Þegar allt varð vitlaust á landsleik í Höllinni Grétar Þór Sigurðsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Leikmönnum liðsins sem unnu hinn frækna sigur og eiginkonum þeirra var boðið til Bessastaða í gær. Fremstur stendur Jón Hjaltalín. Vísir/Eyþór Í gær voru 50 ár liðin frá 15-10 sigri Íslendinga á Dönum í handbolta. Sigurinn markaði tímamót því liðið hafði aldrei unnið það danska áður. Þá var sigurinn einnig mikilvægur fyrir íþróttalega sjálfsmynd hinnar ungu þjóðar því árið áður höfðu Íslendingar tapað 14-2 gegn Dönum í fótbolta á Parken eins og frægt er orðið. Danir voru á þessum tíma með eitt sterkasta handboltalið í heimi og höfðu unnið til silfuverðlauna á HM árið áður. Liðið kom til Íslands til að leika tvo æfingaleiki í Laugardalshöll og tapaði íslenska liðið fyrri leiknum 14-17. Í tilefni tímamótanna bauð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, liðsmönnum og eiginkonum þeirra til Bessastaða. „Við höfðum samband við forsetann og spurðum hvort hann vildi koma í boð til okkar. Hann sneri þessu bara við og bauð okkur til sín,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, einn af landsliðsmönnunum. Jón segir tilvalið að fagna afmælinu í sunnudagskaffi á Bessastöðum. Leikurinn sjálfur var leikinn á sunnudegi og raskaði hann ófáum kaffiboðum. „Þetta hafði náttúrlega áhrif á fermingarveislur, því allir voru límdir við útvarpið að hlusta á lýsinguna,“ bendir Jón á.Fermingarbarnið Guðjón GuðmundssonFermingarbarnið Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, sem nú starfar sem íþróttafréttamaður, hafði ekki miklar áhyggjur af sinni eigin veislu. Hann fór að lokinni fermingu í Dómkirkjunni niður í Laugardal til að horfa á leikinn og segir hann ógleymanlegan. Gaupi minnist sérstaklega upphafs leiksins. „Fyrsta mark leiksins skoraði Jón Hjaltalín frá miðju, úr frumkasti. Þá stóð í rammanum markvörðurinn Bent Mortensen sem var á þeim tíma líklega albesti markvörður í heiminum.“ Hann telur þetta mark hafa gefið liðinu mikinn drifkraft inn í leikinn. Að sögn Jóns stóðst Bent ekki samanburð við markmann íslenska liðsins, Þorstein Björnsson. Þorsteinn hafi nánast lokað markinu og skipti það sköpum. Þá hafi vörnin verið skipuð hávöxnum og sterkum leikmönnum og sóknin gengið vel upp. Leikurinn hafi því sem næst verið fullkominn. Fagnaðarlætin eftir leik eru þeim báðum eftirminnileg. Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, rauk inn á völlinn að leik loknum til að hrópa ferfalt húrra fyrir liðinu. Jón segir knattspyrnuleikinn fræga sem endaði 14-2 enn hafa setið í fólki og rifjar sérstaklega upp hamingjuóskir frá eldri manni. Sá hafði tekið í höndina á honum og þakkað fyrir góða frammistöðu með orðunum: „Þarna urðum við Íslendingar loksins sjálfstæðir.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Í gær voru 50 ár liðin frá 15-10 sigri Íslendinga á Dönum í handbolta. Sigurinn markaði tímamót því liðið hafði aldrei unnið það danska áður. Þá var sigurinn einnig mikilvægur fyrir íþróttalega sjálfsmynd hinnar ungu þjóðar því árið áður höfðu Íslendingar tapað 14-2 gegn Dönum í fótbolta á Parken eins og frægt er orðið. Danir voru á þessum tíma með eitt sterkasta handboltalið í heimi og höfðu unnið til silfuverðlauna á HM árið áður. Liðið kom til Íslands til að leika tvo æfingaleiki í Laugardalshöll og tapaði íslenska liðið fyrri leiknum 14-17. Í tilefni tímamótanna bauð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, liðsmönnum og eiginkonum þeirra til Bessastaða. „Við höfðum samband við forsetann og spurðum hvort hann vildi koma í boð til okkar. Hann sneri þessu bara við og bauð okkur til sín,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, einn af landsliðsmönnunum. Jón segir tilvalið að fagna afmælinu í sunnudagskaffi á Bessastöðum. Leikurinn sjálfur var leikinn á sunnudegi og raskaði hann ófáum kaffiboðum. „Þetta hafði náttúrlega áhrif á fermingarveislur, því allir voru límdir við útvarpið að hlusta á lýsinguna,“ bendir Jón á.Fermingarbarnið Guðjón GuðmundssonFermingarbarnið Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, sem nú starfar sem íþróttafréttamaður, hafði ekki miklar áhyggjur af sinni eigin veislu. Hann fór að lokinni fermingu í Dómkirkjunni niður í Laugardal til að horfa á leikinn og segir hann ógleymanlegan. Gaupi minnist sérstaklega upphafs leiksins. „Fyrsta mark leiksins skoraði Jón Hjaltalín frá miðju, úr frumkasti. Þá stóð í rammanum markvörðurinn Bent Mortensen sem var á þeim tíma líklega albesti markvörður í heiminum.“ Hann telur þetta mark hafa gefið liðinu mikinn drifkraft inn í leikinn. Að sögn Jóns stóðst Bent ekki samanburð við markmann íslenska liðsins, Þorstein Björnsson. Þorsteinn hafi nánast lokað markinu og skipti það sköpum. Þá hafi vörnin verið skipuð hávöxnum og sterkum leikmönnum og sóknin gengið vel upp. Leikurinn hafi því sem næst verið fullkominn. Fagnaðarlætin eftir leik eru þeim báðum eftirminnileg. Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, rauk inn á völlinn að leik loknum til að hrópa ferfalt húrra fyrir liðinu. Jón segir knattspyrnuleikinn fræga sem endaði 14-2 enn hafa setið í fólki og rifjar sérstaklega upp hamingjuóskir frá eldri manni. Sá hafði tekið í höndina á honum og þakkað fyrir góða frammistöðu með orðunum: „Þarna urðum við Íslendingar loksins sjálfstæðir.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira