Um 20 börnum verið vísað frá Stuðlum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. apríl 2018 18:48 Í vikunni þurfti að vista 14 og 15 ára börn í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Á Stuðlum eru sex pláss á neyðarvistun þar sem lögregla og barnavernd geta komið með börnin en þar var allt fullt. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, segir þó yfirleitt reynt að hliðra til í svona tilfellum. „Það tókst ekki þarna. Það var þannig ástand. Það var bara stútfullt og einstaklingar í mjög vondum málum.“ Það hefur þurft að vísa um það bil tuttugu börnum frá á þessu ári vegna plássleysis. Funi segir neyslu ungmenna vera alvarlegri en áður og álagið á Stuðlum sé eftir því. „Við erum að sjá að þau eru að taka allt mögulegt í ofboðslega miklum mæli. Svo eru einhver í sprautunotkun og þá eru þau orðin ansi illa stödd og langt leidd.“ Þar að auki sé mikill fjöldi barna síendurtekið að koma á neyðarvistun og ekki sé um mikla nýliðun að ræða. „Það virðist vera að þeir krakkar sem eru í vanda séu í alvarlegri vanda, en ekki endilega að það sé að fjölga í hópnum.“ Vegna ástandsins síðustu vikur og mánuði hefur verið ákveðið að opna vistheimili í Reykjavík fyrir ungmenni á átjánda ári sem eiga við mjög alvarlegan vímuefnavanda að stríða og hafa ítrekað farið í meðferð án árangurs. Heimilið mun opna á næstu vikum og verða ungmennin studd til að fóta sig í daglegu lífi. „Konseptið gengur út á að styðja þau til að halda heimili og venja þau við enda að verða fullorðin. Einnig hjálpa þeim að fara aftur í skóla eða vinnu en fyrst og fremst styðja þau til edrúmennsku. Þetta eru einstaklingar sem eru í hættu að deyja fyrir aldur fram vegna neyslu.“ Tengdar fréttir Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51 Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Í vikunni þurfti að vista 14 og 15 ára börn í miklum fíkniefnavanda í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði. Á Stuðlum eru sex pláss á neyðarvistun þar sem lögregla og barnavernd geta komið með börnin en þar var allt fullt. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, segir þó yfirleitt reynt að hliðra til í svona tilfellum. „Það tókst ekki þarna. Það var þannig ástand. Það var bara stútfullt og einstaklingar í mjög vondum málum.“ Það hefur þurft að vísa um það bil tuttugu börnum frá á þessu ári vegna plássleysis. Funi segir neyslu ungmenna vera alvarlegri en áður og álagið á Stuðlum sé eftir því. „Við erum að sjá að þau eru að taka allt mögulegt í ofboðslega miklum mæli. Svo eru einhver í sprautunotkun og þá eru þau orðin ansi illa stödd og langt leidd.“ Þar að auki sé mikill fjöldi barna síendurtekið að koma á neyðarvistun og ekki sé um mikla nýliðun að ræða. „Það virðist vera að þeir krakkar sem eru í vanda séu í alvarlegri vanda, en ekki endilega að það sé að fjölga í hópnum.“ Vegna ástandsins síðustu vikur og mánuði hefur verið ákveðið að opna vistheimili í Reykjavík fyrir ungmenni á átjánda ári sem eiga við mjög alvarlegan vímuefnavanda að stríða og hafa ítrekað farið í meðferð án árangurs. Heimilið mun opna á næstu vikum og verða ungmennin studd til að fóta sig í daglegu lífi. „Konseptið gengur út á að styðja þau til að halda heimili og venja þau við enda að verða fullorðin. Einnig hjálpa þeim að fara aftur í skóla eða vinnu en fyrst og fremst styðja þau til edrúmennsku. Þetta eru einstaklingar sem eru í hættu að deyja fyrir aldur fram vegna neyslu.“
Tengdar fréttir Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51 Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Tíu meðhöndlaðir vegna ofneyslu um páskahelgina Tíu voru meðhöndlaðir á bráðadeild Landspítalans um helgina vegna ofneyslu á fíkniefnum. Þar af voru fimm alvarleg tilvik þar sem tveir lentu í öndunarstoppi en var bjargað með móteitri. 2. apríl 2018 18:51
Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15
Unglingstúlkur vistaðar í fangaklefa því engin önnur úrræði voru í boði Vista þurfti fjórtán og fimmtán ára stúlkur í fangaklefum í gær því neyðarvistun Stuðla var yfirfull. Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri í lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Berglind Hólm Harðardóttir stjórnarkona í Olnbogabörnum gagnrýna harðlega úrræðaleysi í málefnum ungmenna með fíknivanda. 4. apríl 2018 18:30