Mývetningar yfir 500 talsins í fyrsta skipti í 25 ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2018 10:23 Jónas Þór Ingólfsson, Mývetningur nr. 500, við Vaðlaheiðagöngin þar sem hann vinnur sem mannvirkjajarðfræðingur þessa dagana. Mynd/Skútustaðahreppur Þann 1. mars síðastliðinn urðu þau tímamót að íbúafjöldi Skútustaðahrepps fór í 500 manns í fyrsta skipti síðan 1993 eða í 25 ár, samkvæmt mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands. Í dag eru Mývetningar því orðnir 505 talsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Skútustaðahreppi. Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. Á rúmlega einu ári hefur íbúum fjölgað um tæp 19%, eða úr 425 í 505. Um 130 manns hafa annað ríkisfang en íslenskt eða um fjórðungur, segir einnig í tilkynningu. „Þessi fjölgun í Skútustaðahreppi helst í hendur við öflugt atvinnulíf. Harðduglegir Mývetningar hafa hér byggt upp í sameiningu öflugt sveitarfélag. Íbúafjölgunina undanfarin ár má án nokkurs vafa fyrst og fremst rekja til uppgangs ferðaþjónustunnar og að hún er orðin að heilsárs atvinnugrein í meira mæli en áður. Ungt fjölskyldufólk hefur flutt í sveitina í miklum mæli og erlendu vinnuafli fjölgar. Þessi mikla fólksfjölgun þrýstir á innviði sveitarfélagsins. En þetta er fyrst og fremst jákvæð áskorun fyrir okkur. Þróunin er sú að hér eru t.d. jafn margir nemendur í leikskóla og grunnskóla,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Íbúi nr. 500 í Skútustaðahreppi er Jónas Þór Ingólfsson sem flutti lögheimili sitt nýverið í Helluvað í Mývatnssveit. Hann er uppalinn í Mývatnssveit, fór suður að mennta sig sem mannvirkjajarðfræðingur en er nú snúinn aftur heim í heimahagann. Hann vinnur þessa dagana í Vaðlaheiðagöngum, að því er segir í tilkynningu. Skútustaðahreppur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Þann 1. mars síðastliðinn urðu þau tímamót að íbúafjöldi Skútustaðahrepps fór í 500 manns í fyrsta skipti síðan 1993 eða í 25 ár, samkvæmt mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands. Í dag eru Mývetningar því orðnir 505 talsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Skútustaðahreppi. Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. Á rúmlega einu ári hefur íbúum fjölgað um tæp 19%, eða úr 425 í 505. Um 130 manns hafa annað ríkisfang en íslenskt eða um fjórðungur, segir einnig í tilkynningu. „Þessi fjölgun í Skútustaðahreppi helst í hendur við öflugt atvinnulíf. Harðduglegir Mývetningar hafa hér byggt upp í sameiningu öflugt sveitarfélag. Íbúafjölgunina undanfarin ár má án nokkurs vafa fyrst og fremst rekja til uppgangs ferðaþjónustunnar og að hún er orðin að heilsárs atvinnugrein í meira mæli en áður. Ungt fjölskyldufólk hefur flutt í sveitina í miklum mæli og erlendu vinnuafli fjölgar. Þessi mikla fólksfjölgun þrýstir á innviði sveitarfélagsins. En þetta er fyrst og fremst jákvæð áskorun fyrir okkur. Þróunin er sú að hér eru t.d. jafn margir nemendur í leikskóla og grunnskóla,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Íbúi nr. 500 í Skútustaðahreppi er Jónas Þór Ingólfsson sem flutti lögheimili sitt nýverið í Helluvað í Mývatnssveit. Hann er uppalinn í Mývatnssveit, fór suður að mennta sig sem mannvirkjajarðfræðingur en er nú snúinn aftur heim í heimahagann. Hann vinnur þessa dagana í Vaðlaheiðagöngum, að því er segir í tilkynningu.
Skútustaðahreppur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira