Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2018 15:48 Frá stórbrunanum í Garðabæ. Vísir/Egill Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæðinu í Garðabæ sem varð eldi að bráð í dag. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ekkert vatnsúðakerfi hafi verið í húsi en kanna þarf hvort að það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. „Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, “ segir Jón Viðar. Aðspurður hvort að vatnsúðakerfi hefði einhverju bjargað segir hann allar brunavarnir ávallt hjálpa til. Hann tekur fram að mörg hús af þessari stærðargráðu séu ekki með vatnsúðakerfi. Hann segir að skoða þurfi síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. „Því oft breytist starfsemin og eðlilegt að það komi auknar kröfur varðandi brunavarnir. Við þurfum að fá smá andrými til að skoða þetta.“ Slökkviliðsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins í dag.Vísir/Böddi Hætta af hruni Slökkviliðið þurfti að rífa þak hússins svo það hrynji ekki á slökkviliðsmenn og þokast slökkvistarf hægt og bítandi í rétta átt að sögn Jóns Viðars. Spurður hvort eitthvað við húsnæðið hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir segir Jón Viðar að mikill eldsmatur hafi verið inn í því og þakið farið að gefa sig, eins og gengur og gerist með mörg önnur hús. „Hrunhættan og slíkt gerði það að verkum að ég þorði ekki að senda menn inn. Þá þurftum við við vinna þetta utan frá sem gerði verkefnið erfiðara,“ segir Jón Viðar. Sendu samt menn inn Þrátt fyrir hrun hætti og ótta við að senda slökkviliðsmenn inn í húsið var það engu að síður gert til að bjarga ákveðnum verðmætum sem voru þar. „Þessi verðmæti voru það nálægt innganginum að það reyndist ekkert vandamál,“ segir Jón Viðar. Hann segir að slökkviliðsmönnum hefði brugðið við þegar gólfið hrundi undan honum sem gerði það að verkum að hann hrundi frá annarri hæð og niður á jarðhæð. Hann sakaði þó ekki. Orsök sprenginga liggja ekki fyrir Sjónarvottar sögðust hafa heyrt þrjár öflugar sprengingar þegar eldsins varð vart í morgun. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Jón Viðar segir orsök sprenginganna ekki liggja fyrir og margar ástæður geti verið að baki þeim. „Um leið og þú ert kominn með fjölbreyttar geymslur af allskonar varningi getur það verið allt frá litlum úðabrúsum og yfir í eitthvað að stærra. Vonandi kemur það í ljós þegar menn fara að rannsaka vettvang.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæðinu í Garðabæ sem varð eldi að bráð í dag. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ekkert vatnsúðakerfi hafi verið í húsi en kanna þarf hvort að það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. „Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, “ segir Jón Viðar. Aðspurður hvort að vatnsúðakerfi hefði einhverju bjargað segir hann allar brunavarnir ávallt hjálpa til. Hann tekur fram að mörg hús af þessari stærðargráðu séu ekki með vatnsúðakerfi. Hann segir að skoða þurfi síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. „Því oft breytist starfsemin og eðlilegt að það komi auknar kröfur varðandi brunavarnir. Við þurfum að fá smá andrými til að skoða þetta.“ Slökkviliðsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins í dag.Vísir/Böddi Hætta af hruni Slökkviliðið þurfti að rífa þak hússins svo það hrynji ekki á slökkviliðsmenn og þokast slökkvistarf hægt og bítandi í rétta átt að sögn Jóns Viðars. Spurður hvort eitthvað við húsnæðið hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir segir Jón Viðar að mikill eldsmatur hafi verið inn í því og þakið farið að gefa sig, eins og gengur og gerist með mörg önnur hús. „Hrunhættan og slíkt gerði það að verkum að ég þorði ekki að senda menn inn. Þá þurftum við við vinna þetta utan frá sem gerði verkefnið erfiðara,“ segir Jón Viðar. Sendu samt menn inn Þrátt fyrir hrun hætti og ótta við að senda slökkviliðsmenn inn í húsið var það engu að síður gert til að bjarga ákveðnum verðmætum sem voru þar. „Þessi verðmæti voru það nálægt innganginum að það reyndist ekkert vandamál,“ segir Jón Viðar. Hann segir að slökkviliðsmönnum hefði brugðið við þegar gólfið hrundi undan honum sem gerði það að verkum að hann hrundi frá annarri hæð og niður á jarðhæð. Hann sakaði þó ekki. Orsök sprenginga liggja ekki fyrir Sjónarvottar sögðust hafa heyrt þrjár öflugar sprengingar þegar eldsins varð vart í morgun. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Jón Viðar segir orsök sprenginganna ekki liggja fyrir og margar ástæður geti verið að baki þeim. „Um leið og þú ert kominn með fjölbreyttar geymslur af allskonar varningi getur það verið allt frá litlum úðabrúsum og yfir í eitthvað að stærra. Vonandi kemur það í ljós þegar menn fara að rannsaka vettvang.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent