Rík skylda eigenda og forráðamanna að brunavarnir húsa séu í takt við starfsemi hverju sinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. apríl 2018 19:00 Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skoða vettvang í dag Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Enn er allt á huldu um hvers vegna eldur kom upp í verslunar- og iðnaðarhúsinu að Miðhrauni fjögur fyrir helgi. Slökkviliðsstjóri segir hafa komið á óvart hversu hratt byggingin brann. Rík skylda er á eigendum húsa um að eldvarnir þeirra séu í samræmi við starfsemi á hverjum tíma. Vettvangsrannsókn á eldsupptökum hófst í dag en lögreglan fékk vettvanginn afhentan á föstudagskvöld en af öryggissjónarmiðum var beðið með vettvangsrannsókn til dagsins í dag. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn brunans með aðstoð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en glæður hafa verið að finnast í ýmsum eldhreiðrum í byggingunni nú fjórum dögum eftir brunann. Eins og sjá má hafa verið gríðarleg átök átt sér stað í eldhafinu sem varð á fimmtudag. Aðalburðarsúlur hússins hafa svignað og gefið sig en þess að aflögun sem þessi geti átt sér stað þarf gríðarlega hita. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir það hafa komið á óvar á hve skömmum tíma stærsti hluti hússins hvar verið orðinn alelda „Hraðinn var það mikill að við náðum aldrei fram fyrir atburðarásina. Við vorum í rauninni alltaf að elta atburðarásina og náðum aldrei að stýra henni,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Hvaða lærdóm dragið þið af þessum bruna?„Það sem stendur upp úr og það sem maður er afskaplega þakklátur fyrir er að enginn hafi slasast. Við vorum ansi nærri því að menn væri að slasast hérna hjá okkur,“ segir Jón Viðar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ekkert vatnsúðakerfi í húsinu sem hæglega hefði hamlað útbreiðslu eldsins. Ábyrgð eigenda húsa og bygginga er mikið þegar kemur að eldvörnum og eldvarnareftirliti. Í reglugerð sem Björt Ólafsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra samþykkti á síðasta ári kemur fram að eigandi mannvirkis ber ábyrgð á að það fullnægi kröfum um brunavarnir sem fram eru settar í lög lögum og reglugerðum og að brunavarnir taki mið af þeirri starfsemi sem fer fram. Þá segir einnig að eigandi ber ábyrgð á eigin brunavörnum og skal hann gæta þess að viðhalda brunatæknilegu öryggi í mannvirki í samræmi við forsendur byggingarleyfis eða eðli starfseminnar á hverjum tíma. Þá kemur fram að eigandi geti ekki takmarkað ábyrgð sína samkvæmt reglugerð með samningum, til að mynda við leigutaka sem einnig hefur ríkar skyldur.Sjáið þið að í þessu húsi hafi verið gerðar breytingar sem ekki hafi verið samþykktar?„Við sjáum breytingar á notkun. Hér var Latibær einu sinni og svo breyttist það yfir í Icewear eða lagergeymslu fyrir Icewear. Hvort að það eitt og sér hafi kallað á breytingar erum við þessa stundina að fara yfir með byggingafulltrúa Garðabæjar,“ segir Jón Viðar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Enn mikill hiti í Miðhrauni Lögreglan hóf rannsókn á brunarústunum í dag. 9. apríl 2018 13:15 Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41 Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Enn er allt á huldu um hvers vegna eldur kom upp í verslunar- og iðnaðarhúsinu að Miðhrauni fjögur fyrir helgi. Slökkviliðsstjóri segir hafa komið á óvart hversu hratt byggingin brann. Rík skylda er á eigendum húsa um að eldvarnir þeirra séu í samræmi við starfsemi á hverjum tíma. Vettvangsrannsókn á eldsupptökum hófst í dag en lögreglan fékk vettvanginn afhentan á föstudagskvöld en af öryggissjónarmiðum var beðið með vettvangsrannsókn til dagsins í dag. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn brunans með aðstoð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en glæður hafa verið að finnast í ýmsum eldhreiðrum í byggingunni nú fjórum dögum eftir brunann. Eins og sjá má hafa verið gríðarleg átök átt sér stað í eldhafinu sem varð á fimmtudag. Aðalburðarsúlur hússins hafa svignað og gefið sig en þess að aflögun sem þessi geti átt sér stað þarf gríðarlega hita. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir það hafa komið á óvar á hve skömmum tíma stærsti hluti hússins hvar verið orðinn alelda „Hraðinn var það mikill að við náðum aldrei fram fyrir atburðarásina. Við vorum í rauninni alltaf að elta atburðarásina og náðum aldrei að stýra henni,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Hvaða lærdóm dragið þið af þessum bruna?„Það sem stendur upp úr og það sem maður er afskaplega þakklátur fyrir er að enginn hafi slasast. Við vorum ansi nærri því að menn væri að slasast hérna hjá okkur,“ segir Jón Viðar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ekkert vatnsúðakerfi í húsinu sem hæglega hefði hamlað útbreiðslu eldsins. Ábyrgð eigenda húsa og bygginga er mikið þegar kemur að eldvörnum og eldvarnareftirliti. Í reglugerð sem Björt Ólafsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra samþykkti á síðasta ári kemur fram að eigandi mannvirkis ber ábyrgð á að það fullnægi kröfum um brunavarnir sem fram eru settar í lög lögum og reglugerðum og að brunavarnir taki mið af þeirri starfsemi sem fer fram. Þá segir einnig að eigandi ber ábyrgð á eigin brunavörnum og skal hann gæta þess að viðhalda brunatæknilegu öryggi í mannvirki í samræmi við forsendur byggingarleyfis eða eðli starfseminnar á hverjum tíma. Þá kemur fram að eigandi geti ekki takmarkað ábyrgð sína samkvæmt reglugerð með samningum, til að mynda við leigutaka sem einnig hefur ríkar skyldur.Sjáið þið að í þessu húsi hafi verið gerðar breytingar sem ekki hafi verið samþykktar?„Við sjáum breytingar á notkun. Hér var Latibær einu sinni og svo breyttist það yfir í Icewear eða lagergeymslu fyrir Icewear. Hvort að það eitt og sér hafi kallað á breytingar erum við þessa stundina að fara yfir með byggingafulltrúa Garðabæjar,“ segir Jón Viðar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Enn mikill hiti í Miðhrauni Lögreglan hóf rannsókn á brunarústunum í dag. 9. apríl 2018 13:15 Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01 Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41 Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Telja að eldurinn hafi kviknað á lager Icewear Lögregla hefur rannsókn sína á málinu í dag en búið er að ræða við starfsfólk lagersins. 6. apríl 2018 11:01
Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41
Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent