ekki verið nægjanlega góðar. Söngkonan ástsæla ítrekar að fyrir öllu sé að ekki hafi orðið slys og þetta mun ekki koma í veg fyrir jólatónleika að ári. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Sigga Beinteins er ein þeirra sem leigir rými hjá Geymslum í húsnæði því sem nú stendur í björtu báli.„Ég fór og skoðaði aðstæður nú fyrir hádegi. Og, já, ég fékk tár í augun við að sjá þetta. Alveg rosalegt,“ segir Sigga í samtali við Vísi.Leikmynd og persónulegir munir „Það er örugglega allt farið. En, það má enginn fara þarna inn eins og er þannig að ég veit ekki.“ Sigga leggur áherslu á að fyrir öllu sé að enginn hafi látist í brunanum og um sé að ræða dauða hluti sem má í einhverjum tilfellum bæta. En, í geymslu Siggu er öll sviðsmyndin sem þau sem standa að árlegum Jólatónleikum hennar hafa safnað undanfarin níu ár: Búningar, kjólar, jólatré, jólakúlur og skraut, leikmunir auk persónulegra muna. „Vá hvað það er sárt að horfa upp á þetta, þó margir hafi það án efa mun verra eftir svona harmleik. En, það eru nokkrar milljónir farnar – þetta er mikið tjón.“Óvíst hvernig tryggingarnar eru Sigga segist ekki vita hvernig stendur með tryggingamál. Henni var ekki tilkynnt neitt um slíkt þegar hún leigði geymsluna, en hins vegar segi á heimasíðu Geymsla að hver og einn sé ábyrgur fyrir á þeim munum sem þarna eru vistaðir. „Það var minn feill að athuga þetta ekki. En, hver eigandi þarf að tryggja sitt innbú í sínum geymslum. Ég veit ekki hversu langt mínar tryggingar ná. Veit ekki hvernig mínar tryggingafélag stendur gagnvart því.“ Sigga veltir því fyrir sér hver ábyrgð fyrirtækisins er í því sambandi en segist á þessu stigi máls ekki vita annað en það sem fram hafi komið í fréttum varðandi það að brunavarnir milli húsa hafi ekki verið nægjanlega góðar. Söngkonan ástsæla ítrekar að fyrir öllu sé að ekki hafi orðið slys og þetta mun ekki koma í veg fyrir jólatónleika að ári.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28