Útvarp Satan mun koma út Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2018 14:50 Söfnunin er í höfn, Arnþrúði til armæðu en fyrir liggur kæra frá henni á hendur forsprakka hljómsveitarinnar hjá biskupi yfir Íslandi. Söfnun fyrir einhverja umdeildustu óútkomnu hljómplötu Íslandssögunnar er lokið. Austfirsku pönkhljómsveitinni Austurvígstöðvarnar efndu til söfnunar upp í kostnað við upptökur á Karólína Fund og í gær tókst takmarkið, 800 þúsund krónur eru í húsi sem þýðir bara eitt: Platan mun koma út. Jón Ólafsson stjórnar upptökum.Þvílíkir drullusokkar Það er trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, sem tilkynnti þetta nú um hádegisbil á Faceboosíðu sinni. „Okkur tókst að klára þetta í gær og það er á stundum sem þessum sem maður kemst að því hverjir vinir manns eru. Þannig á ég slatta af "vinum" sem studdu þetta ekki. Þvílíkir fokkings drullusokkar og...Svona sjá hinir austfirsku pönkarar plötuumslagið fyrir sér en þeir fengu einmitt hugmyndina af nafngiftinni í kjölfar fréttar Vísis um hinn umdeilda kveðskap klerks.(Maðurinn sem kunni ekki að gleðjast). Neinei. Takk öll sömul. Ég lofa góðri hljómplötu. Það er enn hægt að kaupa á KF og tryggja veru sína á kreditlista plötu er öðlast mun hérumbil goðsögulegan sess í annálum pönksins. Allavega austfirska pönksins.“Kæra liggur fyrir á biskupsstofu Þannig hljómaði það, svo mörg voru þau orð. En Vísir ræddi einmitt við Jón Knút um hljómsveitina og þessa fyrirhuguðu plötu en kveðskapur forsprakka sveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, hefur fyrir brjóstið á margri sómakærri sálinni. Einkum er það textinn „Arnþrúður er full“, þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Útvarpi Sögu almennt sem hefur gert þeim þar gramt í geði. Á biskupsstofu liggur fyrir kæra á hendur Séra Davíð Þór sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi er nú að taka afstöðu til. En, þau Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson, helsta rödd Útvarps Sögu, telja fyrir neðan allar hellur að maður á borð við Séra Davíð þjóni fyrir altari. Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Söfnun fyrir einhverja umdeildustu óútkomnu hljómplötu Íslandssögunnar er lokið. Austfirsku pönkhljómsveitinni Austurvígstöðvarnar efndu til söfnunar upp í kostnað við upptökur á Karólína Fund og í gær tókst takmarkið, 800 þúsund krónur eru í húsi sem þýðir bara eitt: Platan mun koma út. Jón Ólafsson stjórnar upptökum.Þvílíkir drullusokkar Það er trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, sem tilkynnti þetta nú um hádegisbil á Faceboosíðu sinni. „Okkur tókst að klára þetta í gær og það er á stundum sem þessum sem maður kemst að því hverjir vinir manns eru. Þannig á ég slatta af "vinum" sem studdu þetta ekki. Þvílíkir fokkings drullusokkar og...Svona sjá hinir austfirsku pönkarar plötuumslagið fyrir sér en þeir fengu einmitt hugmyndina af nafngiftinni í kjölfar fréttar Vísis um hinn umdeilda kveðskap klerks.(Maðurinn sem kunni ekki að gleðjast). Neinei. Takk öll sömul. Ég lofa góðri hljómplötu. Það er enn hægt að kaupa á KF og tryggja veru sína á kreditlista plötu er öðlast mun hérumbil goðsögulegan sess í annálum pönksins. Allavega austfirska pönksins.“Kæra liggur fyrir á biskupsstofu Þannig hljómaði það, svo mörg voru þau orð. En Vísir ræddi einmitt við Jón Knút um hljómsveitina og þessa fyrirhuguðu plötu en kveðskapur forsprakka sveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, hefur fyrir brjóstið á margri sómakærri sálinni. Einkum er það textinn „Arnþrúður er full“, þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Útvarpi Sögu almennt sem hefur gert þeim þar gramt í geði. Á biskupsstofu liggur fyrir kæra á hendur Séra Davíð Þór sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi er nú að taka afstöðu til. En, þau Arnþrúður og Pétur Gunnlaugsson, helsta rödd Útvarps Sögu, telja fyrir neðan allar hellur að maður á borð við Séra Davíð þjóni fyrir altari.
Tengdar fréttir „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09
Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00