Ráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2018 19:45 Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt af Aberdeen Angus kyni en fyrstu kálfarnir koma í heiminn í haust. Með nýja kyninu er vonast til að nautgriparækt eflist enn frekar og að þjóðin geti orðið sjálfbær með framleiðslu á nautakjöti.Kristján Þór Júlíusson fær hér upplýsingar frá Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands um kostnað við byggingu einangrunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonKristján Þór heimsótti nýja einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóahreppi í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda sem fór fram á Selfossi í gær og í dag. Á Stóra Ármóti hafa verið settir upp fósturvísar af af Aberdeen-Angus holdagripum frá Noregi í 32 kýr en aðeins 11 þeirri héldu. Kýrnar munu bera fyrstu kálfunum í haust. Kálfunum verður þá komið fyrir í 9 mánaða einangrun en eftir það verður tekið sæði úr þeim sem verður selt til bænda. Kristjáni Þór líst vel á nýju einangrunarstöðina. „Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna. Það er til mikillar fyrirmyndar að þeir ætla sér að taka stöðu og nýta tækifæri á markaði, byggja sig upp fyrir það, það er ánægjulegt og gott að verða vitni að slíku hugarfari.“ Í dag eru um eitt þúsund tonn af erlendu nautakjöti flutt inn til landsins á hverju ári. Hvað finnst Kristjáni Þór um það? „Þá er tækifæri fyrir íslenska kjötframleiðendur í nauti að búa sér til svigrúm og koma inn á þennan markað. Það ætla þessir vösku einstaklingar að gera hér, og ég fagna því mjög,“ segir Kristján.Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda er ánægður með að fá nýja gripi inn í nautakjötframleiðsluna á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonArnar Árnason formaður Landssambands kúabænda segir frábært að fá nýja gripi inn í nautakjötsframleiðsluna. „Við getum gert betur íslenskir bændur í að bjóða nautakjöt, það er 25 – 27 % af nautakjötsframleiðslu hér á landi innflutt.“ „Við viljum íslenskir bændur geta boðið Íslendingum og þeim sem hér dvelja upp á íslenskt nautakjöt. Á þennan hátt ætlum við að bregðast við til þess að fá stærri og holdfylltari gripi sem auðvelt er að afsetja og auka þannig gæði og vinnubrögð í þessari grein, þ.e. kjötframleiðslunni,“ segir Arnar sem lofar jafnframt að kjötið verði mjög gott að grillið. Flóahreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra fagnar nýjum holdagripum í nautgriparækt af Aberdeen Angus kyni en fyrstu kálfarnir koma í heiminn í haust. Með nýja kyninu er vonast til að nautgriparækt eflist enn frekar og að þjóðin geti orðið sjálfbær með framleiðslu á nautakjöti.Kristján Þór Júlíusson fær hér upplýsingar frá Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands um kostnað við byggingu einangrunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonKristján Þór heimsótti nýja einangrunarstöð á Stóra Ármóti í Flóahreppi í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda sem fór fram á Selfossi í gær og í dag. Á Stóra Ármóti hafa verið settir upp fósturvísar af af Aberdeen-Angus holdagripum frá Noregi í 32 kýr en aðeins 11 þeirri héldu. Kýrnar munu bera fyrstu kálfunum í haust. Kálfunum verður þá komið fyrir í 9 mánaða einangrun en eftir það verður tekið sæði úr þeim sem verður selt til bænda. Kristjáni Þór líst vel á nýju einangrunarstöðina. „Þetta er ákveðið frumkvöðulsstarf með miklum metnaði sem ég heyri á fólki hérna. Það er til mikillar fyrirmyndar að þeir ætla sér að taka stöðu og nýta tækifæri á markaði, byggja sig upp fyrir það, það er ánægjulegt og gott að verða vitni að slíku hugarfari.“ Í dag eru um eitt þúsund tonn af erlendu nautakjöti flutt inn til landsins á hverju ári. Hvað finnst Kristjáni Þór um það? „Þá er tækifæri fyrir íslenska kjötframleiðendur í nauti að búa sér til svigrúm og koma inn á þennan markað. Það ætla þessir vösku einstaklingar að gera hér, og ég fagna því mjög,“ segir Kristján.Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda er ánægður með að fá nýja gripi inn í nautakjötframleiðsluna á Íslandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonArnar Árnason formaður Landssambands kúabænda segir frábært að fá nýja gripi inn í nautakjötsframleiðsluna. „Við getum gert betur íslenskir bændur í að bjóða nautakjöt, það er 25 – 27 % af nautakjötsframleiðslu hér á landi innflutt.“ „Við viljum íslenskir bændur geta boðið Íslendingum og þeim sem hér dvelja upp á íslenskt nautakjöt. Á þennan hátt ætlum við að bregðast við til þess að fá stærri og holdfylltari gripi sem auðvelt er að afsetja og auka þannig gæði og vinnubrögð í þessari grein, þ.e. kjötframleiðslunni,“ segir Arnar sem lofar jafnframt að kjötið verði mjög gott að grillið.
Flóahreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Fósturvísar úr Aberdeen Angus eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 29. september 2017 06:00