Segir núverandi örorkulífeyriskerfi algjörlega gjaldþrota Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2018 14:12 "Kerfið sjálft stuðlar að aukinni örorku í samfélaginu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að núverandi örorkulífeyriskerfi sé algjörlega gjaldþrota. Það ýti fólki út á örorku og refsi fyrir atvinnuþátttöku. Þorsteinn var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og ræddi meðal annars um sinn gamla málaflokk, félagsmálin, og nýja fjármálaáætlun til næstu fimm ára. „Kerfið sjálft stuðlar að aukinni örorku í samfélaginu,“ segir Þorsteinn sem segist alltaf fá sömu svörin þegar hann spyrji hagsmunaaðila um örorkukerfið. Það liggi ljóst fyrir að fólk vill vera eins virkt og það mögulega getur og hann segir fólk kvarta undan letjandi kerfi.Þuríður Harpa hjá Öryrkjabandalaginu lýsti yfir verulegum vonbrigðum með nýja fjármálaáætlun og segir hana ávísun á fátækt og eymd.Vísir/ Valgarður GíslasonÞorsteinn segist ekki ætla að leggja dóm á stöðu málaflokksins í nýkynntri fjármálaáætlun til næstu fimm ára því að hann mati sé heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu lykillinn. „Ég skil mætavel gagnrýni Öryrkjabandalagsins en þarna held ég að við verðum að spyrja að leikslokum þegar við sjáum framan í nýtt örorkulífeyriskerfi,“ segir Þorsteinn sem segir að búið sé að leggja grunn að nýju kerfi og hann vonast til að vinnan gangi vel. „Það var búið að vinna áfram að frekari útfærslu á meðan ég var í félagsmálaráðuneytinu og mér heyrist að nýr ráðherra sé að vinna út frá svipaðri línu. Þetta er gríðarlega mikilvæg en mjög vandmeðfarin breyting,“ segir Þorsteinn. Að mati Þorsteins sé einn helsti galli núverandi kerfis að það nær ekki að taka á hinum undirliggjandi vanda. „Núverandi örorkulífeyriskerfi byggir í rauninni á því að reyna að tryggja fólki einhverja framfærslu sem er alls ekki góð en alls ekki að taka á undirliggjandi vanda; af hverju er fólk að detta út af vinnumarkaðnum? Hvaða stuðning þarf það til að komast þangað inn aftur?“ Þorsteinn segir „krónu á móti krónu skerðingu“ vera með verstu refsingunum sem sé í kerfinu. Það hreinlega borgi sig ekki fyrir fólk að vinna.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í myndspilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02 Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Óábyrg í ljósi spádóma Stjórnarandstöðuþingmenn segja fjármálaáætlunina vonbrigði. Of lítið sé lagt í nauðsynlegar úrbætur í samgöngukerfinu og örorku- og ellilífeyrisþegar mæti afgangi. Varaformaður Viðreisnar segir stjórnina líta fram hjá stöðu hagkerfisins. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að núverandi örorkulífeyriskerfi sé algjörlega gjaldþrota. Það ýti fólki út á örorku og refsi fyrir atvinnuþátttöku. Þorsteinn var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og ræddi meðal annars um sinn gamla málaflokk, félagsmálin, og nýja fjármálaáætlun til næstu fimm ára. „Kerfið sjálft stuðlar að aukinni örorku í samfélaginu,“ segir Þorsteinn sem segist alltaf fá sömu svörin þegar hann spyrji hagsmunaaðila um örorkukerfið. Það liggi ljóst fyrir að fólk vill vera eins virkt og það mögulega getur og hann segir fólk kvarta undan letjandi kerfi.Þuríður Harpa hjá Öryrkjabandalaginu lýsti yfir verulegum vonbrigðum með nýja fjármálaáætlun og segir hana ávísun á fátækt og eymd.Vísir/ Valgarður GíslasonÞorsteinn segist ekki ætla að leggja dóm á stöðu málaflokksins í nýkynntri fjármálaáætlun til næstu fimm ára því að hann mati sé heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu lykillinn. „Ég skil mætavel gagnrýni Öryrkjabandalagsins en þarna held ég að við verðum að spyrja að leikslokum þegar við sjáum framan í nýtt örorkulífeyriskerfi,“ segir Þorsteinn sem segir að búið sé að leggja grunn að nýju kerfi og hann vonast til að vinnan gangi vel. „Það var búið að vinna áfram að frekari útfærslu á meðan ég var í félagsmálaráðuneytinu og mér heyrist að nýr ráðherra sé að vinna út frá svipaðri línu. Þetta er gríðarlega mikilvæg en mjög vandmeðfarin breyting,“ segir Þorsteinn. Að mati Þorsteins sé einn helsti galli núverandi kerfis að það nær ekki að taka á hinum undirliggjandi vanda. „Núverandi örorkulífeyriskerfi byggir í rauninni á því að reyna að tryggja fólki einhverja framfærslu sem er alls ekki góð en alls ekki að taka á undirliggjandi vanda; af hverju er fólk að detta út af vinnumarkaðnum? Hvaða stuðning þarf það til að komast þangað inn aftur?“ Þorsteinn segir „krónu á móti krónu skerðingu“ vera með verstu refsingunum sem sé í kerfinu. Það hreinlega borgi sig ekki fyrir fólk að vinna.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í myndspilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02 Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Óábyrg í ljósi spádóma Stjórnarandstöðuþingmenn segja fjármálaáætlunina vonbrigði. Of lítið sé lagt í nauðsynlegar úrbætur í samgöngukerfinu og örorku- og ellilífeyrisþegar mæti afgangi. Varaformaður Viðreisnar segir stjórnina líta fram hjá stöðu hagkerfisins. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02
Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44
Óábyrg í ljósi spádóma Stjórnarandstöðuþingmenn segja fjármálaáætlunina vonbrigði. Of lítið sé lagt í nauðsynlegar úrbætur í samgöngukerfinu og örorku- og ellilífeyrisþegar mæti afgangi. Varaformaður Viðreisnar segir stjórnina líta fram hjá stöðu hagkerfisins. 5. apríl 2018 06:00